Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 16
FRÆÐIGREINAR
RANNSÓKN
Tafla V. Ristilkrabbamein á Islandi 1980-2004: tilfelli flokkuð eftirýtarlegri sundurgreiningu
á íferðardýpt, TNM-stigi og kynjum. Fjöldi tilfella, hlutfall (%) og p-gildi fyrir kynjamun sýnt.
Karlar Konur Allir p-gildia
Fjöldi 860 (%) 753 (%) 1613 (%)
íferðardýpt (T) 0,004ö
T1 61 (7) 52(7) 113(7)
T2 58(7) 38(5) 96(6)
T3 493 (57) 412 (55) 905 (56)
T4 138 (16) 176(23) 314(19)
T4a 18(2) 27(4) 45(3)
T4b 114(13) 129 (17) 243 (15)
T4a+b 6(1) 20(3) 26(2)
TX, óþekkt 110(13) 75 (10) 185 (11)
TNM-stig 0,10
I 86 (10) 60(8) 146(9)
IIA 250 (29) 225 (30) 475 (29)
IIB 25(3) 42(6) 67(4)
IIIA 9(1) 11 (1) 20 (1)
IIIB 146 (17) 116(15) 262 (16)
IIIC 70(8) 66(9) 136(8)
IV 192 (22) 157(21) 349 (22)
Óþekkt 82 (10) 76 (10) 158 (10)
T1, æxlivöxtur í slímhúðarbeð; 12, æxlisvöxtur í vöðvalagi; T3, æxlisvöxtur I fitu umhverfis görn; T4a,
æxlisvöxtur I aðlægu líffæri; T4b, æxlisvöxtur nær gegnum lífhimnuklæðningu ristils; T4a+b, bæði T4a og
T4b til staðar; TX, [ferðardýpt óþekkt.
"Munur á kynjum reiknaður með ki'-kvaðratprófi, óþekkt tilfelli ekki höfð með í útreikningum. bUndirflokkar T4
ekki hafði með í útreikningum.
þjóðarinnar.17 Alls voru 6% tilfella 49 ára og yngri
og er það svipað erlendum tölum.21
Hlutfallsleg dreifing tilfella á ristilhluta er
svipuð og annars staðar í Evrópu.16 Meðalæxlis-
stærð og hlutfallsleg skipting eftir stórsæju útliti,
hringvexti, vefjagerðum og gráðu reyndist áþekk
því sem annars staðar hefur komið fram.16-22-25
Hlutfall ýtandi og ísmjúgandi æxlisjaðars var
svipað og er því hlutur ísmjúgandi æxlisjaðars
nokkuð hærri en fram kom í rannsókn Jass og
annarra (27%) frá 1987.26 Taka þarf þó tillit til þess
að þessi rannsókn tekur aðeins til krabbameina í
ristli en ekki í endaþarmi. í rannsóknum Jass var
hlutfall tillfella með áberandi eitilfrumuíferð við
æxlisvöxt 25-30%26'27 og því áþekkt niðurstöðum
þessarar rannsóknar.
Alls höfðu 53% sjúklinga í rannsókninni til
staðar einn eða fleiri þætti sem gefa til kynna
útbreiðslu ristilkrabbameins (æxlisvöxtur í svæðis-
eitlum og/eða æxlisvöxtur í æðum, fjarmeinvörp
og/eða æxlisvöxtur gegnum lífhimnuklæðningu
ristils). Þetta getur samrýmst því að fimm ára
hlutfallsleg lifun ristilkrabbameinssjúklinga á
íslandi var á tímabilinu 1963-2002 rúm 40% en á
tímabilinu 1993-2002 tæp 55%.1
Samkvæmt norskri lýðgrundaðri rannsókn
fyrir tímabilið 1958-1997 flokkuðust mun færri
tilfelli sem óstiguð (2%) í samanburði við okkar
rannsókn (16%). Álíka mörg tilfelli voru hins
vegar á TNM-stigi IV (21% í Noregi, 24% á
íslandi) annars vegar og TNM-stigi I+II hins
vegar (37-38% í Noregi, 39% á íslandi). Fleiri
tilfelli töldust til TNM-stigs III í Noregi (39-41%)
en á íslandi (24%).28 Óvíst er hvort tilfelli með
enga rannsakaða eitla voru flokkuð sem TNM-
stig I og II í norsku rannsókninni en þau töldust
óstiguð í okkar rannsókn. Þegar lýðgrunduð
rannsókn frá Lúxemburg fyrir tímabilið 1988-1998
er borin saman við tímabilið 1990-2004 á íslandi
(án óþekktra tilfella) er hlutfall tilfella á stigi I og
II áþekkt en hlutfall tilfella á stigi IV á Islandi er
10% hærra og jafnframt um 10% lægra fyrir stig
III en í Lúxemburg.29 I bandarískri rannsókn á
tímabilinu 1985-199323 og japanskri rannsókn á
tímabilinu 1993-199730 voru 21-23% tilfella á stigi I
(án óþekktra tilfella) sem er mun hærra en í okkar
rannsókn.
Hvað kyn og meinafræðiþætti varðar kom
fram marktækur kynjamunur á gráðu, æxlisvexti
í æðum, íferðardýpt og staðsetningu. Hlutfallslega
var munurinn þó lítill og var mest um að ræða
9% mun (að meðtöldum óþekktum gildum) hvað
varðar æðaíferð.
Framangreindir þættir sem oftar koma fyrir hjá
konum hafa verið tengdir verri horfum í ýmsum
rannsóknum10'16 þó að það sé ekki einhlítt.10'31-33
Islenskar konur með ristilkrabbamein hafa ekki
verri fimm ára heildarhorfur en karlar og raunar
lítið eitt betri horfur.1 Þannig virðist hærra hlutfall
framangreindra þátta hjá konum ekki skila sér í
verri horfum. Þetta gæti skýrst af því að munurinn
sé það lítill að hann skipti litlu máli hvað horfur
varðar og að aðrir þættir skipti meira máli. Það
að konur greinist marktækt oftar en karlar með
æxlisvöxt í æðum en ekki oftar með æxlisvöxt
í svæðiseitlum né fjarmeinvörp gæti bent til
flokkunarskekkju (misclassification bias), til
dæmis með þeim hætti að fleiri sneiðar séu teknar
til smásjárskoðunar hjá konum og því greinist
þessir þætti frekar hjá þeim. Kynjamunur hvað
varðar ýmsa meinafræðiþætti ristilkrabbameins
hefur lítið verið rannsakaður. í bandarískri og
japanskri rannsókn kom ekki fram marktækur
kynjamunur hvað varðar gráðu.24' 34 í sumum
rannsóknum hafa konur oftar krabbamein hægra
megin í ristli24-28 en það er ekki einhlítt.35
Meginkostir þessarar rannsóknar eru að hér
er um mjög stóra lýðgrundaða rannsókn að
ræða sem byggir á nákvæmri krabbameinsskrán-
ingu, vel skilgreindu landsvæði sem nær yfir heilt
land og heila þjóð, sjúklingum með svipaðan
erfðafræðilegan36 og félagshagfræðilegan bak-
grunn og því að hér voru öll meinafræðigögn
428 LÆKNAblaðið 2009/95