Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Síða 43

Læknablaðið - 15.02.2008, Síða 43
Ú R P UMRÆÐUR O G FRÉTTIR ENNA STJÓRNARMANNA LÍ Þórarinn Guðnason thorgudn@landspitali.is Stjórn LÍ Birna Jónsdóttir, formaður Sigurður E. Sigurðsson, varaformaður Sigurveig Pétursdóttir, gjaldkeri Sigríður Ó. Haraldsdóttir, ritari Elínborg Bárðardóttir Kristján G. Guðmundsson Sigurður Böðvarsson Sigurdís Haraldsdóttir Þórarinn Guðnason í pistlunum Úrperma stjórnarmanna LÍ birta þeir sínar eigin skoðanir en ekki félagsins. Sjö hundruð látast úr hjarta- og æðasjúkdómum árlega Hjarta- og æðasjúkdómar eru langalgengasta dán- arorsök á íslandi þrátt fyrir góðan árangur á um- liðnum árum í forvörnum og meðferð sjúkdóm- anna. Árlega deyja 1800 íslendingar, þar af um 700 (40%) úr hjarta- og æðasjúkdómum. Þannig létust árið 2005 um 360 karlar og 330 konur, eða að meðaltali tveir íslendingar (1 karl og 1 kona) á dag úr hjarta- og æðasjúkdómum. Til samanburðar má nefna að árið 2005 dóu 19 manns í umferð- arslysum allt árið. Með öðrum orðum deyja 35 íslendingar úr hjarta- og æðasjúkdómum en einn deyr í umferðinni. Kransæðasjúkdómar eru algengasta dánaror- sökin af einstökum sjúkdómum, en þeir valda um 20% dauðsfalla íslendinga, bæði karla og kvenna. Um 200 íslenskir karlar dóu úr krans- æðasjúkdómi árið 2005. Til samanburðar dóu 70 karlar sama ár af völdum lungnakrabbameins en 55 vegna blöðruhálskirtilskrabbameins, sem voru dánarorsakirnar sem næstar komu. Því deyja nær fjórfalt fleiri karlar úr kransæðasjúkdómum en úr blöðruhálskirtilskrabbameini og þrefalt fleiri úr kransæðasjúkdómi en úr lungnakrabbameini. Því miður er sá misskilningur útbreiddur að kransæðasjúkdómur sé einungis sjúkdómur karla. Kransæðasjúkdómur er líka algengasta dánar- orsök kvenna, en um 150 konur dóu úr krans- æðasjúkdómi árið 2005. Sama ár dóu 56 konur úr lungnakrabbameini en 31 úr brjóstakrabbameini. Hjá konunum deyja því þrefalt fleiri úr kransæða- sjúkdómi en lungnakrabba og fimmfalt fleiri en úr brjóstakrabbameini. Þetta er mikilvægt að hafa í huga þegar rætt er um kvennaheilsu því sjaldan er það í sviðsljósinu að aðaldánarorsök kvenna sé kransæðasjúkdómur. Þrátt fyrir þessar tölulegu staðreyndir um dánarorsakir íslendinga er engum opinberum fjármunum veitt til hópskoðana eða leitar á krans- æðasjúkdómum til að koma í veg fyrir að þeir valdi örkumlum eða dauða. Öll þekkjum við fólk sem látist hefur í blóma lífsins úr hjarta- og æða- sjúkdómum eða verið hætt komið fyrir aldur fram. Mörg þeirra dauðsfalla hefði mátt fyrirbyggja. Staðreyndin er nefnilega sú að fyrirtaks úrræði og fyrirbyggjandi meðferð er til við flestum hjarta- sjúkdómum og áhættuþáttum þeirra. Fyrir nokkrum árum hættu heilbrigðisyfirvöld að styrkja áhættumat sem um árabil var gert hjá Hjartavernd þar sem leitað var að hjartasjúkdóm- um og áhættuþáttum þeirra. Einstaklingar þurfa því að greiða fyrir áhættumat og leit að hjarta- og æðasjúkdómum úr eigin vasa. Heilsugæslan sem að hluta gæti sinnt þessum forvömum er undir- mönnuð og tugir þúsunda á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki heimilislækni. Forvörnum og meðferð við hjarta- og æða- sjúkdómum er ekki forgangsraðað í heilbrigðis- kerfinu í dag, þótt þessir sjúkdómar felli 700 íslendinga árlega. Til að nefna nokkrar brotalamir í „heilbrigðiskerfi hjartasjúklinga", má rifja upp að Landspítalinn og hjartadeild hans eru fjár- svelt og til dæmis háð gjafafé til að endurnýja tækjakost sinn. Hjartaþræðingar eru gerðar með öldruðum tækjabúnaði sem nýta myndgrein- ingartækni síðustu aldar. Myndgæðin eru eftir því. Biðlistinn eftir hjartaþræðingu er átta mán- uðir og lengist stöðugt. Sjúklingar liggja yfirleitt á göngum hjartadeildar vegna plássleysis og þar er áfátt bæði öryggi þeirra og einkalífi. Sjúklingar sem eru rúmliggjandi á ganginum, til dæmis eftir þræðingu, verða að pissa í bekken eða flösku, liggjandi í rúminu á ganginum þar sem umferð gesta og sjúklinga er stöðug, í besta falli bak við gegnsætt skilrúm. Þegar yfirlagnir eru miklar á hjartadeildinni deila 14 sjúklingar með sér einu klósetti. Smitgát verður erfið við slíkar aðstæður. Aðstöðuleysi háir göngudeildum hjartadeildar. Bráðamóttaka hjartasjúkra í kjallara Landspítala er sprungin. Heilbrigðisyfirvöld hafa enga hjartalækna á samningi við Tryggingastofnun. Hjartasjúklingar eru settir undir þunglamalegt, dýrt og ósveigjanlegt tilvísanakerfi sem engir aðrir sjúklingar þurfa að lúta. Lítill eða enginn opinber fjárstuðningur er við þá sem vinna að því að greina og fyrirbyggja hjartasjúkdóma á byrjunarstigi eins og Hjartavernd. Engin prófess- orsstaða er í hjartalækningum við Háskóla Islands þótt þetta fag fjalli um aðaldánarorsök þjóð- arinnar. Hjartalyf hérlendis eru rándýr. Og þannig mætti lengi telja. Margir halda að vegna þess að árangur hefur náðst í baráttunni við hjarta- og æðasjúkdóma á undanförnum áratugum sé sú barátta urtnin. Það er misskilningur sem getur reynst dýrkeyptur. Ráðamenn þurfa að setja sig betur inn í þennan málaflokk og heilbrigðisyfirvöld að sýna honum meiri áhuga en hingað til. Þjóðin þarf líka að vakna og þjóðarátak þyrfti að koma til gegn meg- indánarorsök okkar íslendinga. Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga, á 25 ára afmæli í ár. Það er tilvalið tækifæri til að gera nýtt áhlaup í baráttunni við hjarta- og æðasjúk- dóma því hjartasjúkdómar fella 700 íslendinga árlega! LÆKNAblaðið 2008/94 135
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.