Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 54

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 54
UMRÆÐUR 0 G FRÉTTIR FRÁ LANDLÆKNl LANDLÆKNISEMBÆTTIÐ Sóttvamalæknir Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir Þórólfur Guðnason barnalæknir Haraldur Briem sóttvarnalæknir gudrun@landlaeknir. is Vöktun nýrrar inflúensu A(H1N1) veiru Upp úr miðjum mars á þessu ári fór að bera á auknum fjölda fólks með inflúensu lík einkenni í Bandaríkjunum og Mexíkó. Við nánari athugun kom í ljós að sýkingin var af völdum nýrrar inflúensu A(H1N1) veiru og hefur hún síðan breiðst hratt út og greinst víða um heim. í lok apríl lýsti WHO (Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin) yfir viðbúnaðarstigi 5 sem þýðir að heimsfaraldur sé talinn yfirvofandi og aðildarþjóðir beðnar að virkja viðbragðsáætlanir sínar. Viðbúnaðarstigin eru samtals sex og sjötta stig þýðir að heimsfaraldur er skollinn á. Vöktun - inflúensa tilkynningaskyld Góð vöktun gefur upplýsingar um hvenær fyrstu tilfellin berast til landsins, hægt er að fylgjast með útbreiðslu sóttarinnar, meta árangur aðgerða og segja fyrir um áframhaldandi aðgerðir. Skráning á inflúensu er tvenns konar: • Arleg inflúensa sem er skráningarskyldur sjúkdómur. • Inflúensa í heimsfaraldri inflúensu er tilkyrtningaskyldur sjúkdómur. Með skráningarskyldu er átt við skyldu til að senda ópersónugreinanlegar upplýsingar og berast sóttvarnalækni fjöldatölur um skráningarskylda sjúkdóma ýmist viku- eða mánaðarlega. Við tilkynningaskylda sjúkdóma ber að senda sóttvarnalækni persónugreinanlegar upplýsingar um sjúkdómstilvik og berast upplýsingarnar fyrir hvert tilfelli í tengslum við greininguna. Upplýsingamar berast bæði frá meðhöndlandi læknum og rannsóknarstofum. Til að efla vöktun hefur nú öll inflúensa verið gerð tilkyrtningaskyld. Þess vegna kallar sóttvarnalæknir eftir upplýsingum um alla sjúklinga sem samkvæmt læknisskoðun em með klínískan grun um inflúensu og einn eða fleiri eftirfarandi kóðar eru gefnir: ICD-10 (International Classification of Diseases) • J09 Inflúensa af völdum greindrar fuglainflúensuveiru (H5N1) • J10 Inflúensa af völdum greindrar inflúensuveiru • Jll Inflúensa - veira ekki greind • J12 Veirulungnabólga ekki flokkuð annars staðar • U05.9 Inflúensa af völdum greindrar inflúensu A(H5N1) (svínainflúensuveiru) eða ICPC (International Classification of Primary Care) fyrir tilefni komu • R80 Inflúensa Ekki skal bíða eftir staðfestingu greiningarinnar frá rannsóknarstofu. Upplýsingar um staðfest tilfelli á rannsóknarstofu berast sóttvarnalækni jafnóðum frá veirufræðideild Landspítala. Sóttvarnalæknir hvetur lækna til að senda sýni í greiningu frá sjúklingum með inflúensu lík einkenni í upphafi faraldurs á rannsóknarstofu í veirufræði til að greina fyrstu tilfellin og staðfesta útbreiðslu veirunnar hérlendis. Eins og málum er háttað þarf sóttvarnalæknir að tilkynna til WHO og Sóttvarnastofnunar ESB um fjölda tilfella af inflúensu A(H1N1). Þegar staðfest er að veiran er komin til landsins og vitað er að hún hefur náð útbreiðslu má draga úr sýnatöku og þá byggist greiningin oftast eingöngu á klínísku mati læknis. Eins og er þurfa læknar að fylla út eyðublað um tilkynningaskylda sjúkdóma fyrir öll tilfelli inflúensu. Eyðublaðið er á heimasíðu landlæknisembættisins, www.landlaeknir.is. En sú leið er að líkindum aðeins tímabundin því sóttvarnalæknir hefur gert samning við EMR Heilbrigðislausnir sem sér um Söguna. Unnið er við að gera tilkynningar á inflúensutilfellum sjálfvirkar beint úr Sögunni þegar ofannefndir ICDIO og ICPC kóðar eru gefnir. Sendingarnar gerast sjálfkrafa einu sinni á sólarhring með upplýsingum um þá sjúklinga sem fengu þessar greiningar sólarhringinn áður. Upplýsingar sem berast um hvert og eitt tilfelli eru: nafn, kennitala, heimilisfang, póstnúmer, aldur, kyn, greiningarkóði, dagsetning samskipta, dagsetning sendingar, heiti sjúkrastofnunar, nafn meðhöndlandi læknis ásamt upplýsingum um hvort Guðrún Sigmundsdóttir smitsjúkdómalæknir Þórólfur Guðnason barnalæknir Haraldur Briem sóttvarnalæknir gudrun@landlaeknir. is 466 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.