Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 82

Læknablaðið - 15.02.2008, Blaðsíða 82
HUGLEIÐING HÖFUNDAR ÞRÍVÍDDAR-VERULEIKINN Þrívíddar-veruleikinn Halldóra Kristín Thoroddsen wmm mmm Halldóra Kristín Thoroddsen fæddist 1950 í Reykjavík. Hún las sálfræði við Kaupmannahafnarháskóla I og útskrifaðist frá Kennaraháskóla íslands. Þá lærði hún myndlist í Englandi og lauk prófi frá Myndlista- og handíðaskóla íslands. Halldóra hefur haldið tvær I einkasýningar, tekið þátt í samsýningum og stundað I ýmis ritstörf. Hún hefur sent frá sér Ijóðabækurnar I Stofuljóð (1990), Hárfínar athugasemdir (1998) og Gangandi vegfaranda (2005). Áriö 2002 kom út örsögusafniö 90 sýni úr minni mínu. Sögurnar í Aukaverkunum (2007) eru uppfullar af hárbeittri samfélagsrýni sem er sett fram í þjóðsagna- og ævintýrastíl, mannlífið og aukaverkanir þess eru rannsóknarefni skrásetjarans sem lýsir því I af sjóðandi fyndinni alvöru. I ■■ mmm Ef við skiptum manninum í þrennt, ná hefðbundin raunvísindi aðeins til eins þriðjungs. Maðurinn á sér innra líf og svo tekur hann þátt í samlíðan heildar (siðferði eða menningu). Þá stendur eftir hlutur hefðbundinna raimvísinda: ytri veruleik- inn, mælanlegt ástand hegðunar eða forms. Með öðrum orðum: ég, við og það. Þessi skipting tekur raunar til alls veruleikans en það er lengri saga. Sumir heimspekingar tala um: list, siðferði og þekkingu. Eða: hið fagra, hið góða og hið sanna, sem allt er samofið og má ekki sundur slíta. Læknavísindin geta lýst limbíska kerfinu í smáat- riðum, hlutum þess, lífeðlisfræði, þróunarsögu, hvernig og hverju það tengist. Kannski er þess getið að það hýsi sérstakar grunntilfinningar ... eitthvað sem hefur með árásargirni, kynhvöt, ótta og þrár að gera, hvort sem um hund eða mann er að ræða. En útlistanir á þessum tilfinningum er auðvitað ekki að finna innan raunvísinda, því þær taka til innri reynslu eða vitundar sem hlutlæg vís- indi hafa ekki aðgang að, því aðferðir þeirra duga ekki til. Ef okkur líður illa á sálinni getum við tekið inn pillur sem hafa áhrif á boðefni en leysa ekki úr tilfinningaflækju okkar. Eins og lesanda er eflaust farið að gruna er ég að tala um jafnvægi. Að meðhöndla heila mann- eskju, ekki þriðjung hennar. Þetta er ekki frumleg umræða því lengi hafa vestræn læknavísindi legið undir því ámæli að afneita tveimur þriðju hluta mannsins í hroka sínum. Umræðan á ekki að snúast um að læknavísindin slaki á kröfum um hlutlægni, slíkt væri fásinna. Skottulæknirinn lætur sér ekkert óviðkomandi, ég frétti til dæmis af konu hér í bæ sem hvíslar að krabbameini, með góðum árangri að eigin sögn. Ég mundi ekki leita til hennar með mein mín og léti heldur ekki húð- lækni fúska við sál mína eða félagsleg vandamál, nema innan almennra marka. Hins vegar þurfa læknavísindin að viðurkenna takmörk sín og áframsenda sjúklinginn í félags- og tilfinninga- legar sneiðmyndir. Er ekki stórhættulegt að skilja veika mannveru eftir í höndunum á kerfi sem meðhöndlar aðeins þriðjung fyrirbærisins? Þessi sundurgreining veruleikans er tiltölulega ný. Vísindin tóku stökk í þekkingarleitinni einmitt þegar þessi sundurgreining átti sér stað. En það stökk hefur kostað fórnir. Það sem við höfum rifið í sundur, okkur til skilnings, er nauðsynlegt að setja aftur saman í sína eiginlegu heild, við höfum aðgang að innviðunum eftir sem áður. Nú er kom- inn tími til að tengja. Hér er ekki bara við heilbrigðiskerfið að sakast. Allur nútíminn er þrískiptur. Skólakerfið þyrfti að sinna öllum hliðum persónuþroska: siðferði, þekkingu og listum. Atvinnu- og fjármálalífið getur ekki lengur gengið blint og firrt á nátt- úruna, þar þarf að huga að siðferðisgrundvelli og svona mætti áfram telja. Þessi tenging hins srrnd- urgreinda veruleika er brýnasta verkefni samtím- ans. Sú ferð er þegar hafin innan heilbrigðiskerf- isins. Nefnd á vegum ráðuneytisins er að huga að geðheilsu. Heilsugæslan á Akureyri hefur sett sér markmið um heildræna sýn, lýðheilsustöð boðar hreyfingu og geðorðin tíu. Enn sem komið er eru þetta stöku einmanaleg hróp úr homum en hug- arfarsbreytingin er hafin. Hugmyndagrundvöllinn þarf þó að styrkja því breytingarnar þurfa að hafa miklu víðtækari tengingu að leiðarljósi en nú er unnið eftir. Svo dæmi sé tekið, er bara of bjánalegt að hlaupa til einskis eftir engu í hlaupagalla, eða eyða lunganum úr lífi sínu irmi í ljótu táfýlugreni á hamsturhjóli. Hér þyrfti aðkomu borgarskipulags sem gerði fólki kleift að hlaupa á eftir strætó, með nothæfum almenningssamgöngum, eða stuðlaði að hverfisverslunum svo að fólk geti rölt út í búð. Heilbrigðiskerfið þarf nefnilega að verða póli- tískara, með harmónískt líf að leiðarljósi. Afskorin geðorð og maraþon duga lítt, góð sem þau eru. Okkur vantar sameiginlega stefnuyfirlýsingu í samfélaginu. Margir eiga nefnilega fjarska bágt í nútímanum. I flóknum þrískiptum veruleika hefur félagsvef- urinn trosnað og margir lifa einangruðu skjálífi. Sumir kunna enga aðra leið að saminu okkar en að kaupa og neyta og taka þannig þátt í andardrætti tímans. Tilfinningalífið hefur verið vanrækt. Fólk þarf leiðarvísi, gildin eru í endurskoðun og hlut- verkin á reiki. Kostnaður af slíku átaki yrði tímabundinn en mundi fljótlega létta á heilbrigðiskerfinu. Birtingarmynd óhamingjunnar er nefnilega ekki bundin við þann fjórðung þjóðarinnar sem glímir við geðraskanir. Andleg vanlíðan á sinn þátt í nið- urbroti ónæmiskerfis og getur komið fram í formi aðskiljanlegustu kvilla. 174 LÆKNAblaöiö 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.