Læknablaðið - 15.02.2008, Page 52
■ UMRÆÐUR O G FRÉTTIR
A Ð VESTAN
Þorsteinn viö stijofloða- pu nýtur hess ag vera }ler ojorkunnugur fra æsku-
varnarvarðinn á Flateyri. ,
arum?
„Já, vissulega og ég hef nýtt mér það ásamt
fjölskyldu minni. Við stundum skíði saman og
aðra útivist og ég hef einnig mikla ánægju af
skotveiðum og stunda talsvert sjófugla- og rjúpna-
veiði. Ég var ekki nema níu ára gamall þegar ég
fór með föður mínum til veiða og er því alinn upp
við slíkt að nokkru leyti. Ég tók þennan þráð upp
aftur þegar ég kom hingað, hér er stutt í allar áttir
til veiða, ég á lítinn bát og fer út á Djúpið og skýt
eða dorga í soðið. Við hjónin eigum einnig jörðina
Meiri-Hattardal hér inni í Djúpinu og þar hef ég
gengið til rjúpna á haustin þó veiðin sé orðin svo
rýr að líklega er þessu sjálfhætt núna. Ég veiddi
sjö rjúpur í haust og það tók mig 50 klukkustundir
svo ekki er þetta gert til að hagnast á því. En þetta
er sannarlega góð og holl útivist."
Þrjú mannskæð snjóflóð
Svipur Þorsteins þyngist þegar ég færi snjóflóðin um
miðjan síðasta áratug í tal.
„Þetta eru nú ekki minningar sem mann langar
mikið til að rifja upp. Hér urðu þrjú mannskæð
snjóflóð á 18 mánaða tímabili frá apríl 1994 og
fram í október 1995. I öllum þremur tilvikum þá
fer ég með fyrstu hjálparsveitarmönnum og tek
þátt í að leita að þeim sem lentu í flóðunum, hlúa
að þeim sem björguðust og veita aðstandendum
nauðsynlega hjálp. Þegar snjóflóðið féll á Flateyri
þá var ekki búið að opna göngin en þau voru akfær
og við fengum leyfi til að fara í gegn en þegar við
vorum að koma út úr þeim Önundarfjarðarmegin
þá féll snjóflóð á veginn rétt fyrir framan rútuna.
Þar mátti ekki miklu muna."
Þorsteinn segir aðþessi áföll hafi haft mikil og lang-
vinn áhrif á samfélagið á norðanverðum Vestfjörðum
og í starfi sínu sem læknir hafi hann orðið var við það
á ýmsa vegu.
„Þetta varð til þess að fólk flutti burt af svæð-
inu og samfélagið breyttist eftir þessa atburði þó
það megi teljast kraftaverki líkast hversu vel fólki
hefur almennt tekist að lifa með þessa atburði í
minningunni. Ég held að það hafi aldrei verið jafn
hrikalegar og mannskæðar hamfarir á einum stað
hérlendis á svo skömmum tíma. Þetta er á fjórða
1 44 LÆKNAblaðiö 2007/93