Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 17

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 17
FRÆÐIGREINAR / HERSLISMEIN en jafnaldrar (meira en eitt staðalfrávik frá ald- ursviðmiðum). Álykta má því frá okkar rannsókn og fyrri sambærilegum rannsóknum að sjúklingar með herslismein hafi aukna tilhneigingu til bein- taps og beinþynningar. Athyglisvert er að þrátt fyrir að hópurinn í heild sé ekki með beinþynningu samkvæmt beinþéttni- mælingum, hafði meira en helmingur þátttakenda beinbrotnað og margir oftar en einu sinni. Þetta er líklega hærri brotatíðni en meðal jafnaldra íslendinga, en staðlaðar brotatölur eru þó ekki fyrirliggjandi hér á landi. Orsök þessara beinbrota er því ekki unnt að skýra út frá beinþéttnigildum né auknu beinumbroti. Hinsvegar mætti leiða að því rök að sjúkdómurinn og barksterameðferðin hafi neikvæð áhrif á uppbyggingu beinsins, það er beingæðin, og sé meginástæða þessara beinbrota. Frekari rannsóknir á þessu sviði eru nauðsynlegar, en til þess að skoða innri uppbyggingu beinsins þarf annarsvegar að taka vefjasýni frá beini eða framkvæma háupplausnar tölvusneiðmyndatöku. Rannsókn okkar er á tvennan hátt ólík fyrri rannsóknum. I fyrsta lagi er allt íslenska sjúklingaþýðið boðað til þátttöku án sérhæfra útilokunarskilyrða. I annan stað eru bæði karlar og konur í okkar rannsókn, en eingöngu konur í fyrri rannsóknum. Þetta er mikilvægt í ljósi þess að helmingur karlanna í rannsókninni hafði merki um beinþynningu. Þá framkvæmdum við ítarlegt við- tal með tilliti til áhættuþátta og mældum fjölmarga beinumsetningarvísa sem endurspeglar uppbygg- ingu og niðurbrot beina.Takmarkanir okkar rann- sóknar er annarsvegar lítill sjúklingahópur og hóp- urinn er margbreytilegur með tilliti til meðferðar og sjúkdómseinkenna hinsvegar, því er erfitt að fá marktækar niðurstöður, en fyrri rannsóknir á þessu sviði eru sömuleiðis fámennar. Meginniðurstöður eru að kanna verður bein- þéttni allra sjúklinga með herslimein, óháð öðrum áhættuþáttum. Þar sem orsakir beinþynningar hjá þessum sjúklingahópi geta verið margslungnar verður að kanna með frekari rannsóknum und- irliggjandi ástæður og leiðrétta ef kostur er. Þá er nauðsynlegt að tryggja fullnægjandi beinvernd þessara sjúklinga, hvort sem um er að ræða fyrsta eða annars stigs forvörn, sem og meðferð við ein- kennagefandi beinþynningu, það er þeirra sem eru með beinþynningu og sögu um beinbrot. Heimildir 1. Geirsson ÁG, Steinsson K, Guðmundsson S, Sigurðsson V. Fjölkerfa-herslismein á íslandi. Læknablaðið 1992; 78:287-91. 2. Mitchell R, Kumar V. Diseases of immunity: Basic Pathology. 7 ed. Stanley Robbins, 2003, Philadelphia: Independence Square West, p.141-143. 3. Generini S, Fiori G, Moggi Pignone A, Matucci Cerinic M, Cagnoni M. Systemic sclerosis. A clinical overview. Adv Exp Med Biol 1999;455:73-83. 4. Neumann K, Wallace DJ, Metzger AL. Osteoporosis-less than expected in patients with scleroderma? J Rheumatol 2000; 27: 1822-3. 5. Serup J, Hagdrup H, Tvedegaard E. Bone mineral content in systemic sclerosis measured by photonabsorptiometry. Acta Derm Venereol 1983; 93:235-7. 6. La Montagna G, Vatti M, Valentini G, Tirri G. Osteopenia in systemic sclerosis. Evidence of a participating role of earlier menopause. Clin Rheumatol 1991; 10:18-22. 7. da Silva HC, Szejnfeld VL, Assis LS, Sato EI. Study of bone density in systemic scleroderma. Rev Assoc Med Bras 1997; 43: 40-6. 8. Di Munno O, Mazzantini M, Massei P et al. Reduced bone mass and normal calcium metabolism in systemic sclerosis with and without calcinosis. Clin Rheumatol 1995; 14:407-12. 9. Frediani B, Baldi F, Falsetti P et al. Bone mineral density in patients with systemic sclerosis. Ann Rheum Dis 2004; 63:326- 7. 10. Carbone L, Tylavsky F, Wan J, McKown K, Cheng S. Bone mineral density in scleroderma. Rheumatology 1999; 38:371-2. 11. Consensus Development Conference. Diagnosis, prophylaxis, and treatment of osteoporosis. Am J Med 1992; 6:852-7. 12. Gudbjornsson B, Júlíusson UI,Gudjónsson FV.The prevalence of long term steroid therapy and the frequency of decision making to prevent steroid-induced osteoporosis in daily clinical praxis. Ann Rheum Dis 2002; 61:32-6. 13. Mazanec DJ, Grisanti JM Drug-induced osteporosis. Cleve Clin JMed 1989; 56:297-303. 14. La Montagna G, Sodano A, Capurro V, Malesci D, Valentini G. The arthropathy of systemic sclerosis: a 12 month prospective clinical and imaging study. Skeletal Radiol. 2005; 34:35-41. 15. Roodman GD. Role of cytokines in the regulation of bone resorption. Calcif Tissue Int. 1993; 53 (Suppl 1): S94-8. 16. Lundberg AC, Akesson A, Akesson B. Dietary intake and nutritional status in patients with systemic sclerosis. Ann Rheum Dis 1992;51:1143-8. 17. Clements PJ, Lachenbruch P, Seibold J, et al. Inter and intraobserver variability of total skin thickness score (modifíed Rodnan TSS) in systemic sclerosis. J Rheumatol 1995; 22: 1281. 18. Ellis KJ. Human Body Composition: in Vivo Methods. Physiol Rev 2000; 80:649-80. 19. Ólafsdóttir E. Handbók rannsóknardeildar Landspítalans. Vol. 4.1996, Reykjavík: Landspítalinn. 20. Graham Russell, Introduction: bone metabolism and its regulation (p.1-26); Caren M Gundberg, Osteocalcin (p. 65- 72): Bone Markers, Richard Eastell, M.B., Nicholas R. Hoyle, Lothar Wieczorek. 2001, London: Martin Dunitz. 21. Stephen G. Chaney. Principles of nutrition II: Micronutrients: Textbook of Biochemistry with clinical correlations. 5 ed. Devlin T.M., 2002, New York: Wiley-Liss, p. 1137-1168. 22. Geirsson AJ, Wollheim FA, Ákesson A. Disease severity of 100 patients with systemic sclerosis over a period of 14 years: using a modified Medsger scale. Annals of the Rheumatic Diseases 2001;60:1117-20. 23. Krabbameinaskrá 1986-1989. Persónulegar upplýsingar frá Laufeyju Tryggvadóttur og Elínborgu Ólafsdóttur. Læknablaðið 2007/935 41

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.