Læknablaðið - 15.06.2009, Blaðsíða 14
FRÆÐIGREINA
RANNSÓKN
R
Tafla II. Ristilkrabbamein á isiandi 1955-2004: tilfelli fiokkuö eftirstórsæju útliti, hringvexti,
æxlisstærð og kyni. Fjöldi tilfella, hlutfall (%) og p-gildi fyrir kynjamun sýnt.
Karlar Konur Allir p-gildi
Fjöldi 1148 (%) 1145 (%) 2293(%)
Stórsætt útlit 0,52“
Sepalaga 219 (19) 212 (19) 431 (19)
Sármyndandi 653 (57) 651 (57) 1304(57)
Sepalaga og sárm. 31 (3) 45(4) 76(3)
Dreifður æxlisvöxtur 2(0) 1 (0) 3(0)
Óþekkt 243 (21) 236(21) 479 (21)
Hringvöxtur 0,47“
Til staðar 310(27) 326 (28) 636 (28)
Ekki til staðar 595 (52) 583 (51) 1178(51)
Óþekkt 243 (21) 236 (21) 479 (21)
Stærð 0,93»
Meðaltal í cm; SD 5,0; 2,4 5,0; 2,6 5,0; 2,5
Miðgildi I cm 4,5 4,5 4,5
Stærð óþekkt, fjöldi 211 (18) 235 (21) 446 (19)
SD, staðalfrávik, sárm., sármyndandi. aMunur á kynjum reiknaður með kí-kvaðratprófi, óþekkt tilfelli ekki höfð með í útreikningum. bMunur á kynjum (meðalstærð) reiknaður með T-prófi.
Tafla III. Ristilkrabbamein á islandi 1955-2004: tilfelli flokkuð eftir vefjagerð, gráðu, gerð
æxlisjaðars, eitilfrumuiferð við æxlisjaðar og kyni. Fjöldi tilfella, hlutfall (%) og p-gildi fyrir
kynjamun sýnt.
Karlar Konur Allir p-giidi“
Fjöldi 1148 (%) 1145 (%) 2293 (%)
Vefjagerð 0,049»
Kirtilkrabbamein 985 (86) 936 (82) 1921 (84)
G1 133 (12) 113(10) 246 (11) <0,001°
G2 751 (65) 668 (58) 1419(62)
G3 97(8) 152 (13) 249 (11)
GX 4(0) 3(0) 7(0)
Slímkrabbamein 73(6) 87(8) 160 (7)
Aðrar vefjagerðir 19(2) 33 (3) 52(2)
Signethringsfk. 11 (1) 17(1) 28 (1)
Flöguþekju- og kfk. 4(0) 0(0) 4(0)
Smáfrumuk. 1(0) 1 (1) 2(0)
Flöguþekjuk. 0(0) 1 (0) 1 (0)
Ósérhæft k. 3(0) 6(1) 9(0)
Krabbalíki 0(0) 8(1) 8(0)
Óþekkt 71 (6) 89(8) 160 (7)
Gerð æxlisjaðars 0,24
Ýtandi 511 (45) 482 (42) 993 (43)
(smjúgandi 472 (41) 495 (43) 967 (42)
Óþekkt 165 (14) 168 (14) 333 (15)
Eitilfrumuíferð við æxlisjaðar 0,55
Áberandi 290 (25) 299 (26) 589 (26)
Lítil/engin 692 (60) 675 (59) 1367(60)
Óþekkt 166 (14) 171 (15) 337 (15)
k., krabbamein; fk., frumukrabbamein; G1, gráða 1; G2, gráða 2; G3, gráða 3; GX, gráða óþekkt,
“Munur á kynjum reiknaður með ki-kvaðratprófi, óþekkt tilfelli ekkí höfð með í útreikningum. “Undirflokkar
“annarra vefjagerða” ekki hafðir með i útreikningum. “Kynjamunur eingöngu fyrir gráðu, kíkvaðratpróf.
munur á dreifingu tilfella milli kynja hvað varðar
hægri og vinstri ristil. Þegar dreifing á undirflokka
var athuguð kom hins vegar fram marktækur
kynjamunur (p=0,002). Nánari athugun á því hvar
marktækur munur kæmi fram milli ristilhluta
leiddi í ljós að konur greindust marktækt oftar með
æxli í botnristli og þverristli en karlar (p<0,05) en
karlar marktækt oftar með æxli í hægri ristilbeygju
en konur (p<0,05). Hvað hlutfall af heildarfjölda
tilfella varðar er þessi munur lítill (2-4%).
Tafla II sýnir stórsætt útlit æxlisvaxtar, hring-
vöxt og stærð æxlisvaxtar með tilliti til kynja.
í töflu III kemur fram yfirlit yfir vefjagerðir,
æxlisgráðu (G), gerð æxlisjaðars og eitilfrumuíferð
við æxlisjaðar með tilliti til kynja. Kynjamunur
eftir vefjagerðum (kirtilkrabbamein, slímkirtil-
krabbamein, aðrar vefjagerðir) reyndist ekki
marktækur í kí-kvaðratprófi (p=0,049). Marktækur
kynjamunur kom hins vegar fram hvað varðar
gráðu. Nánari greining sýndi að konur greindust
marktækt oftar en karlar (p=0,001) með æxli
af gráðu þrjú (G3, illa þroskuð æxli) og karlar
greindust marktækt oftar en konur (p=0,001) með
æxli af gráðu 2 (G2) en konur. Ekki var marktækur
kynjamunur fyrir gráðu 1 (Gl).
Töflur IV-V sýna íferðardýpt æxlisvaxtar,
fjarmeinvörp, stig og ástand æða og eitla með
tilliti til æxlisvaxtar. Æxlisvöxtur fannst oftar
í svæðiseitlum (35%) en í æðum (29%). Hvað
varðar æxlisvöxt í æðum eða eitlum, fjarmeinvörp
eða T4b-æxli höfðu 53% sjúklinga einn eða fleiri
þessara þátta. Marktækur munur var á kynjum
hvað varðar æðaíferð og íferðardýpt með þeim
hætti að æxlisvöxtur fannst marktækt oftar í
æðum hjá konum (32%) en körlum (26%) en hvorki
var marktækur munur hvað varðaði æxlisvöxt
í svæðiseitlum né fjarmeinvörp. Fram kom
marktækur munur á kynjum hvað íferðardýpt (T)
varðar (tafla V) og nánari greining sýndi að þessi
munur laut eingöngu að T4-æxlum þar sem konur
greindust marktækt oftar en karlar með slík æxli
(P=0,002).
Til þess að leiðrétta fyrir mögulegum
skekkjuvaldandi áhrifum aldurs og staðsetningar
í ristli var aukalega gerð aðhvarfsgreining (logistic
regression) þar sem hlutfallsleg áhætta karla
miðað við konur á að greinast með illa þroskuð
æxli (G3), æxlisvöxt í æðum og T4-æxli var
athuguð að teknu tilliti til aldurs og staðsetningar.
Niðurstöður þeirra útreikninga styðja niðurstöður
úr kí-kvaðratsprófinu, þar sem fram kom marktækt
minni áhætta meðal karla en kvenna á að greinast
með þessa þætti (p<0,05).
Hliðarskurðbrún (tímabilið 1980-2004, 1377
tilfelli) var í 3% tilvika með æxlisvexti, álíka oft hjá
konum og körlum.
426 LÆKNAblaðið 2009/95