Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 11

Læknablaðið - 15.12.2006, Page 11
FRÆÐIGREINAR / AUGNLÆKNINGAR Sjónhimnubjúgur og barksterasprautun augna Elín Gunnlaugsdóttir' Læknanemi Dan O. Öhman2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM Sigurlaug Guðrún Gunnarsdóttir2 Hjúkrunarfræðingur Einar Stefánsson1,2 SÉRFRÆÐINGUR í AUGNLÆKNINGUM 1 Læknadeild Háskóla íslands, 2 Augndeild Landspítala Hringbraut. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Einar Stefánsson, Augndeild Landspítala Hringbraut, 101 Reykjavík. einarste@landspitali. is Lykilorð: glerhlaupsinndœling, makúlubjúgur; augnsjúkdómar í sykursýki, augasteinsskipti, bláœðalokun í sjónhimnu, œðahimnu- og sjónhimnu- bólga. Ágrip Tilgangur: Að meta árangur af triamcinolone acetonide barksterainndælingum í glerhlaup augna á Islandi frá því þær hófust í febrúar 2004 til loka júnímánaðar 2006. Efniviður og aðferðir: Farið var yfir sjúkraskrár 28 sjúklinga sem höfðu fengið barksterainndælingu í auga á Islandi á áðurnefndu tímabili. Sjúklingar voru flokkaðir eftir orsök makúlubjúgs (sykursýki (n=10), augasteinsskipti (n=7), bláæðalokun í sjón- himnu (n=7) og æðahimnu- og sjónhimnubólga (n=4)). Skráð var sjónskerpa fyrir meðferð og 1, 3 og 6 mánuðum síðar. Einnig voru skráðar upp- lýsingar um augnþrýsting og þykkt miðgrófar samkvæmt optical coherence tomography (OCT) tækni fyrir og eftir meðferð. Algengast var að sjúklingar fengju 8 mg af triamcinolone acetonide. Fylgikvillar (hækkun augnþrýstings, ský á auga- steini eða sýking), sem tengdust meðferðinni, voru skráðir. Niðurstöður: Eftir inndælingu höfðu fjórir af tíu í sykursýkishópnum bætta sjónskerpu og fimm óbreytta sjón. Áhrifin héldust í sex mánuði hjá öllum nema einum.Tveir af sjö sem fengu meðferð vegna makúlubjúgs eftir augasteinsskipti höfðu bætta sjónskerpu mánuði eftir meðferð og fimm héldu óbreytlri sjón. Áhrifin héldust í sex mánuði hjá öllum nema einum sem hafði síversnandi sjón. Af þeim sjö sem fengu inndælingu eftir bláæðalok- un í sjónhimnu höfðu þrír bætta og fjórir óbreytta sjón í sex mánuði. Fjórir fengu meðferðina vegna æðahimnu- og sjónhimnubólgu. Eftir mánuð höfðu tveir bætta sjón og tveir sáu jafn vel og fyrir með- ferð. Sjónmælingar voru óbreyttar eftir þrjá og sex mánuði hjá öllum nema einum sem hafði versn- andi sjón. I sykursýkis- og bláæðalokunarhóp- unum sást marktæk þynning makúlu samkvæmt OCT-mælingum. Fjórir mældust með hækkaðan augnþrýsting eftir inndælingu og svöruðu þeir allir lyfjameðferð. Ályktun: Inndæling triamcinolone acetonide bark- stera í glerhlaup sjúklinga með makúlubjúg bætir sjónskerpu hjá um 40% sjúklinga, viðheldur henni ENGLISH SUMMARY Gunnlaugsdóttir E, Öhman DO, Gunnarsdóttir S, Stefánsson E Macular oedema and intravitreal triamcinolone injections Læknablaöið 2006; 92: 847-57 Purpose: To evaluate the efficacy of intravitreal triamcinolone injections for macular oedema in lceland 2004-2006. Methods: We reviewed hospital records of 28 patients who underwent intravitreal injection with triamcinolone acetonide 2004-2006. Most patients were treated with 8mg of triamcinolone acetonide. Patients were categorized according to the cause of macular oedema (diabetes (n=10), phacoemulsification (n=7), branch retinal vein occlusion (BRVO) (n=7) and uveitis (n=4)). Best corrected visual acuity was determined before treatment and 1,3 and 6 months postoperatively. Intraocular pressure and foveal thickness were measured before and after treatment. Results: Visual acuity improved in 4 patients with diabetic macular oedema while 5 had unchanged vision. The effect lasted 6 months in 8 out of 9 cases. Seven were treated for macular oedema after phacoemulsification. Two had improved visual acuity after the injection and 5 had unchanged eyesight. The effect lasted for 6 months in every case except for one who lost vision. Out of 7 who were treated for macular oedema after BRVO, 3 had improved visual acuity and 4 remained unchanged for 6 months. Four patients with uveitis got triamcinolone injections and a month after treatment 2 had better vision and 2 had unchanged visual acuity. The effect lasted for 6 months in all cases but one. In the diabetes and BRVO groups OCT showed a significant reduction of foveal thickness. In 4 cases intraocular pressure increased, all of them were successfully treated with topical treatment. Conclusion: Intravitreal triamcinolone improves visual acuity in about 40% of patients with macular oedema, about 10% lose vision and about 50% remain unchanged. OCT reveal improved anatomic results with significant reduction of foveal thickness and macular oedema. No serious complications were noted. Keywords: triamcinolone acetonide, intravitreal injection, macular oedema, optical coherence tomography, diabetic macuiar oedema, phacoemulsification, branch retinat vein occiusion, uveitis. Correspondence: Einar Stefánsson einarste@iandspitaii.is Læknablaðið 2006/92 847

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.