Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 31

Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 31
FRÆÐIGREINAR Y F I R L I T háfjallaheilabjúgur (high-altitude cerebral edema) Tafla I. Einkenni og teikn hæðarveiki. og háfjallalungnabjúgur (high-altitude pulmonary Einkenni Teikn edema) og verður fjallað um hvert þeirra. Ekki verður fjallað sérstaklega um langvirtna Bráð háfjallaveiki Væg Höfuðverkur, lystarleysi, ógleði, svefntruflanir Engin sértæk háfjallaveiki (chronic mountain sickness), Monge Bráð háfjallaveiki Höfuðverkur (svarar Engin sértæk sjúkdóm, sem greinist í einstaklingum sem búa í meira en 2500 m. Helstu einkenni hennar eru Meðal verkjalyfjum), lystarleysi, ógleði, svefntruflanir, sundl aukning rauðkorna í blóði (erythrocytosis) og Iungnaháþrýstingur sem getur leitt til hægri hjartabilunar (cor pulmonale).1- 12 Langvinn há- fjallaveiki er algengt vandamál, enda talið að í kringum 140 milljónir íbúa búi í meira en 2500 m Bráð háfjallaveiki Alvarleg Höfuðverkur (svarar illa verkjalyfjum), mikil ógleði, uppköst og mikil þreyta Engin sértæk Háfjallaheilabjúgur Höfuðverkur (svarar illa verkjalyfjum), uppköst, sundl, sljóleiki, syfja Slingur (ataxia), breytt meðvitund (rugl), skert viðbrögð, syfja, hálfdvali, dá, hitavella hæð yfir sjávarmáli (mynd l).1,2 Háfjallalungnabjúgur Skert hreyfigeta, þurr hósti, Hraðhjartsláttur í hvíld (>100 slög á **alþjóðlega viðurkennd flokkun mæði í hvíld, blóð í hráka, mínútu), hraðöndun (>25 á mínútu), andnauð brak við lungnahlustun, blámi, hitavella Bráð háfjallaveiki Bráð háfjallaveiki er heilkenni þar sem höfuð- verkur er lykileinkenni en önnur ósértæk einkenni eru einnig til staðar (tafla I). Samkvæmt svokallaðri Lake Louis skilgreiningu, sem er alþjóðlega viðurkennd skilgreining á bráðri háfjallaveiki, er um að ræða höfuðverk hjá einstaklingi sem ekki er aðlagaður að hæð og er nýkominn í meira en 2500 metra hæð yfir sjávarmáli (tafla II).13 Að auki er til staðar eitt eða fleiri af eftirtöldum einkennum: óþægindi frá meltingarvegi (lystarleysi, ógleði eða uppköst), svefnleysi, sundl, þrekleysi og þreyta.13 I töflu I eru auk einkenna sýnd teikn háfjallaveiki. Einkenni hefjast að jafnaði 6-10 klukkustundum eftir komu í mikla hæð en geta byrjað allt að einni klukkustund eftir komu eða einum til tveimur dögum síðar. Án frekari hækkunar ganga einkenni oftast til baka á einum til þremur dögum. Rannsóknir frá Klettafjöllum í Bandaríkjunum hafa sýnt að tíðni bráðrar háfjallaveiki hjá ferða- mönnum var 22% í 2500-2900 metra hæð og 42% þegar komið var yfir 3000 m.14 Svipaðar niðurstöður fengust hjá göngufólki í Ölpunum og Nepal, eða 10-40% einstaklinga sem náðu 3000 m og 40-60% hjá þeim sem komust upp í 4000-5000 m.1517 Háfjallaveiki verður sjaldan vart neðan við 2500 metra hæð og því er ekki hægt að búast við henni á íslenskum fjöllum þótt möguleiki sé á hæðarveiki í loftfarartækjum sem ekki eru búin jafnþrýstibúnaði. Háfjallaheilabjúgur Háfjallaheilabjúg má líta á sem lífshættulegt form bráðrar háfjallaveiki og hafa þá einkenni hertnar eins og höfuðverkur gert vart við sig áður. Einkenni háfjallaheilabjúgs eru jafnvægisleysi, slingur (ataxia), og skert meðvitund sem í alvarlegum tilfellum getur leitt til meðvitundarleysis og dregið sjúklinga til dauða.2-4-6-18'19 Oftast er um dreifða bólgu í heilanum að ræða og staðbundin einkenni eða krampar eru sjaldgæfir. Þessir einstaklingar geta einnig haft einkenni lungnabjúgs. Háfjallalungnabjúgur Háfjallalungnabjúgur er líkt og háfjallaheilabjúgur lífshættulegt ástand sem hæglega getur dregið fólk til dauða. Hann greinist oftast á fyrstu tveimur til fjórum dögum eftir að komið er í mikla hæð en sést sjaldan neðar en 3500 m. Einkennin eru skert áreynslugeta, mikil mæði, þurr hósti og andnauð.20 Síðar getur borið á blóðugum hráka, hitavellu og brakhljóð heyrst við lungnahlustun. Flestir þessara einstaklinga hafa áður fundið fyrir einkennum bráðrar háfjallaveiki þótt svo sé ekki alltaf.20 Allt að helmingslíkur eru á að þeir sem einu sinni hafa fengið háfjallalungnabjúg fái hann Tafla II. Lake Louis skilgreining á hæðarveiki.13 Bráð háfjallaveiki Höfuðverkur og að minnsta kosti eitt af eftirfarandi einkennum eftir nýlega hæðaraukningu: - meltingarvegur (lystarleysi, ógleði eða uppköst) - þreyta eða þrekleysi - sundl eða svimatilfinning yfir höfði - svefntruflanir Bráður háfjallaheilabjúgur Eftir nýlega hæðaraukningu annaðhvort: - breyting á vitrænu ástandi og/eða slingur hjá einstaklingi með bráða háfjallaveiki - eða, breyting á vitrænu ástandi og slingur hjá einstaklingi sem er ekki með bráða háfjallaveiki Bráður háfjallalungnabjúgur Eftirfarandi einkenni eftir nýlega hæðaraukningu: Einkenni: að minnsta kosti tvö: - mæði í hvíld - hósti - slappleiki eða minnkuð áreynslugeta - brjóstþrengsli eða hrygla Teikn: að minnsta kosti tvö: - brakhljóð eða önghljóð í að minnsta kosti öðru lunga - miðlægur blámi - hraðöndun - hraðhjartsláttur LÆKNAblaðið 2009/95 443
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.