Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 13
FRÆÐIGREINAR RANNSÓKNIR hækknnar hjartadrepi, frá komu til læknis í héraði að komu á bráðamóttöku Landspítala var að miðgildi þrjár klukkustundir og sjö mínútur (dreifing 1:45-30:14 klst.) (mynd 2) en ekki var marktækur munur á sjúklingum sem voru fluttir frá Akureyri eða annars staðar á Norðursvæði (sjá töflu I). Hins vegar var flutningstími, frá útkalli sjúkraliðs og þangað til sjúklingur var kominn inn á Landspítala, marktækt styttri fyrir sjúklinga flutta frá Akureyri (sjá töflu II). Enginn munur var á heildarflutningstíma sjúklinga sem fengu segaleysandi lyf og þeirra sem ekki fengu segaleysandi lyf (3:16 á móti 3:01 klst.; P=0,46). 16 sjúklingar (48,5%) fengu segaleysandi lyf að miðgildi 33 mínútum eftir fyrstu samskipti við lækni, 26 (78,8%) fengu clopidogrel og enoxaparin og 15 (45,5%) fengu beta-hemla. Allir sjúklingar fengu magnýl. Ekki var marktækur munur á meðferð eftir því hvaðan sjúklingar voru fluttir og hvort þeir fengu segaleysandi lyf eða ekki (sjá töflu Illa og Illb). Við upphaf sjúkraflugs voru 27% sjúklinga með blóðþrýsting >140mmHg í efra slagbili (147-190mmHg) en enginn með <100mmHg. Við komu á Landspítala voru 33,3% með >140mmHg í efra slagbili og 9% með <100mmHg. Við upphaf sjúkraflugs voru 33,3% með hjartsláttarhraða >80/mínútu. Alls fengu 18,4% sjúklinga beta- hemla fyrir flutning og 44,5% fengu beta- hemla í sjúkraflugvél. Stærstur hluti (75%) sem ekki fengu beta-hemla voru með drep í undirvegg. Tveir sjúklingar voru meðhöndlaðir með samdráttarhvetjandi lyfjum (dobútamín), en báðir voru í 3. gráðu gátta-sleglablokki (Total AV- block). Reynt var að hraða hjartslætti hjá öðrum þeirra með gangráðsörvun gegnum húð en það tókst ekki. Hjartaensím (CK-MB, troponin t) mældust hækkuð í sermi allra sjúklinga, troponin t að meðaltali 5,9 pg/mL og CK-MB að meðaltali 157,2 pg/L (á fyrstu tveimur sólarhringum í legu). 39,4% voru enn með hækkun á ST-bili við komu á Landspítala en ekki var marktækur munur milli þeirra sem fengu segaleysandi lyf og þeirra sem ekki fengu slíka meðferð (sjá töflu IV). Tveir sjúklingar voru með vinstra greinrof og hjá fjórum var ekki tekið rit við komu á Landspítala. Alls fóru fimmtán sjúklingar í bráða krans- æðavíkkun, eða rúm 88% þeirra sem ekki fengu segaleysandi meðferð. Tveir sjúklingar undirgengust ekki bráða kransæðavíkkun. Annar var 89 ára og var meðhöndlaður með lyfjum og hinn reyndist ekki unnt að þræða vegna lokunar á náraslagæðum. Miðgildi tímalengdar frá komu inn á bráðamóttöku þangað til æð var víkkuð var 0:42 klst. (dreifing 0:23-8:31 klst.). í hópnum Tafla II. Viðbragðstími sjúkraiiðs til sjúklinga og þangað til flug með sjúkling hefst. Sjúkrahús Akureyrar (n=17) Flugvellir utan Akureyrar (n= 16) p-giidi Viðbragðstími frá útkalli til sjúklings 0:21 klst. (0:13-0:53) 0:54 klst. (0:31-1:37) P<0,05 Viðbragðstími frá útkalli þar til flug með sjúkling hefst 0:55 klst. (0:37-2:07) 1:15 kist. (0:40-2:45) P=0,09 P<0,05 = marktækur munur á milli hópa. Allir uppgefnir timar eru miðgildi. Tafla III. Fjöldi sjúklinga (%) sem fengu gagnreynda lyfjameðferð fyrir komu á Landspitaia. Segaleysandi lyf Ekki segaleysandi lyf (n=17) * (n=16) p-giidi Magnýl 100% (n=16) 100% (n=17) Plavix 75,0% (n=12) 82,4% (n=14) P=0,46 Enoxaparin (LMWH) t 82,4% (n=14) 75% (n=12) P=0,23 Beta-hemlari 35,3% (n=6) 56,3% (n=9) P=0,30 ' Einn sjúklingur var með algera frábendingu og tveir með afstæða frábendingu fyrir gjöf segaleysandi lyfja. 1 Einn sjúklingur fékk heparín í stað enoxaparin. Ekki hefur verið sýnt fram á gagnsemi (né skaða) af gjöf enoxaparins fyrir bráða kransæðaþræðingu. sem fékk segaleysandi meðferð gengust allir undir hjartaþræðingu eftir komu á Landspítala. í rúmlega þriðjungi tilfella (37,5%) var um að ræða björgunarvíkkun (ST-hækkun enn til staðar á hjartalínuriti við komu), sem að jafnaði fór fram þremur korterum eftir komu á Landspítala (miðgildi 45 mín; dreifing 0:37-1:47 klst). Tíu sjúklingar (62,5%), sem fengu fulla segaleysandi meðferð með þeim árangri að ST hækkanir höfðu horfið fyrir komu á Landspítala, gengust undir hraðaða kransæðaþræðingu (Routine PCI post thromolysis) tæpum tveimur klukkustundum eftir komu á Landspítalann (sjá töflu IV) og tæpum 11 klukkustundum (dreifing 2:15-39:45 klst.) eftir segaleysandi lyfjagjöf. Alls voru sjö atvik skráð í þessum 33 sjúkraflutningum. Einn æðaleggur tapaðist, tveir sjúklingar voru með súrefnismettun <90% á Mynd 2. Kassaritið sýnir dreifingu heildarflutningstima (tími frá komu sjúklings til læknis að komu á bráðamóttöku hjartveikra á Landspítala). Fjórðungur gilda liggur fyrir ofan kassann og fjórðungurfyrir neðan hann. Lárétta línan táknar miðgildi og skeggin afmarka gildi sem ekki teljast frávillingar. Stjörnurnar tákna miklafrávillinga (e. extreme outliers). Einn sjúklingur er ekki sýndur, en heildarflutningstími í hans tilfelli var ríflega 30 klst. LÆKNAblaðið 2010/96 161
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.