Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 41
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR HEIÐURSVÍSINDAMAÐUR með upplýsingar um hvaða einstaklingar eiga í hlut þar sem reglur Persónuverndar kveða skýrt á um slíkt. Hins vegar geta einstaklingar leitað til erfðaráðgjafaþjónustu og látið greina hvort þeir bera í sér þessi stökkbreyttu gen. Þá veitum við rannsóknarþjónustu og það er algerlega ótengt okkar vísindavinnu. Slík greiningarþjónusta er unnin út um allan heim og tilheyrir í rauninni nútíma sjúkrahúsþjónustu og er sjálfsagður hluti af forvörnum í nútímakrabbameinslækningum." Rannsóknir og þjónusta Vísindaverkefni Rósu Bjarkar og samstarfsfólks hennar beinast þó ekki eingöngu að leit að áhættugenum brjóstakrabbameins í ættum með háa tíðni meinsins. „Við höfum einnig rannsakað hlutverk gena í framvindu illkynja æxlisvaxtar í brjósti og þá óháð meðfæddri áhættu. Þetta eru gen sem verða fyrir áunnum breytingum í æxlum sem eru að vaxa. Þetta er mjög spennandi rannsóknarverkefni og meðal annars í tengslum við það höfum við tekið þátt í umfangsmiklu nor- rænu samstarfi við uppbyggingu gagnabanka. Þar nýtum við örflögutækni og markmiðið er að kortleggja erfðabrenglanir og genatjáningar- mynstur brjóstaæxla með og án ættarsögu og með og án stökkbreytinga í BRCAl og BRCA2. Nú þegar er kominn upp gagnabanki með nálægt 500 æxlissýnum með tjáningu yfir 20 þúsund gena. Rannsóknarvinna okkar þessa stundina beinist meðal annars að því að kortleggja ákveðin mögnunarsvæði til að finna markgen mögnunarinnar sem síðan getur nýst við þróun lyfja gegn ákveðnum tegundum æxlisfruma. Það má gjaman koma því að hér að eitt af okkar þjónustuverkefnum á rannsóknarstofunni er að Endurkjör stjórnar FÍFK Á aðalfundi Félags fæðingar- og kvensjúk- dómalækna 7. maí síðastliðinn var stjórnin endurkjörin, en hana skipa nú: Amar Hauksson formaður Ólafur Hákansson gjaldkeri Sigrún Arnardóttir ritari Kristín Jónsdóttir umsjónarmaður heimasíðu Arnfríður Henrysdóttir fulltrúi unglækna. stökkbreytigreina ákveðin gen í æxlum sem svara lyfjagjöf á mjög misjafnan hátt. Það getur sparað bæði tíma og peninga að greina í viðkomandi genum ummerki þess hvort ákveðin krabbameins- lyf virki á æxlið eða ekki. Þannig er vinnan hér í grunninn tvíþætt, annars vegar vísindavinnan og hins vegar dagleg rannsóknarstofuþjónusta við ýmsar deildir sjúkrahússins." Aðspurð segist Rósa Björk ekki sjá annað en þetta tvennt muni áfram koma til með að haldast í hendur. „Það er mjög mikilvægt að á Landspítala séu stundaðar vísindarannsóknir og þær eru í rauninni undirstaða þess að háskólasjúkrahús standi undir nafni. Allir njóta góðs af því, bæði starfsfólk og sjúklingar. Það gerir góðan spítala að miklu betri spítala." Domus Medica Hef opnað læknastofu í Læknahúsinu Domus Medica, Egilsgötu 3, 6. hæð. Almennar - og æðaskurðlækningar. Meðferð við æðasliti, æðahnútum og slagæðasjúkdómum. Lilja Björnsdóttir Æðaskurðlæknir Domus Medica - Egilsgötu 3 101 Reykjavík Simi: 563-1060 - Fax:563-1075 lilja@ liljab jor n s. is liljabjorns.is LÆKNAblaðið 2009/95 453
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.