Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 57

Læknablaðið - 15.09.2009, Page 57
U M R Æ Ð U R O G FRÉTTIR ÓPÍATA-LYF Mynd 3. þessari 120 milljón króna hækkun, tramadól fer úr rúmlega 60 milljónum 2006 í rúmlega 90, fentanýl úr tæplega 50 í um 90 milljónir og oxýcódón úr rúmum 18 í tæpar 28 milljónir árið 2008. Með sama áframhaldi verður 500 milljóna múrinn rofinn 2009. Dæmi um hækkun lyfjaverðs í þessum flokki er að Contalgin hefur hækkað um 100% frá desember 2007 til desember 2008 samkvæmt upplýsingum Lyfjastofnunar. Hvað er í gangi? Er ég einn um að hafa áhyggjur af þessari makalausu þróun sem stendur að mínu mati á læknisfræðilegum brauðfótum? Heimildir 1. Portenoy RK, Foley KM. Chronic use of opioid analgesic in non-maíignant pain: report of 38 cases. Pain 1986; 25: 171- 86. 2. Angst MS, Clark JD. Opioid-induced hyperalgesia: a qualitative systematic review. Anesthesiology 2006; 104: 570- 87. 3. Mitra S. Opioid-induced hyperalgesia: pathophysiology and clinical implications. J Opioid Man 2008; 4:123-30. 4. Ballantyne JC, Mao J. Opioid therapy for chronic pain. N Engl J Med 2003; 349:1 943-53. 5. McQuay H. Opioids in chronic non-malignant pain: There's too little information on which drugs are effective and when (Editorial). BMJ 2001; 322:1134-5. 6. Kalso E, Edwards JE, Moore RA, McQuay HJ.Opioids in chronic non-cancer pain: systematic review of efficacy and safety. Pain 2004; 112: 372-80. 7. www.ampainsoc.org/advocacy/opioids.htm 8. www.painmed.org/pdf/opioid_consent_form.pdf 9. www.legeforeningen.no/asset/42591/l/Retningslinjer+sme rtebehandling+DNLF.pdf.pdf 10. Jónsson JS, Olason M. Verkjalyf á villigötum? Morgunblaðið, 22. febrúar 2003. 11. Clausen TG, Eriksen J, Borgbjerg FM. Legal opioid consumption in Denmark 1981-1993. Eur J Clin Pharmacol 1995; 48: 321-5. 12. Eriksen J, Jensen MK, Sjogren P, Ekholm O, Rasmussen NK. Epidemiology of chronic non-malignant pain in Denmark. Pain 2003; 106: 221-8. 13. nomesco-eng.nom-nos.dk/filer/publikationer/medicines% 20consumption.pdf 14. www.laegemiddelstyrelsen.dk/ 15. www.lyfjastofnun.is/Tolfraedi/Lyfjanotkun_og_velta /2008/ 16. Upplýsingar frá Landlæknisembættinu. Mynd mánaðarins Ólafur Þ. Jónsson svæfingalæknir olibara@mi.is Þessi mynd er af heila og taugaskurðlæknunum Kristni Guðmundssyni og Bjarna Hannessyni. Þeir hófu störf á Borgarspítalanum samtímis árið 1971 að loknu sérfræðinámi vestanhafs: Bjarni við Dartmouth Medical School Affiliated Hospitals, í Hanover, New Hampshire, og Kristinn við Mayo Graduate School of Medicine, í Rochester, Minnesota. Þeir voru árum saman einu heilaskurðlæknarnir á landinu. Mikið annríki var hjá þeim, vinnudagur oft langur og vaktabyrði mikil. Fyrstu árin tengdust þeir skurðlækningadeildinni en árið 1982 var stofnuð sérstök heila- og taugaskurðlækningadeild og voru þeir báðir ráðnir yfirlæknar. Áður en Kristinn og Bjarni komu til starfa voru flestir sjúklingar sem þurftu aðgerðir á heila sendir á heilaskurðdeild Ríkisspítalans í Kaupmannahöfn. Tveir læknar hér á landi höfðu þó stundað afmörkuð svið heilaskurðlækninga meðfram öðrum störfum: Bjarni Oddsson (1907-1953) og Bjarni Jónsson (1909-1999) en sá síðarnefndi hafði kynnt sér meðferð höfuðslysa og annaðist þau frá 1957-1971 er þeir Bjarni og Kristinn hófu störf. Tilefni myndar þeirrar sem hér birtist og var að eitt dagblaðanna heiðraði þá fyrir vel unnin störf með „(h)rós í lmappagatið". Kristinn Guðmuncissoit og Bjarni Hannesson, heila- og taugaskurðlæknar. Myndfrá Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Ijósmyndari ópekktur, merkt ALB 003- 024-7-2. Hún birtist væntanlega í Alþýðublaðinu í nóvember 1975. Birt með leyfi safnsins. LÆKNAblaðið 2009/95 605

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.