Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 49
UMRÆÐUR O G FRETTIR LÆKNISLIST OG FAGMENNSKA en hinir.5 Enn ein rannsókn benti til að aukin stjórn á skipulagi vinnunnar og stuðningur frá kollegum væru verndandi þættir gegn kulnun á spítulum.6 Áhættuþættir kulnunar Margir samverkandi þættir setja lækna í áhættu fyrir kulnun. Er þar fyrst að nefna það að mjög margt í persónuleika okkar sem veljum læknisstarfið, í uppeldi okkar sem lækna og í þeim kröfum sem til okkar eru gerðar af samfélaginu, ýtir undir kulnun. Sem dæmi um persónuleika læknisins, ef hægt er að tala um slíkt, má nefna Jonathan Drummond-Webb sem var vaxandi stjarna í hjartaskurðlækningum. Hann kom frá Suður- Afríku til Bandaríkjanna árið 1995 til viðbótarnáms í skurðlækningum og fékk svo frekari þjálfun í Cleveland Clinic. Árið 2001 varð hann prófessor í barnaskurðlækningum í Arkansas. Eindóma álit allra var að þarna færi maður sem væri einstaklega hæfur og vandaður bæði sem skurðlæknir, vísindamaður og manneskja. Á jóladag þremur árum eftir að hann tók við stöðu sinni svipti hann sig lífi. í eftirmælum um hann sagði kollegi sem þekkti hann vel þetta: „Sumir myndu segja að þeir hafi bjargað 98 af 100 lífum, hann leit svo á að hann hefði misst tvo sjúklinga." Sem betur enda fæstir læknar með því að svipta sig lífi. Þarna sést samt í eftirmælum maður sem við þekkjum öll, í sjálfum okkur eða næstu kollegum. Þarna var maður sem gat ekki hætt að hugsa um mistök sín. Allur hans frábæri árangur gat í hans huga ekki vegið upp á móti því áfalli sem því er samfara að missa bam á skurðarborðinu. Sú fullkomnunarárátta (perfectionism) og sjálfsásökun sem þarna sást er mörgum læknum kunnugleg. Það er gagnlegt að velta því fyrir sér hvers konar manneskjur það eru sem velja að fara í læknisfræði. Þótt erfitt sé að alhæfa bendir margt til þess að ákveðin nákvæmni og jafnvel fullkomnimarárátta sé algeng meðal lækna, ýtt undir þá hneigð í menntun okkar og sá eiginleiki talinn til kosta meðal sjúklinga okkar og kollega. Slíkur eiginleiki kann hins vegar að kosta okkur mikið sem einstaklinga. Að einhverju leyti eiga þau umdeildu orð við; hagur samfélagsins er kostnaður læknisins (Society's meat is the physician's poison).7 Fullkomnunarárátta er ekki endilega jákvæður eiginleiki. Rannsóknir benda til að hún sé áhættuþáttur fyrir þunglyndi, kulnun, sjálfsvíg og kvíða.810 Fullkomnunarárátta ýtir undir til- finningu um vonleysi, en vonleysi tengist mjög sjálfsvígshættu. Oft er talað um þríhyrning sjálfs- efa, sektarkenndar og ýktrar ábyrgðartilfinningar. Margir sem haldnir eru fullkomnunaráráttu trúa því að aðrir meti þá aðeins einhvers ef þeir eru fullkomnir. Undir allri fullkomnunarþránni er lágt sjálfsmat sem rekur menn áfram. Og oft liggur eins og mara á mönnum sá grunur, sem oft reynist á rökum reistur, að meira verði krafist þegar menn hafa skilað af sér vel unnu verki. Enda er oft ætlast til meira af þeim sem eru duglegir og standa sig vel. Fullkomnunaráráttu fylgja einnig gjarnan aðrir þættir sem tengjast áráttu: keppnisandi, nákvæmni, lítill vilji til að leita sér hjálpar, tilhneiging til sjálfsfórna, mjög há markmið, erfiðleikar við að fela öðrum verkefni, þrjóska og jafnvel stífni, að vinnunni sé gefið vægi fram yfir einkalíf.11 Þess ber að geta að vissulega tengjast já- kvæðir þættir þessum eiginleikum. Læknar með fullkomnunaráráttu eru gjarnan vandvirkir og nákvæmnir í sinni greiningu og meðferð og missa af fáu. Sjúklingum léttir við að hafa slíka lækna og vita að engu verður sleppt þegar leita á lausnar á vandamáli. Sjálfsefinn er hins vegar tvíeggjað sverð, því hann getur leitt til viðvarandi kvíða hjá lækninum. Þetta getur orðið sérlega bagalegt þegar menn eru orðnir sérfræðingar og þurfa að þola þá óvissu og efa sem oft fylgir lausn erfiðra vandamála. Annað sem getur líka reynt á þann lækni, sem haldinn er fullkomnunaráráttu, er vandamál sem læknast ekki. Samt er sívaxandi hluti starfs okkar meðhöndlun langvinnra vandamála sem engin lausn finnst á í eitt skipti fyrir öll. í rannsókn frá Mayo Clinic frá 200612 viður- LÆKNAblaðið 2009/95 461
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.