Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.07.2007, Qupperneq 21
FRÆÐIGREIN / LÍKNARDRÁP Forvígismenn líknardráps setja málið oft fram á þeim forsendum að geti sjúklingurinn ekki beðið um líknardráp þá fái hann engu um sinn dauða ráðið. En það gleymist að sjúklingar fá heilmiklu ráðið um það hvenær þeir deyja. Þeir geta hafnað meðferð þegar þeir vilja, hafnað næringu eða beðið um aukin verkjalyf og þar með hugsanlega flýtt dauða sínum innan þess kerfis sem nú er við lýði án þess að gera kröfur á aðra að deyða sig. Siða- og starfsreglur lækna og hjúkrunarfræðinga Líknardráp samræmist heldur ekki grundvallar siðferðis- og faglegum skyldum lækna. Þar er höf- uðskylda að vernda lífið og virða það. Eftirfarandi segir Vilhjálmur Arnason um mögulega líkn- ardrápslöggjöf. „Mér virðist að slík löggjöf setji heilbrigðisstarfsfólk í óþolandi stöðu með því að œtla þeim að grípa til aðgerða sem hafa dauða sjúklinga gagngert að markmiði. Slíkt athæfi gengar gegn grundvallarlögmálum lœknislistar og hjúkrunar eins og þatt hafa mótast í langri sögu þessara starfsgreina. “ (8). Líknardrápslöggjöf gæti því hæglega grafið undan trausti því sem borið er til starfstéttanna. Auk þess er það mikilvægt að starfsreglur séu tiltölulega einfaldar og reglur skýrar. Störfin eru alveg flókin fyrir og óæskilegt er ef of mörg vafaatriði eru í hverjum aðstæðum fyrir sig. Þetta segir Valgerður Sigurðardóttir, yfir- læknir á líknardeild Landspítalans, um líknardráp: „Ég er alfarið á móti líknardrápi. Það er andstœtt mínttm hugmyndum um lœknishlutverkið að ég eigi að deyða fólk. Ég lít ekki svo á að það eigi að vera raimvertilegur kostur. Það hljóta að gilda sömtt lög fyrir mig og alla aðra í þjóðfélaginu að það ersaknœmt að taka líf.“ (2). Hér er lýst skoðun læknis sem fæst einna mest við meðferð við lok lífs á Islandi. En hver er vilji heilbrigðisstarfsfólks? Umræður í íslensku þjóðfélagi um líknardráp hafa verið af skornum skammti og aðeins ein íslensk könnun er til þar sem heilbrigðisstéttir eru spurð- ar um viðhorf sín þar að lútandi. Árið 1995 gerði Elsa B. Valsdóttir, þáverandi læknanemi, athugun þar sem spurt var um ýmis siðfræðileg álitamál er varða takmörkun meðferðar við lífslok og birtust niðurstöður í Læknablaðinu árið 1997. í könn- uninni var meðal annars spurt hvort viðkomandi teldi líknardráp réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum. Sendur var spurningalisti til 184 lækna og 239 hjúkrunarfræðinga af Landspítala og Borgarspítala. Svör bárust frá 234 eða 55% þeirra sem voru spurðir. Þegar spurt var hvort líknardráp væri að þeirra mati réttlætanlegt undir einhverjum kringumstæðum svöruðu 5% lækna því játandi og 9% hjúkrunarfræðinga en einungis 2% svarenda gátu hugsað sér að verða við slíkri ósk (3). Er þetta nokkuð afgerandi viðhorf gegn líknardrápi. Þó að rannsóknin sé ekki alveg ný af nálinni, má gera ráð fyrir því að viðhorf lækna séu enn í dag nokkuð svipuð. Hvað segja Alþjóðasamtök lækna um líkn- ardráp? Þau hafa svo sterklega verið á móti lfkn- ardrápi að það jaðrar við fordæmingu og hafa fulltrúar Hollands oft fengið það óþvegið á þingum samtakanna. Eftirfarandi tillaga var samþykkt á fundi Alþjóða-félags lækna í Divonne-les Bains, Frakklandi árið 2001: „Fram var borin tillagafrá norska lœknafélagintt þar sem áréttað var álit Alþjóðafélags lœkna í fyrri ályktunum að líknardráp væri undir engum kring- umstœðum réttlœtanlegt. Þessi ályktun var viðbragð samtakanna við nýsettum lögum í Hollandi sem leyfa líknardráp undir vissum, ströngum kringum- stœðum og var hún samþykkt með öllum atkvœð- um gegn atkvœði hollenska fulltrúans. Gagnrýnin sem fulltrúi Hollands fékk var svo ákveðin og hörð, að formaður stjórnarinnar sá ástæðu til að minna fulltrúa á að sýna hver öðrum kurteisi. Það er hins vegar staðreynd sem ekki er hægt að horfa framhjá að hollenska lœknafélagið var samþykkt setningu laganna og að umræða af þessu tagi á sér stað víðar í heiminum. “ (9) Sjaldgæf beiðni Beiðni um líknardráp er sjaldgæf. Hví eiga óskir örfárra að hafa jafn mikil áhrif á alla hina? Að vissu leyti væri það minnihlutahópur sem kúgaði þá sem væru á annarri skoðun. Eftirfarandi segir Valgerður: „Ég hef unnið við krabbameinslœkn- ingar í 15-20 ár. Ég hef meðal annars unnið með fólki í samtalsmeðferð sem á í miklum andlegum erfiðleikum vegna þess að það er komið með krabbamein. Stóran hluta afþeim tíma hefég unnið með deyjandi sjúklingum og ég get samt talið þá sjúklinga á fingrum annarrar handar sem hafa sett fram þá ósk að þeim yrði hjálpað til að deyja. “ (2). Hafa ber þó í huga að fjöldi beiðna til lækna um líknardráp ræðst að miklu leyti af því hvort það er löglegt eður ei og þeirri umræðu sem hefur farið fram í þjóðfélaginu hverju sinni. Einstök tilfelli Einstök lilfelli eru rnikið notuð til að réttlæta líkn- ardráp. Að mínu mati er vafasamt að álykta um of út frá þeim. Þessi tilfelli eru yfirleitt sérstök og „dramatísk” þar sem rnikil samúð skapast með sjúklingnum og aðstæðum hans. Auðvelt er að setja sig í spor sjúklingsins og hrífast með rök- stuðningi hans. Þetta eru tilfelli þar sem líknardráp Læknablaðið 2007/93 5 4 5

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.