Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.07.2007, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINAR / HERSLISMEIN Tafla II. Aldur, kynjahlutfall, sjúkdómslengd og fleiri upplýsingar um 24 einstaklinga með herslismein á Islandi. Niðurstöður eru gefnar sem meðaltal ásamt staðatfráviki og dreifibil. Hlutfall þátttöku 24/29 = 83% Kynjahlutfall; konur/karlar, 20/4 = 5:1 Meöalaldur í árum 60 ± 15 (34-81) meðalaldur við sjúkdómsgreiningu 48 ± 14 (5-70) lengd sjúkdóms í árum talið 15 ± 10 (1-33) Dreifð eða takmörkuö birting herslísmeins 21/3 = 7/1 Þyngdarstuðull (BMI) 27 ± 5 (19-35) Hlutfall kvenna komnar í tíðahvörf 17/20 = 85% Aldur við tíðahvörf 45 ± 6 (34-55) staðsettur er á Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri. Pátttaka þessara tveggja sjúklinga var að öðru leyti ekki frábrugðin. Gagnasöfmin, tölfrœði og leyfisveitingar Öllum gögnum var safnað í gagnagrunn í Excel-skjal. Lýsandi tölfræði var notuð til að lýsa rannsóknarniðurstöðum. Leyfi frá siðanefnd LSH (20/2004) og Persónuvernd (S1859/2004 og 2004020124) var fengið fyrir rannsókninni. Þá var fengið leyfi Geislavarna ríkisins vegna beinþéttni- mælinganna (8/30/2004). Allir þátttakendur skrif- uðu undir upplýst samþykki. Tafla III. Yfirlit yfir efnastyrk ýmissa efna í blóði og þvagi hjá 24 sjúklingum með herslismein. Meöaltal ± SD Min - Max Viðmiðunarmörk Blóörannsóknir S-Kalsíum 2,3 ±0,1 2,2-2,6 2,15 - 2,60 mmól/L S-Magnesíum 0,8 ± 0,1 0,6-0,9 0,71-0,94 mmól/L S-Fosfat 1,2 ± 0,2 0,9-1,4 0,8-1,6 mmól/L S-Kreatínín 77 ± 20 45 - 156 60 - 90 (karlar 120) |jmól/L SAIbúmín 43 ± 3 35-51 36,0-50,0 g/L S-Jóniserað kalsfum 1,2 ±0,1 1,2 - 1,4 1,13-1,33 mmól/L S-Paratýrín (PTH) 43 ± 25 21 - 135 10,0 - 65,0 pg/ml S-25-0H Vítamín D 61 ±26 21 - 131 > 50,0 nmól/L* Þvagrannsóknir Þ-Kalíum 44 ± 26 3,3 - 99 25 -125 mmól/24 klst Þ-Kalsíum 2,4 ± 1,7 0,4-5,7 2,50 - 8,0 mmól/24 klst Þ-Kreatínfn 8,3 ± 3,4 1,3-15,7 4 - 18 mmól/24 klst Þ-Kreatfnfnúthreinsun 79 ± 33 15 -137 80 -140 ml/mín Þ-Kalsíum/Þ-Kreatínín 0,28 ± 0,2 0,01 - 0,80 < 0,59 mmol/mmol** S-25-OH Vítamín-D: skortur < 25 nmol/L; ónógt = 25-50 nmol/L; æskilegt >50. Öll viðmiðunargildi voru fengin frá Rannsóknarstofu LSH nema fyrir Þ-Kalsíum/Þ-kreatínín gildin, en þau voru fengin hjá Ólafi Skúla Indriðasyni, nýrnasérfraeöingi** Niðurstöður Tuttugu og níu einstaklingar voru greindir með herslismein hér á landi við upphaf rannsóknar. Tveir einstaklingar afþökkuðu þátttöku í rann- sókninni, tveir einstaklingar bjuggu erlendis og fimmta sjúklinginn tókst ekki að hafa samband við, því tóku 24 einstaklingar með herslismein þátt í rannsókninni eða 83% af heildarsjúklingaþýðinu hér á landi. Konur voru 74% þátttakenda og með- alaldur hópsins var 60 ± 15 ár. Að meðaltali höfðu þátttakendur verið veikir í 15 ± 10 ár (1-33). Sjá nánar upplýsingar um þátttakendur í töflu II. Þrír þátttakendur höfðu að sögn ættarsögu um beinþynningu (13%), átta voru með hreyfihömlun (35%) og fimm voru með sjúkdóm í meltingarfær- um (22%). Fimm af sextán konum sem komnar voru í tíðahvörf (31%) höfðu snemmkomin tíða- hvörf (tíðahvörf fyrir 42 ára aldur). Fjórtán af 24 sjúklingum voru á sykursterameðferð (61%) og fimm voru á methotrexati (22%). Tólf einstaklingar höfðu brotnað samtals 18 sinnum. Einn hafði brotnað fjórum sinnum (á báðum framhandleggjum, öxl og upphandlegg), einn hafði brotnað þrisvar sinnum (rifbein og viðbein) og einn hafði brotnað tvívegis (fram- handlegg og hrygg). Samtals voru átta framhand- leggsbrot (33%), tvö brot í upphandlegg (8%) og tvö rifbeinsbrot (8%), þar að auki voru eitt eftirtalinna brotafótbrot, samfallsbrot í hrygg, handleggsbrot, brot um olnboga og viðbeinsbrot. Fjórar konur voru á beinverndandi meðferð með bisfósfónati (17%). Neysluvenjur og hreyfing Neysla mjólkurvara var ígildi tveggja mjólkurglasa og fjögurra ostsneiða á dag að meðaltali. Atta einstaklingar tóku auk þess kalktöflur reglulega og 20 tóku daglega lýsi eða fjölvítamín. Fimmtán einstaklingar stunduðu reglulega líkamsæfingar eða aðrar íþróttir að meðaltali fimm sinnum í viku. Blóð- og þvagrannsóknir Blóðrauði (Hb = 139 g/L), fjöldi hvítra blóðkorna (6,3 x 109/L) og blóðflögur (258 x 109/L) voru innan eðlilegra marka. Meðaltalsstyrkur þvag- og blóðgilda hvað varðar kalsíumbúskap var innan eðlilegra marka að frátöldu kalsíum í þvagi sem var að meðaltali 2,4 mmól/24 klst og helmingur sjúklinga (56%) reyndust með umreiknað sólarhringsgildi undir viðmiðunarmörkum (2,5 - 7,5 mmól/24 klst). Þegar kalsíumútskilnaður var metinn miðað við kreatínínúthreinsun (þ-kalsíum/þ-kreatínín), reyndist eingöngu einn sjúklingur hafa hækkað kalsíum/kreatínín hlutfall í þvagi (< 0,59 mmol/ 538læknablaðið 2007/93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.