Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 61

Læknablaðið - 15.02.2008, Qupperneq 61
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR SJÚKRASKRÁ okkar hálfu. Hugsanlega hefðum við átt að skil- greina betur einstaka hópa áður en bréfið var sent út. Það var greinilegt að þetta kom flatt upp á suma og ég hugsa að flestir þeirra séu einyrkjamir í hópi sérfræðinga, þeir sem ekki hafa skipulagt skráningarkerfi einsog stærri stofurnar þar sem fleiri sérfræðingar em saman um rekstur. Við þurfum því að finna leið til að mæta mismunandi aðstæðum allra en um leið uppfylla lagaskylduna sem á okkur hvílir." Sigurður bætir við að viðræður við Trygg- ingastofnun hafi verið teknar upp aftur og það hafi komið fram greinileg ósk á fundi LR að hafa þetta skráningarkerfi sem einfaldast. „Við viljum auðvitað hafa þetta eins einfalt og kostur er og koma í veg fyrir tvíverknað. Samstarf við Tryggingastofnun um þessa upplýsingaöflun myndi eflaust gera það. Við eigum í rauninni þegar fyrirmynd að slíkri skráningu þar sem er lyfjagagnagrunnurinn. Þar fær Tryggingastofnun þær upplýsingar sem hún þarf á að halda og við okkar." Á fundinum kom fram að sérfræðingar horfa til þess að þetta taki upp dýrmætan tíma þeirra og vilja að þessi viðbótarskráning sé metin á þeim forsendum. „Menn spyrja auðvitað hver eigi að borga þetta og við getum lítið annað en vísað til samninga sérfræðinga við ríkið. Það má sann- arlega segja að það sé hluti af verki læknis að skrá niður hvað var gert í hverju tilviki. William Mosler sagði fyrir hundrað árum að það sem ekki er skráð hefur ekki verið gert og það á enn við í dag." Niðurstaða fundarins var að sögn Sigurðar á jákvæðum nótum og reynt yrði að koma til móts við óskir sérfræðinganna um að einfalda skrán- inguna eftir því kostur er. „Við tökum okkur þann tíma sem þarf til að gera þetta almennilega en þó þarf þetta að komast í gagnið innan árs. Lögin hafa þegar tekið gildi og á döfinni er ný ríkisstofnun, Sjúklingatrygging, sem á að annast kaup á allri heilbrigðisþjónustu fyrir hönd ríkisins af öllum sem veita hana, hvort sem það eru sjúkrahús, heilsugæsla eða sjálfstætt starfandi sérfræðingar. Ef þessi stofnun á að gegna hlutverki sínu verður hún að hafa aðgang að þessum upplýsingum frá öllum aðilum heilbrigðisþjónustunnar. Það er alveg ljóst." Framkvæmdastjóri lækninga Starf framkvæmdastjóra lækninga viö Heilbrigöisstofnunina Blönduósi er iaust til umsóknar. Um fullt starf er að ræöa og veitist staðan frá 1. apríl 2008. Leitað er eftir umsækjendum með reynslu af stjórnunarstörfum og sérfræðiviðurkenningu í heimilislækningum eða annarri sérmenntun sem gagnast í starfi. Áhersla er lögð á hæfni í samskiptum, sveigjanleika, skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð. Laun eru skv. kjarasamningi Læknafélags íslands og fjármálaráðherra. Umsóknum, sem skila ber á þar til gerðum eyðublöðum, fylgi vottfestar upplýsingar um nám, fyrri störf og reynslu af kennslu-, vísinda- og stjórnunarstörfum. Umsóknargögnum ber að skila til Valbjörns Steingrímssonar, forstjóra, sem jafnframt veitir frekari upplýsingar um starfið í síma 455 4120 eða 892 1786 eða með tölvupósti á netfangið valbjorn@hsb.is Jafnframt er bent á heimasíðu stofnunarinnar www.hsb.is Um mat á hæfi umsækjanda fer m.a. eftir lögum nr. 40, 27. mars 2007 gr. 35 um stöðunefnd sem byggir m.a. á innsendum umsóknargögnum en einnig viðtölum við umsækjendur. Tekið er mið af jafnréttisstefnu stofnunarinnar við ráðningar í störf. Umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi þjónar aðallega íbúum Austur-Húnavatnssýslu. Að jafnaði eru um 80 manns á launaskrá hverju sinni hjá stofnuninni. Lögð er áhersla á uppbyggingu, skipulag og þróun til móts við nýja tíma. Starfsemin skiptist í almenna heilsugæslu með rekstri heilsugæslustöðva á Blönduósi og á Skagaströnd, rekstri sjúkra- og hjúkrunarrýma samtals 36 rúm og 10 rýma dvalardeildar. Auk þess sinnir stofnunin læknisþjónustu á Dvalarheimilinu Sæborgu á Skagaströnd. Heilbrigðisstofnunin Blönduósi Flúðabakka 2, 540 Blönduós Sími 455 4100 - Fax 455 4136 www.hsb.is LÆKNAblaðið 2008/94 1 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.