Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 26

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 26
FRÆÐIGREINAR STOFNFRUMUR taugafrumna að ræða (3). Eins og við var að búast ollu þessar uppgötvanir nokkru fjaðrafoki en loks var staðfest að taugavefur manna inniheldur taugastofnfrumur og að þær hefðu getu til að sér- hæfast í þrjár helstu frumugerðir heilans. í fyrsta lagi taugafrumur (neurons), boðbera taugakerf- isins. í öðru lagi stjarnfrumur (astrocytes) sem eru stoðfrumur taugakerfisins og gegna mikilvægu hlutverki í byggingu, efnaskiptum og jónajafn- vægi miðtaugakerfisins. í þriðja lagi fáhyrnur (oligodendrocytes) sem mynda mýelín, einangr- unarefni miðtaugakerfisins (4-5). Tilvist taugastofnfrumna hefur vakið vonir um að hægt sé að ná betri árangri í lækningu ýmissa taugahrörnunarsjúkdóma á borð við Parkinson- sjúkdóm, hreyfitaugungahrörnun (MND) auk taugaskaða á borð við heilablóðföll og heila- og mænuskaða. Miklar væntingar hafa skapast, ekki síst vegna eðli þessara sjúkdóma og takmarkaðra meðferðarúrræðna sem standa þessum sjúkling- um til boða. Markmið þessarar greinar er að gefa yfirlit yfir stöðu mála og framtíðarsýn hvað varðar rann- sóknir á taugastofnfrumum og mögulegri nýtingu þeirra til lækninga. Stofnfrumugerðir og eiginleikar þeirra Stofnfrumum má skipta í tvo meginflokka eftir uppruna. Annars vegar í stofnfrumur úr fósturvís- um (embryonic stem cells, ES), og hins vegar í vefja- stofnfrumur (adult stem cells, somatic stem cells, tissue stem cells). Stofnfrumur úr fósturvísum hér eftir nefndar ES-frumur, eru ósérhæfðar frumur í rækt sem eiga uppruna sinn úr innri frumumass- anum á kímblöðrustígi fósturþroskunar. Frumur innri frumumassans mynda öll þrjú kímlög fóstursins og eru þar með forverar allra frumna líkamans, þar með talið kímfrumna og annarra vefjastofnfrumna. Megineinkenni ES-frumna og það sem gerir þær frábrugðnar vefjastofnfrumum er að við rétt skilyrði hafa þær hæfni til að mynda frumugerðir allra vefja líkamans og eru auk þess ódauðlegar. Þessir eiginleikar valda því að vís- indamenn binda miklar vonir við hagnýtingu ES-frumna til rannsókna og notkunar í lífverk- fræði, til dæmis í tengslum við vefjauppbyggingu skaddaðra vefja og eirtnig til lyfjarannsókna. Vefjastofnfrumur sjá um viðhald vefja og eru áberandi í vefjum með hraða ummyndun, svo sem í beinmerg, húð og þörmum. A síðari árum hafa vísindamenn komist að því að nánast allir vefir, þar með talinn taugavefur, innhalda ósérhæfðar frumur sem hafi hæfileika til að sérhæfast í flestar frumugerðir tiltekins vefs. Erfiðlega hefur gengið að einangra vefjastofnfrumur og rækta þær í ósér- hæfðu ástandi utan líkama en það er nauðsynlegt svo mögulegt verði að nýta þær til vefjalækninga í náinni framtíð. Rannsóknir á ES-frumum hafa flýtt fyrir rannsóknum á vefjastofnfrumur þar sem sú þekking sem hefur fengist á ræktun ES-frumna hefur eflt grunnþekkingu á líffræði vefjastofn- frumna. Taugastofnfrumur Taugastofnfrumur eru vefjastofnfrumur sem finn- ast helst á tveimur stöðum í martnsheilanum. Annars vegar í kringum heilahólfin í subventri- cular zone (SVZ) og hins vegar í subgranular zone (SGZ) tannfellingu (dentate gyrus) drekans (hippocampus) (6-8). Þegar heilirtn skaddast fjölga stofnfrumur sér á þessum tveimur stöðum og ferðast að vefjaskemmdirtni (4). Það sem stýrir þessu frumuskriði er ekki fyllilega þekkt. Hverjar eru ástæður þess að taugastofnfrumur finnast fyrst og fremst á tveimur ofartnefndum stöðum? í mönnum, en sérstaklega þó í lægri dýrum, er stórt holrúm á milli hliðarhólfa og lyktarklumbu (bulbus olfactorius) (9). í gegnum holrúmið ferðast taugastofnfrumur og taugafor- verafrumur sem sérhæfast í taugafrumur þegar í lyktarklumbuna er komið. Ljóst er að lyktarskynið og endurnýjun þess þjónar mikilvægum tilgangi fyrir lífveruna. Einnig má ímynda sér að mikilvægt sé að hafa stofnfrumur þar sem myndun mirtnis er staðsett, í drekanum. Þess má geta að nýlega hefur komið í Ijós að aðrir staðir í heilanum virðast hafa eirthvern hæfileika til tauganýmyndunar, sér- staklega undir sjúklegum kringumstæðum (10). Dæmi um slíka staði eru rákakjarni (striatum) og heilabörkurinn (neocortex) (11-12). Eirtnig hafa fundist svokallaðar forverafrumur (precursor cells) sem geta sérhæfst í taugafrumur og stjarn- frumur. Forverafrumur hafa verið einangraðar frá sjónhimnu, sjóntaug, undistúku og mænu (10). Forverafrumur hafa takmarkaða endurnýjunar- eiginleika og sérhæfast tiltölulega fljótt í rækt. Vist taugastofnfrumna Vist (niche) vefjastofnfrumna er lykilþáttur í ákvörðun um hvort stofnfrumur endumýist eða sérhæfist. Komið hefur í ljós að fjölgun taugastofnfrumna í drekanum á sér helst stað í nálægð við æðar. Þetta hefur vakið hugmyndir um að það séu þættir úr blóðinu eða frá æðaþelsfrumunum sem hafi áhrif á nýmyndun tauga (neurogenesis). í samræmi við það hefur komið í ljós að þættir sem örva frumuskiptingu æðaþels stuðla einnig að taugamyndun (neurogenesis) (13). Reyndar virðist æðaþel vera 1 1 8 LÆKNAblaðið 2008/94
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.