Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 34
FRÆÐIGREINAR
Y F I R L I T
Tafla IV. Aðferðir til að fyrirbyggja og meðhöndla hæðarveiki.
Fyrirbyggjandi meðferö
Sjúkdómsmynd Meðferð
Bráð háfjallaveiki Flæðaraðlögun, lyf: asetasólamíð, dexametasón
Háfjallaheilabjúgur Flæðaraðlögun, lyf: asetasólamíð, dexametasón
Fláfjallalungnabjúgur Flæðaraðlögun, forðast ofáreynslu, lyf: nífedipín, sddenafH, tadalafíl salmeteról, bósentan
Meðferð sjúkdómseinkenna
Sjúkdómsmynd Meðferð
Bráð háfjallaveiki Hvíld, lækka sig í hæð, þrýstingspoki, lyf: asetasólamíð, dexametasón, verkjalyf, súrefni
Háfjallaheilabjúgur Lækka sig I hæð, þrýstingspoki, lyf: asetasólamíð, dexametasón, verkjalyf, þrýstingspoki, súrefni
Fláfjallalungnabjúgur Lækka sig I hæð, þrýstingspoki, lyf: nífedipln, súrefni
Lyf og önnur meðferð
Lyf má nota ein sér ef einkenni eru væg eða ef
aðstæður leyfa ekki lækkun í minni hæð, til dæmis
vegna veðurs. Nota má verkjalyf við vægum
einkennum, sérstaklega höfuðverk. Tafla III sýnir
hvaða lyfjum má beita. Asetasólamíð er best að
gefa sem fyrst eftir að einkenni koma fram.33'
34 Dexametasón er kröftugt lyf og hægt að gefa
í töfluformi, í vöðva eða í æð.34, 43 Súrefnisgjöf
dregur fljótt úr einkennum en er oft ekki í boði,
enda súrefnisflöskur þungar að bera.1-2 Sérstakir
þrýstipokar sem sjúklingurinn fer í og þrýstingur
hækkaður með fót- eða handdrifnum dælum, geta
komið sér vel og samsvara hæðarlækkun upp
á 1500-2000 m.2'4-6 Svefntruflanir lagast oft með
asetasólamíði.4 Þeir sem hafa miklar svefntruflanir
þrátt fyrir asetasólamíð geta tekið svefnlyf eins og
zolpidem sem ekki bælir öndun.2'3
Meðferð háfjallalungnabjúgs
Mjög mikilvægt er að lækka sig í hæð og
þrýstingspoki getur komið að góðum notum
þegar flutningi niður verður ekki komið við.
Súrefnisgjöf er áhrifarík en oft ekki í boði. Hægt
er að gefa nífedipín 10-20 mg fyrst en síðan 30-60
mg af langvirku formi á 12 klukkutíma fresti.44
Önnur lyf sem lækka lungnaslagæðaþrýsting,
eins og endóþelín hamlar (til dæmis bósentan)
og fosfódíesterasahamlar, betur þekktir sem
stinningarlyf (til dæmis tadalafíl eða síldenafíl),
geta verið hjálpleg en eru ekki eins vel
rannsökuð.4'34-40 Þvagræsilyf og morfín lækna
ekki háfjallalungnabjúg og þvagræsilyfin geta
aukið á vökvaskort í líkamanum.4
Meðferð háfjallaheilabjúgs
Lækkun og þrýstingspoki eiga hér við. Súrefni
er gefið ef það er fyrir hendi. Einnig er gefið
dexametasón í töfluformi (í æð eða vöðva ef
aðstæður leyfa), 8 mg sem upphafsskammtur og
síðan 4 mg töflur á sex klukkutíma fresti.4 34
Háfjallahósti: Þeir sem dvelja í mikilli hæð í langan
tíma fá oft þrálátan hósta.1'2 Hóstinn getur verið
vegna berkjuauðreitni, til dæmis vegna astma
eða sýkinga en er oft án skýringa, en talið er að
hóstaviðbrögð verði næmari í mikilli hæð. Erfitt
getur verið að stilla þennan hósta nema lækka sig
í hæð og hvíla sig í nokkra daga. Stundum eru
reynd kódein-lyf en árangur er misjafn.1'2
Lokaorð
Islendingar sækja í vaxandi mæli í afþreyingu á
háfjöllum, til dæmis í skíðaferðir, fjallgöngur og
fjallaklifur. Þess vegna er nauðsynlegt fyrir íslenska
lækna að hafa grunnþekkingu á hæðarveiki. Rétt
er að leita ráða hjá læknum með sérþekkingu á
hæðarveiki fyrir þá sem hafa áður fengið alvarlega
hæðarveiki. Einnig fyrir þá sem hafa fengið hjarta-
eða lungnasjúkdóma og hyggja á ferðalög í mikilli
hæð.
Þakkir fá læknarnir Engilbert Sigurðsson,
Magnús Gottfreðsson og Michael Grocott fyrir
gagnlegar ábendingar og David R. Murdock fyrir
útvegun mynda.
Heimildir
1. West JB, Scoene RB, JS M. High altitude medicine and
physiology. London: Hodder Amold Publisher; 2007.
2. Basnyat B, Murdoch DR. High-altitude illness. Lancet 2003;
361:1967-74.
3. Hackett PH, Roach RC. High-altitude illness. N Engl J Med
2001;345:107-14.
4. Schoene RB. Illnesses at high altitude. Chest 2008; 134: 402-
16.
5. Clarke C. Acute mountain sickness: medical problems
associated with acute and subacute exposure to hypobaric
hypoxia. Postgrad Med J 2006; 82:748-53.
6. Nussbaumer-Ochsner Y, Bloch KE. Lessons from high-
altitude physiology. Breathe 2007; 4:122-32.
7. Khoo MC, Anholm JD, Ko SW, et al. Dynamics of periodic
breathing and arousal during sleep at extreme altitude.
Respir Physiol 1996; 103: 33-43.
8. Senn O, Clarenbach CF, Fischler M, et al. Do changes in lung
function predict high-altitude pulmonary edema at an early
stage? Med Sci Sports Exerc 2006; 38:1565-70.
9. Weil JV, Byrne-Quinn E, Sodal IE, et al. Hypoxic ventilatory
drive in normal man. J Clin Invest 1970; 49:1061-72.
10. Fayed N, Modrego PJ, Morales H. Evidence of brain damage
after high-altitude climbing by means of magnetic resonance
imaging. Am J Med 2006; 119:168 el-6.
11. Scoene RB. Gas exchange in lung and muscle at high
altitude. Marcel Dekker, New York 2000.
12. Leon-Velarde F, Maggiorini M, Reeves JT, et al. Consensus
statement on chronic and subacute high altitude diseases.
High Alt Med Biol 2005; 6:147-57.
13. Lake Louise consensus definition and quantification of
altitude illness. Burlington (VT): Queen City Press; 1992.
14. Honigman B, Theis MK, Koziol-McLain J, et al. Acute
mountain sickness in a general tourist population at
moderate altitudes. Ann Intem Med 1993; 118: 587-92.
15. Hackett PH, Rennie D, Levine HD. The incidence,
importance, and prophylaxis of acute mountain sickness.
Lancet 1976; 2:1149-55.
16. Maggiorini M, Buhler B, Walter M, Oelz O. Prevalence of
acute mountain sickness in the Swiss Alps. BMJ 1990; 301:
853-5.
446 LÆKNAblaðið 2009/95