Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 49

Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 49
UMRÆÐA O G FRÉTTIR TÓBAKSFRAMLEIÐSLA Tóbaksframleiðendur ganga útfrá peirri staðreynd að sígarettur drepa 60% af viðskiptavinum peirra, segir Richard Hurt, yfirlæknir á Mayo Clinic í Minnesota. til leyndarskjala tóbaksfyrirtækjanna um hvernig þau beittu sér markvisst á Vesturlöndum til að hindra og tefja reglur og lagasetningar af þessu tagi. „Tóbaksframleiðendur eyddu gríðarlegum fjárhæðum í að hindra lagasetningu um bann við auglýsingum og notkun tóbaks og það er athyglisvert fyrir íslendinga að í innanhúss bréfaskiptum bandaríska tóbaksframleiðandans Brown and Williamsson haustið 1983 kemur fram að vert sé að hafa í huga að umboðsmaður Moorgate tóbaksrisans á Islandi, Albert Guð- mundsson, sé einnig fjármálaráðherra. „lt may be worthwhile mentioning that Mr. Gudmundsson is currently the Finance Minister of Iceland." Harðsnúinn og valdamikill iðnaður Hurt var eitt lykilvitnanna í hinum svokölluðu Minnesota-réttarhöldum 1998 gegn þremur stærstu tóbaksfyrirtækjunum í Bandaríkjunum sem margir hafa lýst sem stærsta áfanga 20. aldar í baráttu fyrir bættri almennri lýðheilsu í heiminum. Réttarhöldin voru höfðuð af saksóknaraembætti Minnesota-ríkis á þeim forsendum að tóbaks- fyrirtækin hefðu um árabil svikist undan ábyrgð um að birta réttar niðurstöður rannsókna á áhrifum tóbaksreykinga á heilsu fólks, haft vísvitandi samráð sín á milli um að leyna réttum niðurstöðum rannsókna á heilsuspillandi áhrifum reykinga. Auk þessa voru tóbaksfyrirtækin kærð fyrir að brjóta lög um neytendavernd, lög um sviksemi gagnvart neytendum, lög um ólögmæta viðskiptahætti, lög um rangar upplýsingar í auglýsingum og loks lög um blekkingar í viðskiptum. Hurt segir að mesti sigur þessara réttarhalda hafi verið að tóbaksfyrirtækin voru dæmd til að birta opinberlega allar niðurstöður rannsókna sem gerðar höfðu verið á þeirra vegum og þau haldið leyndum fyrir yfirvöldum og almenningi. Þessi skjöl eru ekkert smáræði að vöxtum, tugir milljóna blaðsíðna ef allt er talið, auk myndbanda og hljóðupptaka. Hurt segir að magnið hljómi kannski yfirgengilegt og rifjar upp að lögfræðingateymi tóbaksfyrirtækjanna hafi ætlað að beita þeirri aðferð að drekkja sækjendum í pappírum en gleymt því að veturinn í Minnesota er langur og menn hafi einfaldlega lagst yfir þetta og lesið sig í gegnum efnið á nokkrum mánuðum til að finna það sem skipti máli fyrir réttarhöldin. „Margt af því sem fylgdi með og kom réttarhöldunum ekki við hefur síðar reynst ómetanlegt við að kortleggja og upplýsa um hversu markviss og ófyrirleitin LÆKNAblaðið 2010/96 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.