Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 29
FRÆÐIGREINAR
Y F I R L I T
Hæðarveiki - yfirlitsgrein
Gunnar
Guðmundsson1'3
lungnalæknir
Tómas
Guðbjartsson2’3
hjarta- og lungnaskurðlæknir
*Hér er hæðarveiki notuð
fyrir enska orðið high altitude
sickness, en háfjallaveiki fyrir
acute mountain sickness sem er
algengasta gerð hæðarveiki.
Lykilorð: hæðarveiki,
háfjallaveiki, háfjallalungnabjúgur,
háfjallaheilabjúgur, meðferð,
fyrirbyggjandi meðferð.
’Lungnadeild,
2hjarta- og
lungnaskurðdeild
Landspítala,
3læknadeild HÍ.
Fyrirspurnir og bréfaskipti:
Gunnar Guðmundsson,
lungnadeild Landspítala,
E7 Fossvogi,
108 Reykjavík.
ggudmund@landspitali.is
Ágrip
Hæðarveiki* er samheiti yfir sjúkdóma sem gera
vart við sig í mikilli hæð yfir sjávarmáli, oftast
þegar komið er yfir 3000 metra hæð. Aðallega er
um þrjár gerðir hæðarveiki að ræða, háfjallaveiki,
háfjallaheilabjúg og háfjallalungnabjúg. Orsök
hæðarveiki er almennt talin vera súrefnisskortur en
meingerð sjúkdómanna er flókið samspil margra
þátta sem til verða vegna viðbragða líkamans
við súrefnisskorti. Höfuðverkur er algengastur
en lystarleysi, ógleði og svefntruflanir eru einnig
algengar kvartanir. Við hraða eða mikla hækkun
er hætta á bráðri háfjallaveiki en helstu einkenni
hennar eru svæsinn höfuðverkur sem svarar illa
verkjalyfjum, ógleði, uppköst og mikil þreyta.
Háfjallalungnabjúgur og háfjallaheilabjúgur eru
alvarlegustu tegundir hæðarveiki. Hæðarveiki er
helst hægt að fyrirbyggja með því að hækka sig
rólega og stilla gönguhraða í hóf. Einrdg má draga
úr einkennum með lyfjum.
I þessari yfirlitsgrein er fjallað um háfjallalíf-
eðlisfræði og hæðaraðlögun, mismunandi tegundir
hæðarveiki, einkenni og greiningu, ásamt meðferð
og fyrirbyggjandi aðgerðir.
Inngangur
A síðustu árum hefur þeim Islendingum fjölgað
ört sem ferðast í fjalllendi heimsins (>2500
metra hæð yfir sjávarmáli) (mynd 1), aðallega
við gönguferðir, fjallgöngur og skíðaiðkun. Oft
er leitað eftir leiðbeiningum frá læknum um
undir-búning og tilhögun ferðalagsins, þar á
meðal eftir upplýsingum um hæðarveiki. Því er
nauðsynlegt fyrir íslenska lækna að þekkja til
þessara sjúkdóma. Hér er fjallað um viðbrögð
líkamans við aukinni hæð yfir sjávarmáli, veikindi
sem fram geta komið, fyrirbyggjandi aðgerðir og
meðferð. Þessar leiðbeiningar eiga fyrst og fremst
við hrausta einstaklinga en ekki verður fjallað
sérstaklega um áhrif mikillar hæðar á þá sem eru
með hjarta- og lungnasjúkdóma.
Háfjallalífeðlisfræði
Með vaxandi hæð lækkar loftþrýstingur, til dæmis
er loftþrýstingur 760 mm Hg við sjávarmál en
á tindi Everest í 8848 m hæð er hann aðeins
þriðjungur af því sem hann er við sjávarmál,
Mynd 1. Helstu liájjallasvœði heims. Myndin erfengin úr
heimild (45) og birt með leyft höfunda og útgefanda.
og á tindi Kilimanjaro í 5895 m um helmingur
(mynd 2).1 Sama á við um hlutþrýsting innandaðs
súrefnis (er 21% andrúmslofts) og súrefnis í blóði
þar sem hlutþrýstingur lofttegundar er afleiða af
heildarþrýstingi. Á mynd 3 sést hvernig súrefnis-
mettun í slagæðablóði fjallgöngumanna lækkar
með aukinni hæð. Við sjávarmál er þrýstingur
innandaðs súrefnis 149 mmHg en 94 mmHg í
3500 metra hæð og hefur þartnig lækkað um rúm-
lega þriðjung frá sjávarmáli.
Eðlileg einkenni á háfjöllum - hæðaraðlögun
Með vaxandi hæð yfir sjávarmáli kemur fram
súrefnisskortur í líkamanum. Þá setur líkaminn
af stað aðlögunarferli sem kallast hæðarað-
lögun (acclimatisation).M Ferlið er flókið og
einstaklingsbundið og tekur nokkrar vikur að
Mynd 2. Graf sem sýnir hvernig loftþrýstingur lœkkar með
aukinni hæð. Myndin er lítillega breytt úr heimild (45) og birt
með leyft höfunda og útgefenda.
LÆKNAblaðið 2009/95 441