Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 57

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 57
U M R Æ Ð U R NEYÐARBÍLL O G í R F R É T T I R E Y K J A V í K viss verkefni eins og endurlífgun. Mikilvægustu þættir endurlífgunar við hjartastopp eru skjót við- brögð, framkvæmd grunnendurlífgunar og raf- stuðsgjöf. Þetta geta bæði læknar og bráðatæknar framkvæmt vel. Aðkoma reynds læknis getur skipt miklu máli ef sjúklingur svarar fyrstu með- ferð illa, endurlífgun dregst á langinn og þegar taka þarf ákvörðun um hvort hætta skuli end- urlífgunartilraun. Það er mjög mikilvægt við þær skipulagsbreytingar sem nú taka gildi að viðhalda þeim góða árangri sem náðst hefur í endurlífgun utan sjúkrahúss á höfuðborgarsvæðinu. Það er athyglisvert að í King County í Washington-fylki í Bandaríkjunum, þar sem ár- angur af endurlífgun er hvað bestur, byggjast fyrstu viðbrögðin á AAS-kerfinu, það er sjúkra- bifreið mönnuð bráðatæknum. Þar skipta reyndar ýmsir þættir máli, þar með talið mjög gott skipu- lag neyðarþjónustu og öflug vitund almennings um viðbrögð við hjartastoppi. Til eru uppgjör frá Evrópu, þar á meðal Norðurlöndum, sem gefa til kynna að árangur af endurlífgun sé góður ef reyndur læknir er í áhöfn sjúkrabifreiðar (5, 6). Gagnreyndar upplýsingar skortir um hvaða skipulag utanspítalaþjónustunnar skilar bestum árangri, til dæmis hjá veikum sjúklingum, við hjartastopp eða eftir alvarleg slys. Þar spilar einnig inn í að útfærsla á skipulagi, jafnvel í sama landi, getur verið breytileg. Skortur á slembuðum sam- anburðarrannsóknum torveldar möguleika á að draga skýrar ályktanir af þeim rannsóknum sem eru til varðandi bráðaþjónustu utan spítala. Það skiptir einnig miklu að halda til haga ítarlegum upplýsingum um þessa starfsemi, eins og hversu oft návist læknis er talin hafa skipt sköpum varð- andi árangur. Slíkar upplýsingar geta verið gagn- legar við rökstuðning á ákvörðun um mönnunar- módel. Bráðatæknar axla nú aukna ábyrgð í bráðaþjón- ustunni og fá verðug verkefni. A sama tíma taka bráðalæknar og læknar í námstöðum á slysa- og bráðadeild við breyttu hlutverki sem ráðgefandi við vettvang. Aukin viðvera þeirra á sjúkrahúsinu er skref í þá átt að efla þjónustu á deildinni. Það er lykilatriði að tryggt verði að samskipti milli slysa- og bráðadeildar og vettvangs verði öflug. Almenn ánægja hefur fram til þessa verið með þjónustu neyðarbílsins í Reykjavík. Það er hins vegar ótíma- bært að fullyrða að nýtilkomnar breytingar muni leiða til lakari þjónustu. Miklu máli skiptir að meta áfram árangur í bráðaþjónustu utan sjúkrahúsa til að tryggja að svo verði ekki. Heimildir 1. Dick WF. Anglo American vs. Franco German Emergency Medical Services System. Prehosp Disaster Med 2003; 18: 29- 37. 2. Jones JH, Murphy MP, Dickson RL, Somerville GG, Brizendine EJ. Emergency physician-verified out-of-hospital intubation: miss rates by paramedics. Acad Emerg Med 2004; 11: 707-9. 3. Timmermann A, Russo SG, Eich C, et al. The out-of-hospital esophageal and endobronchial intubations performed by emergency physicians. Anesth Analg 2007; 104: 619-23. 4. Bjömsson HM, Marelsson S, Magnússon V, Sigurðsson G, Þorgeirsson G. Endurlífgunartilraunir utan sjúkrahúsa á höfuðborgarsvæðinu 1999 til 2002. Læknablaðið 2006; 92: 591-7. 5. Herlitz J, Bahr J, Fischer M, Kuisma M, Lexow K, Þorgeirsson G. Resuscitation in Europe: a tale of five European regions. Resuscitation 1999; 41:121-13. 6. Böttiger BW, Grabner C, Bauer H, et al. Long term outcome after out of hospital cardiac arrest with physician staffed emergency medical services: the Utstein style applied to a midsized urban/suburban area. Heart 1999; 82: 674-9. Fræðsludagur heimilislækna 29. febrúar og 1. mars 2008 Hinn árlegi fræðslu- og fagnaðardagur Félags íslenskra heimilislækna verður haldinn á Hilton Nordica Hótel 29. febrúar og 1. mars 2008. Fræðsludagurinn hefst með vinnubúðum 29. febrúar og síðan verður hefðbundin dagskrá laugardaginn 1. mars. Öldrunarlæknar og endurhæfingarlæknar eru sem fyrr hjartanlega velkomnir. Fræðsludagurinn er skipulagður af FÍH og styrktur af AstraZeneca. Nánari dagskrá verður send læknum sérstaklega. Fræðslunefnd FÍH AstraZeneca LÆKNAblaðið 2008/94 149
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.