Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 48
U M R Æ Ð U R
L Æ K N I S L I S
O G FRÉTTIR
T OG FAGMENNSKA
Kulnun meðal lækna
- læknirinn sem brennur út
Páll
Matthíasson
pallmatt@landspitali. is
Höfundur er geðlæknir
á Landspítala.
Erindi flutt á
Læknadögum í janúar 2009.
Á Læknadögum í janúar síðastliðnum fjallaði eitt
málþingið um geðræn vandamál lækna, undir
yfirskriftinni „Lækna-óheilsa". Þessi grein er
byggð á erindi sem ég hélt þar og fjallar um kulnun
lækna í starfi. Erindi kollega minna sem tóku þátt í
málþinginu hafa birst í Læknablaðinu undanfarna
mánuði. Fjallað hefur verið um lækninn sem veikist
af geðsjúkdómi, lækninn sem á við fíknivanda að
stríða og lækninn sem fer yfir mörkin gagnvart
sjúklingum sínum. Þau vandamál eru annars eðlis
en kulnun í starfi. Bæði er það svo að kulnun er
ekki geðsjúkdómur, heldur viðbrögð heilbrigðra
einstaklinga við miklu álagi. Hins vegar er kulnun
í starfi miklu algengari. Ef fyrrnefndu vandamálin
eru sá hluti ísjakans sem maður sér þá er kulnun
hinn margalt stærri, ósýnilegi hluti ísjakans sem
undir yfirborðinu leynist.
Ég lærði í læknadeild að lífsferli læknisins
mætti lýsa á þennan hátt á ensku: Get busy - burn
out - and fade away. Öllu gríni fylgir nokkur
alvara og hin lítt duldu skilaboð þarna eru að það
sé algengt og jafnvel eðlilegt að brenna út, kulna
og missa áhugann á starfi sínu sem læknir.
Sem læknar erum við ekki endilega mjög
hamingjusöm. Það eru á annað þúsund greinar á
Medline um kulnun lækna. Kulnun í starfi stafar
að miklu leyti af því að við höfum ekki gætt að
okkur, ekki skipulagt starfsframa okkar á réttan
hátt, lagt áherslu á hluti sem gefa okkur ekki
starfsfyllingu, já eða hamingju, til lengri tíma,
eytt of miklum tíma í vinnunni og of litlum tíma
í annað. Það er nefnilega svo stórkostleg afsökun
að vera að lækna fólk, að það slær á alla gagnrýni.
Að auki fylgir starfi í nútímanum og sérstaklega
í heilbrigðisþjónustu miklar og eilífar breytingar.
Box 1. Einkenni kulnunar
Hamlandi sálrænt ástand, tengt álagi (vinnu sem leiðir til:
• minnkaðrar orku og tilfinningalegrar uppgjafar
• minnkaðs þols gegn veikindum
• aukinnar óraunveruleikakenndar (depersonalisation) í samskiptum
• aukinnar óánægju og svartsýni
• aukinna forfalla og minnkaðra vinnuafkasta
Það þarf sterk bein og gott stuðningskerfi ef
maður á ekki að örmagnast.
Skilgreiningar
Hvað er átt við þegar sagt er að einhver
sýni einkenni kulnunar? Gjarnan er miðað við
ákveðinn skala (Maslach burnout inventory)
(box l).1 Þetta eru einkenni sem flestir þekkja
í einhverjum mæli og það að þjást af kulnun í
starfi er ekki tengt undirliggjandi geðsjúkdómi
eða persónuleikaröskun. Hins vegar virðast þær
starfsstéttir í aukinni áhættu sem fá lítið þakklæti
en sæta miklum kröfum.
Á meðal lækna lýsa einkenni kulnunar sér
helst með því annars vegar að vera uppgefinn og
„þurrausinn" tilfinningalega en hins vegar með
neikvæðri upplifun á og tilfinningum til sjúklinga.
Þetta leiðir síðan til skertrar faglegrar getu.
Algengi
Þær fáu rannsóknir sem hafa verið gerðar á
kulnun á meðal lækna sýna að vandinn er býsna
algengur, en jafnframt að mikill breytileiki er í
tíðni. Þannig sýndi bandarísk rannsókn að 76%
deildarlækna á háls-, nef- og eyrnadeild þjáðust
af meðalsterkum kulnunareinkennum og 10%
af kulnun á mjög háu stigi. Tilfinningaþreyta og
kulnun tengdist mest fjölda unninna tíma.2 Önnur
rannsókn sýndi að tíðni kulnunar hjá evrópskum
heimilislæknum var há, en aðeins 1/3 sýndi ekki
einkenni kulnunar.3 Hjá spænskum barnalæknum
þjáðust hins vegar 24,4% af kulnun.4
Hverjir eru það á meðal lækna sem eru í
hættu að fá kulnun? Lítil könnun sýndi að
þeir deildarlæknar á barnadeild sem unnu
lengur en þeir þurftu og voru meira ráðandi og
minna sjúklingamiðaðir í samskiptum sínum
við skjólstæðinga sína voru líklegri til að fá
kulnunareinkenni. 30% bandarískra prófessora
í bamalækningum þjáðust samkvæmt einni
athugun af alvarlegum kulnunareinkennum. Þeir
sem tóku eina eða fleiri næturvaktir í viku voru sex
sinnum líklegri til að þjást af þessum einkennum
460 LÆKNAblaðið 2009/95