Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 20
FRÆÐIGREINAR
SJÚKRATILFELLI OG YFIRLIT
Tafla I. Taflan sýnirhvaða vörur frá Herbalife sjúklingarnir voru að nota. I sumum tilfellum
var um fleiri vörur að ræða en hér eru nefndar.
Nafn vöru sjúkl.
1 2 3 4 5
Rose Ox X X X X X
Florafibre X X
Thermojetics X X X
Fiber- och örttabletter X X
Herbalifeline X
Tang Kuei X X
Eftir stigafjölda er svo orsakasambandið metið
allt frá útilokað til mjög líklegt. WHO-aðferðin
metur samband lyfja og aukaverkana almennt
og tekur mið af tímasambandi milli inntöku
og einkenna, öðrum hugsanlegum skýringum
og hvort endurinntaka síðar leiddi til sömu
sjúkdómseinkenna. Niðurstaðan er gefin sem
lýsingarorð frá ósennilegt yfir í öruggt.
Fengin voru tilskilin leyfi Persónuverndar og
Vísindasiðanefndar og auk þess leyfi yfirmanna á
Landspítala og í Háskóla íslands.
bárust um ginseng eða alls 47 en engin þeirra
var vegna lifrarvandamála. Ein tilkynning var
um gulu vegna sólhatts. Vegna eðlis þessarar
rannsóknar var ekki hægt að útiloka að eitthvað af
þessum tilfellum væru talin oftar en einu sinni og
ekki fengust upplýsingar um hvaða vörutegundir
frá Herbalife þessir einstaklingar höfðu tekið.
Þessar niðurstöður voru túlkaðar sem merki um
hugsanlega hættu sem þyrfti að kanna betur.
Efniviður og aðferðir
Þessi samantekt nær til tilfella sem höfundar
höfðu vitneskju um á árunum 1999-2008. Ekki
var gerð skipulögð leit að sjúklingum með
lifrarskaða tengdan náttúruvörum. Farið var
yfir sjúkraskýrslur og kannaðar upplýsingar
um heilsufar, töku lyfja og töku náttúruefna.
Sérstaklega var reynt að afla upplýsinga um
hvaða vörur frá Herbalife þessir einstaklingar
höfðu notað. Við uppvinnslu sjúklinganna höfðu
að jafnaði verið gerðar eftirfarandi rannsóknir
til útilokunar á öðrum lifrarsjúkdómum:
Blóðvatnspróf fyrir lifrarbólguveirum A, B og
C, cýtómegalóveiru og Ebstein Barr veiru;
sjálfsnæmispróf með tilliti til lifrarbólgu (kjarna-
mótefni [ANA], sléttvöðvamótefni [SMA] og
orkukornamótefni [AMA]); ómskoðun af lifur
og gallvegum; lifrarástunga var gerð í völdum
tilfellum.
Við mat á orsakatengslum var notast við
Roussel Uclaf Causality Assessment Method
(RUCAM) aðferðina11 en einnig var stuðst við
skilmerki WHO - UMC varðandi orsakatengsl.12
RUCAM-aðferðin er sérstaklega hönnuð með
lifrarskaða af völdum lyfja í huga. RUCAM-
matið tekur þannig til greina tímasamband
en einnig aðra áhættuþætti fyrir lifrarskaða,
sem og hvort aðrir lifrarsjúkdómar hafi verið
útilokaðir. Gefin eru stig fyrir ýmsa undirþætti
í spurningalista og er lokaniðurstaða þannig að
því fleiri stig því meiri líkur á orsakasambandi.
Niðurstöður
Tilfelli 1:
46 ára gömul heilsuhraust kona var lögð inn
á Landspítala eftir 10 daga ógleði, slappleika
og vaxandi gulu. Hún hafði notað Herbalife-
vörur í rúman mánuð en engin lyf. Fyrir utan
hækkun á lifrarprófum, leiddu blóðrannsóknir
í ljós hækkun á kjarnamótefnum (ANA, títri
>1:300). Orkukornamótefni (anti-mitochondrial
antibodies; AMA) voru jákvæð við komu í
títra 1:160 og hækkuðu innan mánaðar í
1:320. Próteinrafdráttur sýndi fjölklóna IgG
hækkun (19,1 g/L). í lifrarsýni sáust merki
um bráða lifrarbólgu með áberandi blandaðri
bólgufrumuíferð á portalsvæðum en eirrnig utan
þeirra. Plasmafrumur voru áberandi en einnig
eitilfrumur, daufkyrningar og rauðkyrningar sáust
einnig. Talsverð gallstífla í smáum gallgöngum
(hepatocanalicular). Útlit talið samrýmast best
lyfja- eða eitrunaráhrifum en ekki var hægt að
útiloka aðrar orsakir, svo sem lifrarbólgu vegna
sjálfsnæmis. Konan hætti töku Herbalife og
lifrargildi lækkuðu hratt og var ALAT 84 innan
mánaðar. Konan var ekki meðhöndluð með
prednisólon eða öðrum lyfjum. Tæpu ári síðar
var ANA veikt jákvætt (<1:40), AMA títri 1:160 en
lifrarpróf alveg eðlileg.
Tilfelli 2:
47 ára gömul kona var lögð inn eftir að hafa verið
um tveggja vikna skeið með gulu og kláða. Hún
hafði áður verið með háþrýsting og vanstarfsemi
í skjaldkirtli og ári áður með gulu vegna Primazol
(trímetóprím og súlfametoxasól). Lyf: Atenólól
og týroxín (langtímanotkun). Hafði notað bæði
Herbalife og sólhatt (echinacea) en óljóst hversu
lengi. Rannsóknir voru allar neikvæðar með
tilliti til annarra lifrarsjúkdóma. Hún hætti töku
fæðubótarefna og innan þriggja mánaða voru
lifrarpróf orðin eðlileg. Hún hætti einnig notkun
atenólóls tímabundið en hóf síðar töku þess aftur.
Lifrarpróf héldust eðlileg.
168 LÆKNAblaðiö 2010/96