Læknablaðið - 15.02.2008, Page 27
FRÆÐIGREINAR
STOFNFRUMUR
mikilvægur þáttur í umhverfi stofnfrumna í
hinum ýmsu vefjum, svo sem beinmerg, brisi og
lifur (14-16).
Stjarnfrumur geta einnig haft áhrif á tauga-
myndun, sérstaklega stjarnfrumur frá svæðum
þar sem nýmyndun tauga á sér stað. Þannig hafa
stjarnfrumur frá drekanum meiri hæfni en stjarn-
frumur úr mænu til að örva taugamyndun. Því
virðist uppruni og mögulega gerð stjamfrumn-
anna skipta máli. Hið sama hefur komið í ljós
varðandi stjarnfrumur sem umlykja aðra vist
taugastofnfrumna, til dæmis í kringum heilahólfin
í subventricular zone (17).
Notkun stofnfrumna til vefjalækninga
Meginvandamál við að byggja meðferð á
vefjastofnfrumum úr taugavef er að þær frumur
hafa sterka tilhneigingu til að sérhæfast sjálfkrafa
í ákveðna frumugerð þó þær séu í grunninn
marghæfar. Lifandi taugastofnfrumur er hægt að
fá úr músum skömmu eftir dauða (postmortem)
(18) . Sjá má fyrir sér að það yrði hvorki áreiðanleg
né örugg uppspretta í mönnum. I kjölfarið
þarf svo að fjölga frumunum áður en þær eru
ígræddar. Einnig er óvíst hvort dugar að ígræða
þær í miðtaugakerfið, til dæmis í mænuholið eða
heilahólfin, eða hvort ígræða verði beint þangað
sem taugaskaði eða taugadauði hefur átt sér stað.
Einnig er óvíst hvort dugi að ígræða þær einar
og sér eða hvort nauðsynlegt sé að gefa samtímis
hjálparefni (adjuvant) sem glæðir ónæmiskerfið
(19) .
Ólíkt vefjastofnfrumum er auðveldara að halda
ósérhæfðum ES-frumum í rækt með skilgreindum
boðefnum og þekkingu á líffræði stofnfrumna. Til
að hægt sé að græða stofnfrumur í heila þarf að
tryggja að þær sérhæfist ekki yfir í frumur með
óæskilega svipgerð, svo sem bein eða vöðvafrum-
ur, og enn mikilvægara er að tryggja að frumurnar
myndi ekki furðuæxli (teratome) eða aðrar æxl-
isfrumur. Til að geta tryggt slíkt er þörf á auknum
grunnrannsóknum sem miða að því að skilgreina
þá vaxtarþætti og þá boðferla sem stýra sérhæf-
ingu frumna í ákveðnar frumugerðir. Einnig er
nauðsynlegt að skilgreina það örumhverfi (micro-
environment) sem umlykur frumurnar.
Eins og minnst var á að ofan eru miklar
væntingar bundnar við notkun stofnfrumna til
lækninga á ýmsum taugasjúkdómum. I grund-
vallaratriðum eru tvær höfuðleiðir mögulegar til
að nálgast þetta markmið:
Annars vegar að rækta og sérhæfa frumur utan
líkama sem í kjölfarið eru græddar í sjúklinginn.
Annaðhvort er þá hægt að stýra stofnfrumum í átt
að æskilegri sérhæfingu fyrir ígræðslu eða þá að
ígræða óþroskaðar frumur í vefi og reiða sig á að
aðstæður í vefjum beini þroska frumnanna í rétta
átt. Vísindamenn eru að prófa sig áfram í þessum
tilgangi, bæði með ES-frumur og vefjastofnfrum-
ur, en öfugt við ES-frumur þá gengur illa að rækta
ósérhæfðar vefjastofnfrumur utan líkama. Hins
vegar að skilgreina betur umhverfi stofnfrumna
og þá vaxtarþætti, hormór, boðefni og aðra þætti
sem hjálpa taugafrumum að lifa og sérhæfast. Með
inngjöf slíkra hvata væri mögulegt að örva þær
vefjastofnfrumur sem fyrir eru hjá sjúklingum.
Með því væri reynt að efla hinn innlæga (endo-
genous) viðgerðarferil sem gerir líkamanum
betur kleift að takast á við sjúkdóma eða slys með
áhrifaríkari hætti en áður.
Fjöldi taugasjúkdóma hafa verið rannsak-
aðir með tilliti til mögulegrar stofnfrumumeð-
ferðar. Hér gefst ekki ráðrúm til að tíunda allar
þær rannsóknir en til að nálgast viðfangsefnið
verða tekin dæmi af þremur taugasjúkdóm-
um: Parkinsonsjúkdómi, hreyfitaugungahrörnun
(MND) og mænuskaða.
Parkinsonsjúkdómur
Parkinsonsjúkdómur hefur hvað mest verið rann-
sakaður af taugasjúkdómum með tilliti til ígræðslu
fósturvefsfrumna eða stofnfrumna. Sjúkdómurinn
er að mörgu leyti hentugur fyrir stofnfrumulækn-
ingar í samanburði við aðra taugasjúkdóma því
meingerð hans er vel þekkt og vefjaskemmdir eru
afmarkaðri og staðbundnari en í flestum öðrum
taugasjúkdómum, til dæmis hreyfitaugunga-
hrömun (MND) eða Alzheimersjúkdómi.
f Parkinsonsjúkdómi deyja dópamínmynd-
andi taugafrumur á svæði sortuvefs (substantia
nigra) heilans. Taugafrumur sortuvefsins tengjast
djúphnoðrum heilans (basal ganglia), nánar til-
tekið í rákakjarna (striatum), sem er samsettur úr
rófukjarna (n.caudatus) og gráhýði (putamen). I
Parkinsonsjúkdómi verður frumudauði á tauga-
fmmum sem losa boðefnið dópamín á viðtaka-
frumur í rákakjarna. Við það minnkar losun
dópamíns sem leiðir af sér einkenni Parkinson-
sjúkdómsins sem eru vel þekkt. Meginmeðferð
sjúkdómsins er fólgin í uppbót með lyfinu levó-
dópa sem líkaminn breytir í dópamín. Framan af í
sjúkdómsferlinu virkar lyfið yfirleitt vel en síðar í
ferlinu hefst hin erfiða togstreita milli virkni lyfs-
ins og aukaverkana þess.
Notkun stofnfrumna til lækninga í
Parkinsonsjúkdómi
Umræðan hér að ofan sýnir að þörf er á endurnýj-
anlegri uppsprettu frumna sem geta sérhæfst yfir
LÆKNAblaðið 2008/94 1 1 9