Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Síða 69

Læknablaðið - 15.02.2008, Síða 69
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR í Ð 0 R Ð 2 0 6 Jóhann Heiðar Jóhannsson iohannhj@landspitali. is Nýlegar fyrirspurnir Apex í 76. íðorðapistli (Læknablaðið 1996; 82: 330) var rætt um lýsingarorðin apicalis (broddlægur, topp- lægur) og basalis (grunnlægur, botnlægur). Nefnd voru nokkur dæmi um að mjórri hluti fleygmynd- aðra líffæra nefndist apex. Bent var á að íslensku heitin, toppur eða broddur, tækju mið af því hvort mjórri hluti líffærisins sneri upp (apex pulmon- is, apex vesicae) eða niður (apex cordis, apex patellae). Þetta er rifjað upp vegna nýrrar tillögu að íslensku fræðiheiti. Broddblöðruheilkenni Hannes Sigurjónsson aðstoðarlæknir sendi tölvu- póst og sagðist vera þátttakandi í greinarskrifum um sjúkdómsfyrirbæri sem á ensku nefnist apical ballooning syndrome. Honum fannst ótækt að ekki væri til íslenskt heiti á því og bjó síðan til samsetta orðið broddblöðruheilkenni sem heiti á fyrirbærinu. Hann lýsti því að enska heitið byggðist á því að neðri hluti vinstri slegils hjartans líktist útþaninni blöðru við lok slagbils (systole). Utþensluna má greina með ómun, segulómun eða sbuggaefnismyndatöku og er það einkum neðri hluti slegilsins og hjartabroddurinn sem þenjast út á þennan sérstaka hátt. Hannesi fannst hið íslenska heiti sitt lýsa þenslunni mjög myndrænt, hljóma vel og hafa góða hrynjandi. Broddþensluheilkenni Undirrituðum leist vel á framtak Hannesar en vildi þó fremur nefna fyrirbærið broddþenslu- heilkenni eða broddbelgiheilkenni, meðal ann- ars vegna þess að heitið gefur ekki til kynna um hvaða líffæri er að ræða og gæti því virst vísa í blöðru með broddi, broddblöðru af einhverju tagi. Heitið slegilbroddsblöðruheilkenni er sennilega of langt til að ná vinsældum. Meðal tilgreindra samheita eru: acute dilated cardiomyopathy (bráður hjartavíkkunarkvilli), broken heart synd- rome (heilkenni hjartasorgar), stress induced cardiomyopathy (streituhjartavöðvakvilli) og ventricular ballooning syndrome (slegilþenslu- heilkenni). Gaman væri að fá viðbrögð lesenda. Doppler rannsókn Ásgeir Theodórs meltingarfæralæknir hringdi og bað um íslenskt heiti á Doppler-rannsókn. Slíkt var ekki að finna í íðorðasafni lækna né öðrum tiltækum bókum eða gagnabönkum. Því var ekki um annað að ræða en að leggjast í grúskið. Jóhann Kristján Andrés Doppler var austur- rískur stærð- og eðlisfræðingur (fæddur 1803), sem varð frægur fyrir kenninguna um hin svo- nefndu Dopplerhrif. Þau koma fram í breytingu á bylgjulengd hljóðs, sem á uppruna í eða endur- kastast frá einhverju sem er á hreyfingu. Á grund- velli þessa má greina stefnu og hraða blóðstraums í æðum eða hjarta með ómskoðunartækni. Flæðiómun Undirritaður ráðfærði sig meðal annars við Brynjar Karlsson, dósent við Háskóla íslands, en hann hefur notað Dopplerhrifin í rannsókn- um sínum. Niðurstaðan varð sú að fyrrgreind Dopplerrannsókn, sem byggðist á ómskoðun og væri notuð til að greina flæði vökva, til dæmis blóðs í æðum, væri best nefnd flæðiómun. Á sama hátt mætti nefna Dopplertækið flæðigreiningartæki og Dopplertæknina flæðigreiningartækni. Gaman væri að fá viðbrögð þeirra sem telja sig málið varða. Tracer Pétur Hannesson röntgenlæknir sendi tölvupóst og bað um heiti á tracer, efni sem notað er til að fylgja ferli agna eða efnis um líkamann eða gefa til kynna útbreiðslu eða staðsetningu tiltekins fyrirbæris. Erlendar orðabækur gáfu til kynna að nafnorðið tracer væri ýmist notað um efnið sem fylgt er eftir eða tækið sem greinir staðsetningu þess á hverjum tíma. Við uppflettingu í Orðabanka Islenskrar mál- stövar komu í ljós heitin sporefni, kenniefni og merkiefni. Niðurstaða undirritaðs var sú að heitið merkiefni væri best í þessu samhengi. Lungnabeinkvilli Sigríður Ólína Haraldsdóttir lungnalæknir sendi tölvupóst og spurðist fyrir um heiti á hypertrophic osteoarthropathy sem getur fylgt lungnakrabba- meini og flokkast sem eitt af hjákennum (paraneo- plastic syndrome) þess. Bein orðhlutaþýðing leiðir til heitisins bein- og liðkvilli með ofvexti. Æskilegt væri að heitið gæfi fullnægjandi tilvísun í alla þætti fyrirbærisins, heilkennið, lungun, ofvöxtinn, beinin, liðina og kvillann, en slíkt heiti verður hvorki stutt né lipurt. Við val á orðhlutum í styttra heiti verður að spyrja hvað skipti máli að fram komi og hverju má sleppa. Undirritaður sendi Sigríði Ólínu að lokum nokkrar tillögur til skoðunar: lungnabein- kvilli, beinkvilli lungnahjákennis og liðkvilli lungnahjákennis. Sammæli Árni V. Þórsson barnalæknir hringdi og vantaði þýðingu á consensus statement. Um er að ræða yfirlýsingu sem gefin er út eftir að málsmetandi að- ilar hafa orðið sammála. Eftir nokkurt grúsk varð til heitið sammælisyfirlýsing. LÆKNAblaðið 2008/94 1 61
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.