Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 42

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 42
U M R Æ Ð U R VERÐLAUN O G F R É T T I R Litfrumur og sortuæxli „Rannsóknir mínar eru grunnrannsóknir í þeim skilningi að ég er ekki að rannsaka inannasjúkdóma beinlínis, þó á síðustu árum hafi fókusinn beinst að ákveðinni tegund krabbameins, myndun sortuæxla í húð," segir Eiríkur Steingrímsson, doktor í frumulíffræði og prófessor við læknadeild Háskóla íslands, sem hlaut verðlaun úr Verðlaunasjóði í læknisfræði sem afhent voru á ársfundi Landspítala 2009. Verðlaunin nema 2,5 milljónum króna. Þetta eru líklega stærstu verðlaun sem eru veitt fyrir árangur í vísindarannsóknum hér á landi. Sjóðurinn var stofnaður af læknunum Árna Kristinssyni og Þórði Harðarsyni árið 2003 og er meðal annars ætlað að veita verðlaun fyrir framúrskarandi árangur í vísindarannsóknum í læknisfræði og skyldum greinum. Verðlaunin eru einkum ætluð vísindamönnum sem starfa við Landspítala og Háskóla íslands. Hávar Sigurjónsson „Við höfum verið að skoða ákveðið stjómprótín í litfrumum sem gefa húð og hári lit. Ástæður fyrir rannsóknum okkar eru að vissu leyti sögulegar þar sem safnast hefur upp í gegnum tíðina gríðarlegur fjöldi af litabrigðum í músum sem hefur orðið til þess að menn búa yfir mjög miklum upplýsingum um myndun og starfsemi þessara frumna. Rannsóknirnar hafa beinst að því að skoða hvenær litfrumur verða til við þroskun líkamans og hvernig þær verða til. Lífsferill litfrumna er í rauninni mjög merkilegur. Þær verða til í taugakambinum snemma á þroskaferli fóstursins og ferðast síðan til sinna endanlegu áfangastaða í líkamanum þar sem þær sérhæfast í litfrumur í húðinni og hárinu. Þar að auki þurfa þær að geta svarað umhverfinu með því að framleiða meiri lit og þær flytja einnig litinn yfir í aðrar frumur með því að notfæra sér frumulíffæri, melanósoma, sem gegna einnig því hlutverki að mynda eins konar skjöld í frumunum yfir erfðaefnið og verja það fyrir til dæmis útfjólubláum geislum. Hindra þannig skemmdir. Annað athyglisvert, sem litfrumurnar gera sem fara í hárið og stjórna háralitnum, er að hluti þeirra myndar stofnfrumur sem bíða rólegar eftir að því að hárið endurnýi sig. Þá sérhæfa stofnfrumurnar sig yfir í litfrumur til að viðhalda lit í nýjum hárum. Fyrir nokkrum árum færðist aukið fjör í rannsóknir á litfrumum þar sem þessi eiginleiki þeirra að mynda stofnfrumur gerir þær sérlega áhugaverðar í stofnfrumurannsóknum." Stjórnar myndun sortuæxla Eiríkur segir að eftir því sem aldur færist yfir líkamann dragi úr hæfileika frumnanna til að framleiða stjómprótínið Mitf sem rannsóknir hans hafa beinst að. „Minnkandi virkni þessa prótíns veldur því til dæmis að hárið gránar. Þetta stjórnprótín er algjör forsenda þess að litfruma verði til og það er jafnvel hægt að breyta öðrum frumum í litfrumur með því að setja Mitf í þær. Þetta er því sannkallað stjórnprótín, master regulator. Það kemur við sögu þegar frumurnar verða til þegar þær ferðast um líkamann og það virðist einnig vera lykillinn að viðhaldi stofnfrumnanna sem bíða eftir að þeirra tími komi. Það má því segja að hin akademíska hlið rannsóknanna beinist að Mitf-stjórnprótíninu. Hvað það er að gera og hvaða genum það stjórnar á öllum ferlum litfrumunnar." Ránnsóknir á litfrumunum og stjórnprótíninu Mitf hafa öðlast beinan praktískan tilgang á seinustu árum að sögn Eiríks eftir að uppgötvaðist að prótín þetta kemur við sögu í þeim ferlum sem valda myndun sortuæxla sem eru illvíg tegund krabbameins. „Sortuæxlin verða til þegar litfrumur byrja að skipta sér stjórnlaust og er í rauninni ólæknanlegur sjúkdómur. Svo til eina ráðið er að skera burtu blettina þar sem það er hægt. Tíðni þessa krabbameins er einnig að aukast vegna sólbaða þar sem útfjólubláir geislar sólar og sólarlampa auka líkur á stökkbreytingum í ákveðnum genum litfrumnanna. Það hefur komið í ljós að í nær öllum sortuæxlum er sama stökkbreytingin í geni sem nefnist Braf til staðar. Stökkbreyting þessi veldur því Braf-prótínið verður ofvirkt. Eitt af því sem þetta ofvirka Braf- prótín gerir er að senda boð til Mitf-prótínsins sem valda því að virkni þess breytist einnig. Eftir að Braf-stökkbreytingin fannst hafa menn einbeitt 454 LÆKNAblaðið 2009/95
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.