Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.07.2007, Side 33

Læknablaðið - 15.07.2007, Side 33
UMRÆÐA & FRÉTTIR / GEÐLÆKNINGAR Páll Matthíasson var meðal frummœlanda á málþingi í tilefni aflOO ára afmœli Kleppsspítala. að þjónustunni og halda fólki gangandi utan stofn- ananna. Möguleikinn á innlögn þarf þó alltaf að vera til staðar svo ekki er hægt að leggja stofn- anirnar niður. Pað er í rauninni enginn ágreiningur um þetta því nánast allir íslenskir geðlæknar hafa stundað framhaldsnám í Bretlandi, Skandinavíu eða Bandaríkjunum og þekkja vel til samfélags- lækninga og íslenskir iðjuþjálfar hafa flestir lært í Danmörku sem stendur mjög framarlega á þessu sviði. Þekkingin er því til staðar og þetta er það sem samtök notenda og aðstandenda hafa verið að óska eftir í talsverðan tíma en kannski skortir herslumuninn á hinn pólitíska skilning og það er ástæða þess að ég lagði áherslu á það í erindi mínu að allir sem málið varðar hittist og ræði saman.” Páll tók einmitt sérstaklega fram í erindi sínu að við það borð sé ætíð pláss og einfaldast að sækja nýjan stól fyrir þá sem vilji taka þátt í umræðunni. „Spítalaþjónustan er í mjög góðu horfi að mörgu leyti. Að auki stöndum við jafnfætis því besta sem þekkist í meðhöndlun vægari geðsjúkdóma og stofunet geðlækna, sálfræðinga og fleiri aðila sem byggist á því að sjúklingar séu færir um að mæta á ákveðinn stað á ákveðnum tíma og borga fyrir tímann sinnir þessum hópi mjög vel. Þetta kerfi er í mjög góðu horfi. Varðandi þyngri geðsjúkdóma þar sem sjúk- lingar geta ekki staðið undir þessum kröfum og meðhöndlunin kallar á þverfaglega nálgun margra fagaðila og snýst um að hjálpa þessum einstakling- um að fóta sig í samfélaginu stöndum við okkur ekki eins vel. Þar gætum við gert betur og það hlýtur að vera forgangsverkefni á næstu árum.” Heilsa og sjúkdómar í kynjaspegli Það fræðasvið sem snýst um að greina áhrif kyns á heilsu, hvort sem er vegna líffræðilegs munar eða félagslegra aðstæðna, er í örum vexti. Hafa nú þegar verið haldin þrjú alþjóðleg þing um “Gender-specific Medicine” eða kyngreinda læknisfræði.Til að vekja athygli á þessum fræðum stóð Félag kvenna í læknastétt á Islandi fyrir mál- þingi um efnið á Læknadögum 2007. Ekki skortir áhuga íslenskra lækna á að fræðast nánar og hitt- ist þessi fríði hópur á þingi í Róm á þingi undir yf- irskriftinni “Gender specific medicine and aging, the endocrine impact.” Á myndinni eru,frá vinstri Lilja Sigrún Jónsdóttir, Ólöf Sigurðardóttir, htgibjörg Georgsdóttir, Björgvin Bjamason, Kristjana Kjartansdóttir, Friðný Jóhannesdóttir, Pálmi V. Jónsson, Margrét Georgsdóttir, Elín Ólafsdóttir og Katrín Fjeldsted. Fjórir íslenskir lœknar til viðbótar voru þátttakendur en fjarverandi við myndatökuna. Læknablaðið 2007/93 557

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.