Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 3
Aðalfundur Læknafélags Reykjavíkur var haldinn í Hlíðasmáranum þriðjudaginn 19. maí. Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd var fundurinn ekki fjölsóttur en 12 manns mættu af um 700 skráðum félögum. Aðalfundur LR velur helming fulltrúa á aðalfund Læknafélags íslands og er því eins og einn fundarmanna benti á ein valdamesta stofnunin innan LÍ. Nýir í stjórn voru kjörnir Hlynur Níels Grímsson, Helgi Hafsteinn Helgason, Jón Gunnar Hannesson og Halla Skúladóttir var endurkjörin. Úr stjórn gengu Anna Kristín Jóhannsdóttir, Elínborg Guðmundsdóttir og Hildur Svavarsdóttir. Formaður LR er Sigurður Böðvarsson og tilkynnti hann á fundinum að hann myndi ekki gefa kost á sér til endurkjörs á næsta aðalfundi. LISTAMAÐUR M Á N AÐ A R I N S ■■■■■j^H Á forsíðunni að þessu sinni er stillimynd út myndbandsverki eftir Curver Thoroddsen (f. 1976) sem ber titilinn Thank You... og er frá því fyrr á þessu ári. Þar er listamaðurinn sjálfur klæddur í einkennisbúning útskriftarnema frá bandarískum háskóla, með rafmagnsgítar á lofti og bandaríska fánann að baki. Þetta er vígaleg mynd og honum virðist mikið niðri fyrir. Tilefnið er að Curver hlaut í vor meistaragráðu í myndlist frá listaháskóla í New York og í myndbandinu þakkar hann persónulega hverjum einasta aðila sem kom á einhvern hátt að námsdvöl hans við skólann. Þar er enginn undanskilinn og hann talar beint til kennara sinna, prófessora og samnemenda jafnt sem skrifstofufólks, starfsfólks í mötuneyti og þar fram eftir götunum. Verkið er dæmigert fyrir þá nálgun Curvers í myndlistinni að brúa bilið milli lífs og listar og að leggja allt að jöfnu við sína vinnu. Hann gerir í þvi að taka sjálfan sig og verk sín ekki og hátíðlega, notar hversdagsleikann vísvitandi og kemur alþýðlega fram. Curver hefur með svokölluðum raunveruleikagjörningum sínum og með hjálp fjölmiðla endurspeglað eigið daglega líf. Sem dæmi eru eldri verk þar sem hann tók íbúðina sína í gegn, borðaði hamborgara upp á hvern dag í viku eða fór í mánaðarlanga megrun - allt undir formerkjum listviðburða. Árið 2007 kom hann sér fyrir í fordyri Listasafns íslands með sölubás þar sem hann losaði sig við geymsludót og kallaði uppákomuna Drasl til sölu. Viðfangsefni hans er sú blæbrigðabreyting sem verður á veruleikanum sem blasir við öllum stundum þegar hann er yfirfærður á vettvang myndlistar og fjölmiðla. Listamaðurinn leitast við að setja spurningamerki við það sem við tökum sem sjálfsögðum hlut. Þá hefur hann unnið markvisst með eigin ímynd, eins og sú ákvörðun ber vitni að afnema á fullorðinsárum skírnarnafn sitt og taka þess í stað upp heiti alþjóðlegs plastfyrirtækis, „Curver”. Curver tekur um þessar mundir þátt í sýningunni Brennið þið, vitari, sem er í fjórum vitum hringinn í kring um landið. Hann sýnir í Bjargtangavita á Vestfjörðum og oþnar þar pizzustað sem ber heitið SLICELAND - Vestustu pizzur Evrópu. Verkið samanstendur af raunverulegum pizzustað sem Curver starfrækir um skeið í vitanum, auglýsingaherferð í ýmsum fjölmiðlum og skrásetningu á ferlinu allt frá hugmyndavinnu til útfærslu. Þá hefur Curver verið ötull á vettvangi tónlistar, ekki síst undanfarin ár með hljómsveitinni Ghostigital. Markús Þór Andrésson Læknablaðið THE ICELANDÍC MEDICAL IOURNAL www. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Jóhannes Björnsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Bryndís Benediktsdóttir Engilbert Sigurðsson Gunnar Guðmundsson Inga S. Þráinsdóttir Tómas Guðbjartsson Þóra Steingrímsdóttir Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og Ijósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Áskrift 9.500,- m. vsk. Lausasala 950,- m. vsk. Prentun, bókband og pökkun Prentsmiðjan Oddi Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum haetti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Soience Citation Index (SciSearch) og Journal Citation Reports/Science Edition. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abstracted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch) and Journal Citation Reports/Science Edition. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2009/95 41 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.