Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 7

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 7
Jón Gunnlaugur Jónasson jongj@landspitali.is Höfundur er sérfræðingur í líffærameinafræði á Landspítala, yfirlæknir Krabbameinsskrár Krabbameinsfélags Islands eg prófessor við læknadeild Hl, Screening for breast cancer reduces mortality Jón Gunnlaugur Jónasson, MD, Consultant Histopathologist at the Dpt. of Pathology Landspítali University Hospital, Medical Director of the lcelandic Cancer Registry, Professor at the Faculty of Medicine, University of lceland RITSTJÓRNARGREINAR Hópleit að brjóstakrabbameini ber árangur Krabbamein í brjóstum er langalgengasta krabba- mein kvenna á Islandi, eins og í öðrum vestrænum löndum, og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum (1). Þessi æxli eru um 30% allra krabbameina hjá konum og á hverju ári greinast um 180-190 ný brjóstakrabbamein hér á landi. Um tíunda hver kona getur búist við að fá slíkt æxli einhvern tímann á lífsleiðinni. A síðast- liðnum áratugum hafa horfur sjúklinga batnað mikið. Þó lífshorfur þeirra sem greinast hér á landi séu þær bestu eða samsvarandi þeim bestu í heim- inum (2), ber þess að minnast að um 30-40 konur deyja árlega úr sjúkdómnum (1). Horfur sjúklinga og árangur meðferðar fer mest eftir hversu útbreiddur sjúkdómurinn er við grein- ingu. Því er mikilvægt að greina æxlin snemma, einkum áður en þau hafa náð að dreifa sér. I þeim tilgangi hófst skipuleg hópleit að brjóstakrabba- meini með brjóstamyndatöku á íslandi árið 1987. Leitarstöð Krabbameinsfélags Islands (KI) hefur séð um leitina frá upphafi og hefur öllum konum á aldrinum 40-69 ára verið boðið að koma í brjósta- myndatöku á tveggja ára fresti, en eldri konur eru einnig velkomnar. Meginmarkmið hópleitar að brjóstakrabbameini er að lækka dánartíðni vegna sjúkdómsins. Ekki er að búast við að leitin fækki greindum tilfellum þar sem hún beinist fyrst og fremst að því að uppgötva æxli sem myndast hafa en í minna mæli að greiningu og meðhöndlun forstiga meinanna. Að þessu leyti er skimun fyrir brjóstakrabbameini frábrugðin hópleit að legháls- krabbameini. Gagnrýni hefur komið fram á skimun fyrir krabbameinum, þar á meðal brjóstakrabbameini. Það er áleitin siðferðileg spuming hvort réttlæt- anlegt sé að boða fólk sem ekki kennir sér meins í sjúkdómaleit og slíkt kostar vissulega fjármuni. Vísindarannsóknir sem benda til að leit að brjósta- krabbameini beri árangur eru einkum íhlutandi rannsóknir með slembiskiptingu (randomized trials). Akvarðanir um að hefja hópleit að brjósta- krabbameini hafa einkum byggst á niðurstöðum slíkra rannsókna. Um síðustu aldamót tóku að birt- ast efasemdir, einkum frá tveimur dönskum með- limum Cochrane Collaboration, sem gagnrýndu aðferðafræði slíkra íhlutandi rannsókna og drógu í efa að skimun skili raunverulega tilætluðum ár- angri. í nýjasta yfirliti sínu hafa þessir höfundar þó viðurkennt niðurstöður slíkra rannsókna (3). Vissulega er nauðsynlegt að hlusta á gagnrýni og vega og meta hvort leit að krabbameinum eigi rétt á sér. Því er mjög brýnt að árangur leitar sé metinn með vísindalegri aðferðafræði. í nýlegu tölublaði Acta Radiologica birt- ust niðurstöður samvinnuverkefnis starfsfólks Krabbameinsfélags Islands og faraldsfræðistofn- unar í London, þar sem árangur brjóstakrabba- meinsleitar á Islandi var metinn (4). Um er að ræða svokallaða tilfellaviðmiðarannsókn (case control study) þar sem 226 konur sem látist hafa úr brjóstakrabbameini ásamt 902 viðmiðum sem ekki hafa látist úr sjúkdómnum voru bornar saman með tilliti til mætingar í leit að brjósta- krabbameini. Helsta gagnrýni á slíkar rann- sóknir er hætta á bjögun (bias), til dæmis hvað varðar sjálfval. í þessari rannsókn var leiðrétt fyrir þekktri bjögun (4). Niðurstöður benda til að dánartíðni kvenna sem mæta í skipulega leit að brjóstakrabbameini á vegum Leitarstöðvar KÍ sé 35-40% lægri en hjá þeim sem ekki mæta. í sama tölublaði er ritstjórnargrein sem vekur athygli á niðurstöðunum, en þær eru í samræmi við aðrar nýlega birtar rannsóknir. Niðurstöðumar eru mjög mikilvægt framlag í það stöðuga mat sem þarf að fara fram á árangri leitarinnar. Til þess að unnt sé að vinna rannsóknir á árangri hópleitar að krabbameinum er nauðsynlegt að hafa lýð- grundaða skráningu allra krabbameina eins og er fyrir hendi hjá Krabbameinsskrá KÍ, en einnig er mikilvægt að slík leit sé með miðlægri stjórnun, skipulagningu og skráningu þannig að nauðsyn- legar upplýsingar séu til reiðu fyrir nákvæmt uppgjör á árangri. Vert er að hafa það í huga við hópleit að ristilkrabbameini sem fyrirhugað er að hefja á næstunni. Heimildir 1. Jónasson JG, Tryggvadóttir L. Krabbamein á íslandi. Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands 50 ára. (Ritstjórar). Krabbameinsfélagið, Reykjavík 2004. www. krabbameinsskra.is 2. Berrino F, Angelis DA, Sant M, et al. Survival for eight major cancers and all cancers combined for European adults diagnosed in 1955-99: results of the EUROCARE-4 study. Lancet Oncol 2007; 8: 773-83 3. Götzsche PC, Nielsen M. Screening for breast cancer with mammography (review). The Cochrane Collaboration. www. thecochranelibrary.com 4. Gabe R, Tryggvadóttir L, Sigfússon BF, Ólafsdóttir GH, Sigurðsson K, Duffy SW. A Case-Control Study to Estimate the Impact of the Icelandic Population-Based Mammography Screening Program on Breast Cancer Death. Acta Radiologica 2007; 48: 948-55. LÆKNAblaðið 2008/94 99
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.