Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 48

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 48
UMRÆÐA 0 G FRÉTTIR TÓBAKSFRAMLEIÐSLA Tóbaksframleiðendur eru verri en eiturlyfjabarónar - segir Richard Hurt, yfirlæknir á Mayo Clinic í Minnesota Hávar Sigurjónsson „Við höfum verið að þróa þessa meðferð frá 1988 og höfum náð góðum árangri í meðhöndla nikótínfíkn," segir Hurt í samtali við Læknablaðið en hann hélt athyglisverðan fyrirlestur á Læknadögum í janúar. Hurt fjallaði annars vegar um uppbyggingu og árangur meðferðar við tóbaksfíkn sem hann hefur átt þátt í að þróa við Mayo-sjúkrahúsið í Rochester í Minnesota og hins vegar um þaulskipulagða áróðursstarfsemi tóbaksfyrirtækja undanfarna áratugi við að draga úr trúverðugleika vísindarannsókna á heilsuspillandi áhrifum tóbaksreykinga. „Meðferðin við tóbaksfíkninni er í fjórum þáttum," segir Hurt. „í fyrsta lagi er tekið á hegðunarferli, í öðru lagi fíknmynstri, í þriðja lagi lyfjameðferð og í fjórða lagi eftirmeð- ferðarstuðningur til að hjálpa einstaklingnum við að byrja ekki reykingar að nýju. Ráðgjöfin beinist að því að fá sjúklinginn til að breyta hegðunarmynstri sínu og skilja fíknina en lyfjameðferðin byggist á þeirri sannfæringu okkar að nikótínfíkn sé í engu frábrugðin öðrum sjúkdómum þar sem nota þarf lyf til að komast yfir fíknina og draga úr fráhvarfseinkennum. Við notum fimm nikótínlyf og tvö sem ekki innihalda nikótín. Af nikótínlyfjunum má nefna nefúða, tyggitöflur og plástra en af hinum má nefna chempex sem ég veit að er notað á Islandi. Hversu lengi sjúklingurinn þarf að nota þessi lyf fer eftir árangrinum svo svarið er einfaldlega eins lengi og þörf er á. Viðtakamir í heilanum fyrir nikótínið þurfa mislangan tíma til að venjast minnkandi nikótínmagni, það er einstaklingsbundið, svo við hvetjum sjúklinginn til að nota lyfin eins lengi og hann telur sig hafa þörf fyrir þau. Yfirleitt er þetta ekki lengri tími en þrír mánuðir en getur þó í sumum tilfellum orðið lengra." Grunnmeðferðin felst í viðtali við ráðgjafa og hópmeðferð á göngudeild vikulega í sex vikur, en einnig er í boði átta daga innlagnarmeðferð með göngudeildarstuðningi í framhaldinu. Hurt segir innlagnarmeðferðina skila umtalsvert meiri árangri, ríflega helmingur þeirra sem leggjast inn eru reyklausir ári síðar en tæplega fjórðungur þeirra sem nýta sér göngudeildarmeðferðina eingöngu. „Það er engu síður mjög viðunandi árangur en ástæðan fyrir betri árangri innlagnarmeðferðarinnar er annars vegar vegna þess að þeir sem óska eftir innlögn eru yfirleitt mjög vel móttækilegir fyrir meðferðinni og svo er meðferðin yfirgripsmeiri." Hurt segir að síðustu árin hafi árangurinn orðið mælanlega betri og segir skýringuna marg- þætta. „Við höfum lært heilmikið á þessum 22 árum og notum lyfin með miklu markvissari árangri. Einnig hefur almenningsálitið breyst gagnvart reykingum og opinberar reglur hafa gert reykingafólki erfiðara fyrir," segir hann en það sé þó greinilega ekki eins áhrifaríkt í Bandaríkjunum þar sem þjóðfélagsgerðin er flóknari og misjafnar reglur í gildi frá einu fylki til annars. „Á íslandi hefur almenningsálitið örugglega haft mikil og góð áhrif." ísland f forystu Það má gjarnan rifja upp að ísland hefur verið í fararbroddi í heiminum hvað varðar takmarkanir á sölu og auglýsingum á tóbaksvörum. Island var fyrsta landið í heiminum til að taka upp aðvaranir á umbúðum um heilsuspillandi áhrif tóbaks og einnig varð Island fyrst til að banna sýnileika tóbaks í verslxmum. Bann við tóbaksauglýsingum og loks bann við reykingum á vinnustöðum setur Island einnig fremst í baráttunni gegn tóbaksnotkun. Hurt segir allt þetta hafa gríðarlega mikil áhrif í baráttunni gegn reykingum og vísar 196 LÆKNAblaðið 2010/96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.