Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2007, Síða 32

Læknablaðið - 15.07.2007, Síða 32
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GEÐLÆKNINGAR Yfirlæknir geðgjörgæsludeildar Árið 2003 urðu lalsverð kaflaskil á ferli Páls þar sem hann varð yfirlæknir á endurhæfingardeild í Bromley í London og hlutverk hans var að stýra teymi í samfélagslækningum. „Þetta var í raun- inni tímabundið verkefni sem fólst í því að breyta frekar gamaldags skipulagi yfir í skilvirkara net endurhæfingar utan spítala og inn á geðdeildir, jafnframt því að sinna klínískt þungum hópi ein- staklinga ineð mikla skerðingu, þar sem markmið- ið var að koma þeim í sem mesta virkni. Þetta tókst vel og ég var með mjög gott þverfag- legt teymi af sérfræðingum, hjúkrunarfræðingum, iðjuþjálfum, sálfræðingum og félagsráðgjöfum. Árið 2004 var mér boðið að verða yfirlæknir á Huntercombe Roehampton spítalanum í suðvest- ur London sem sinnir geðgjörgæslu og réttargeð- lækningum. Þetta var dálítið skref frá því sem ég hafði hvað mest verið að fást við en ég hafði þó bakgrunn bæði í að byggja upp nýja þjónustu ogí geðlyfjafræði en þarna var um að ræða nýja deild meðskammtímavistun fyrir mjögalvarlega veikl fólk sem þarf á mannúðlegri en öruggri meðhöndl- un að halda ásamt markvissri lyfjagjöf meðan það kemst yfir mestu krísuna í sínum veikindum. Þetta var svokallaður “independent” spítali, byggður af einkaaðilum en sinnti eingöngu sjúklingum úr op- inbera kerfinu sem vísað var til okkar. Þessa þjónustu byggði ég upp frá grunni og kom ég bæði að innri hönnun spítalans sjálfs og rekstri deildarinnar. Þetta tókst svo vel hjá okkur að við fengum verðlaun 2004 fyrir best hannaða spítalann og árið 2005 fékk teymið mitt á spít- alanum verðlaun Nationallnstitute of Mental Health in England fyrir verkefni sem við unnum og byggðist á því að reyna að auka hlut sjúkling- anna og aðstandenda þeirra í ákvarðanatöku um meðferð. Það er meira en að segja það því á geð- gjörgæsludeild er fólk í alls kyns ástandi og oftast er því haldið gegn vilja sínum svo ef manni lekst að auka áhrif sjúklinganna á meðferðina þá hlýtur þetta að vera hægt annars staðar Og það sýndi sig þetta var hægt. Mitt starf byggðist talsvert á að byggja upp kerfi gæðastjórnunar og „clinical governance”: að fylgjast með því að við værum að ná þeim markmiðum sem við höfðum sett okkur. Það gekk vel og áður en yfir lauk var ég farinn að sinna gæðastjórnunarmálum fyrir alla 13 spítala þessa spítalahóps, auk minna klínísku starfa og forsvari fyrir lyfjanefnd". Næsta brýna verkefnid „Þarna hef ég semsagt verið síðan 2004 og spítalinn hefur gengið mjög vel. Það blundaði nú samt alltaf í mér að koma heim og starfa hér og áhugi rninn beindist m.a. að geðgjörgæslu en það mun vera gerl ráð fyrir henni í hönnunhins nýja Landspítala. Hinsvegar held ég að þar sem skóinn kreppir mest hér heima sé í samfélagsgeðlækningum en við það fag hef ég langmest fengist klínískt þarna úti. utan síðustu þrjú árin. Það er sláandi að ekki skuli vera til staðar net þeirra aðila sem vinna að geðlækning- um í samfélaginu. Mér er hinsvegar Ijóst að mörg stór skref hafa verið stigin í samfélagsgeðlækning- um hér á landi á undanförnum árum og sérfræð- ingarnir innan þjónustunnar þekkja auðvitað vel lil samfélagsgeðlækninga eins og þær eru stund- aðar í löndunum í kringum okkur, Bretlandi ekki hvað síst. Eg tel hins vegar að eftir það brautryðj- endastarf sem hefur verið unnið þurfi næsta frum- kvæði að aukningu á samfélagsgeðlækningum að koma frá geðdeild Landspítalans og mér heyrðist á Hannesi Péturssyni prófessor í erindi áhundrað ára afmælisþingi Klepps sem haldið var nú um daginn að það væri næsta brýna verkefnið sem geðsvið Landspítalans þarf að takast á við.” I erindi sem Páll hélt á þinginu vitnaði hann í grein frá árinu 1870 þar sem leiddar eru líkur að því að geðsjúkum gagnist best að njóta þjónustunnar utan stofnana. Þróunin framan af 20. öldinni var þó á hinn veginn og það er ekki fyrr en um öld síðar sem þetta sjónarmið hefur orðið ofan á að nýju. Hvað veldur? „Lengst af voru meðferðaúrræðin mjög tak- mörkuð en með tilkomu nýrra geðlyfja þá breyt- ist þetta og meðferð fer að batna og möguleikar sjúklinga til þátttöku í samfélaginu verða meiri. Iðjuþjálfun og félagsráðgjöf koma einnig til sög- unnar og með markvissri þjálfun sjúklinga eykst færni þeirra til samfélagsþátttöku. I þriðja lagi breyttust viðhorf og það taldist ekki lengur mann- úðlegt að loka fólk inni til langframa, jafnvel þótt í fallegu umhverfi væri! Þessi þróun var meiri sumstaðar en annars stað- ar t.d. var gengið svo langtá sumum svæðum Italíu að loka öllum geðdeildum seint á 8. áratugnum með mjög slæmum afleiðingum þar sem ekkert var búið að byggja upp í staðinn en rökin voru þau að ómannúðlegt væri að loka fólk inni vegna veikinda. Víðast hvar annars staðar var þetta gert af meiri skynsemi og hefur skilað mjög góðum árangri. Hvers vegna þetta hefur ekki gerst hér á landi veit ég satt að segja ekki en það er alveg ljóst að flestar þjóðir í Vestur-Evrópu eru komnar mun lengra á þessu sviði en við. En þessi þróun er ekki eingöngu bundin við geðlækningar. Fyrir nokkrum áratugum lagðist fólk inn á spítala í marga daga fyrir aðgerðir sem nú eru gerðar á stofum út í bæ og taka aðeins part úr degi. Hið sama á við um geðlækningar. Við höfum aðgang að góðum lyfjum, teymi sérfræðinga vinna saman 556 Læknablaðið 2007/93

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.