Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.02.2008, Page 25

Læknablaðið - 15.02.2008, Page 25
FRÆÐIGREINAR STOFNFRUMUR Notkun stofnfrumna til rannsókna og lækninga á taugasjúkdómum Ólafur Á. Sveinsson1 námslæknir í taugalækningum Þórarinn Guðjónsson2 frumulíffræðingur Pétur Henry Petersen3 taugalíffræðingur Lykilorð: Stofnfrumur, stofnfrumur úr fósturvísum, taugastofnfrumur, Parkinsonsjúkdómur, mænuskaði. Ágrip Lengi hefur verið talið að taugafrumur manna hefðu enga eða takmarkaða hæfileika til end- urnýjunar. Nánast var um kennisetningu að ræða þrátt fyrir að endurnýjun taugafrumna væri að einhverju leyti þekkt til dæmis hjá fuglum og froskum. Það var svo á miðjum tírrnda áratug síðustu aldar að vísindamenn komust að því að á vissum svæðum í mannsheilanum færi fram end- urnýjun taugafrumna. í framhaldi af þessu var staðfest að taugavefur manna inniheldur stofn- frumur. Eru þær taldar líkjast þeim frumum sem eru uppnmi taugakerfisins í fósturþroska. Miklar væntingar eru bundnar við notkun stofnfrumna til lækninga á ýmsum sjúkdómum. I grundvall- aratriðum eru tvær megin leiðir mögulegar til að nálgast þetta markmið. Annars vegar er það rækt- un stofnfrumna utan líkama sem svo eru græddar í sérhæfðu eða ósérhæfðu ástandi í sjúkling í þeim tilgangi að lækna vefjaskaða. Hins vegar eru rann- sóknir á umhverfi stofnfrumna. Aukin þekking á umhverfi vefjastofnfrumna og á þáttum sem stuðla að endurnýjun og sérhæfingu þeirra gæti leitt til þess að hægt sé að örva vefjastofnfrumur sjúklingsins og efla þannig hin innlægu viðgerð- arferli sem gera líkamanum kleift að takast á við sjúkdóma eða slys með áhrifaríkari hætti en áður. Markmið þessarar greinar er að gefa stutt yfir- lit yfir stöðu mála og framtíðarsýn hvað varðar rannsóknir á taugastofnfrumum og mögulega nýtingu þeirra til lækninga á sjúkdómum á borð við Parkinsonsjúkdóm, hreyfitaugungahrörnun og mænuskaða. Inngangur Það var lengi viðhorf flestra fræðimanna í tauga- vísindum að taugafrumur manna hefðu enga eða takmarkaða hæfileika til endurnýjunar. Nánast var um kennisetningu að ræða þrátt fyrir að end- urnýjun taugafrumna hefði verið lýst hjá fuglum og froskum. Sýnt hafi verið fram á að zebrafink- ur (Taeniopygia guttata) mynda nýjar starfrænar taugafrumur í tengslum við að læra ný sönglög á vorin (1-2). Lengi var þó haldið að hér væri um eig- inleika að ræða er einungis lægri dýr byggju yfir. Það var svo á miðjum tírmda áratug síðustu aldar að vísindamenn komust að því að á vissum svæð- um í mannsheilanum væri einnig um endumýjun ■BIENGLISH SUMMARYHI Sveinsson ÓÁ, Guðjónsson Þ, Petersen PH Taugalækningadeild Karolinska sjúkrahúsins 2rannsóknastofu í stofnfrumufræöum, líffærafræði, læknadeild HÍ og blóðmeinafræöideild Landspítala, 3rannsóknastofu í taugalíffræði, líffærafræði, læknadeild HÍ. Fyrirspurnir og bréfaskipti: Ólafur Sveinsson, taugadeild Karolinska sjúkrahússins, 171 76 Solna, Svíþjóð. olafur.sveinsson@karolinska.se The application of stem cells for research and treatment of neurological disorders It has long been a common view that neurons in the human central nervous system were not capable of self renewal. But in the mid-1990s scientists discovered that certain areas of the human brain do have the ability generate new neurons, at least under certain circumstances. It was subsecuently confirmed that the human central nervous system contains stem cells similar to the cells which originally give rise to the central nervous system during fetal development. The possible use of stem cells in the treatment of various neurological disorders, holds great promise. However, much research needs to be carried out before stem cell therapy can be moved from the bench to the bedside. Now researchers are pursuing two fundamental strategies to exploit the possible application of stem cells. One is to cultivate stem cells in vitro and to design the right differentiation profile of cells suitable for implantation. The other strategy relies on studying endogenous signals that could stimulate the patient's own stem cells and repair mechanisms. Here we give an overview of neural stem cells and their possible future use in the treatment of neural diseases such as Parkinson's disease, Motor Neuron Disease and Spinal cord injury. Key words: Stem cells, embryonic stem cells, neural stem cells, Parkinson’s disease, spinal cord injury. Correspondence: Ólafur Á Sveinsson olafur.sveinsson@karolinska.se LÆKNAblaðið 2008/94 1 1 7

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.