Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 52
U M R Æ Ð A
A K R A N E S
O G
F R É T T I R
Jafnlangt báðar leiðir
- heimsókn á sjúkrahúsið á Akranesi
„Okkur þykir ómaklegt að heyra sífellt umræður um að sjúkrahús
í nágrenni Reykjavíkur séu rekstrarlega óhagkvæm og best
væri að sem mest af þjónustunni væri veitt í Reykjavík," segir
Þórir Bergmundsson, framkvæmdastjóri lækninga og rekstrar á
Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi. „Staðreyndin er sú að
Sjúkrahús Akraness er mjög vel rekin stofnun og reksturinn hefur
árum saman verið í jafnvægi. Þá hefur mikil vinna verið lögð í
rekstraráætlanir ár hvert, þeim síðan fylgt eftir með virku aðhaldi
og fjárlög virt. Allt hefur verið sparað eftir föngum, reynt hefur
verið að jafna áhrifum skertra fjárveitinga á herðar sem flesta og
nú þegar okkur hefur verið gert að skera niður um stórar fjárhæðir
í rekstri tvö ár í röð hafa starfsmenn tekið höndum saman og standa
vörð um sinn vinnustað, þrátt fyrir umtalsverða kjaraskerðingu, til
að ekki þurfi að segja upp fólki."
Talsverð breyting varð á rekstrarumhverfi innan
heilbrigðisþjónustunnar á Vesturlandi um síðustu
áramót en þá voru heilbrigðisstofnanir og átta
heilsugæslustöðvar sameinaðar undir eina stjórn
með aðsetur á Akranesi. Hin nýja stofnun heitir
Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Þetta eru auk
sjúkrahússins á Akranesi heilsugæslustöðvarnar
á Akranesi, í Borgamesi, Ólafsvík, Grundarfirði,
Stykkishólmi, Búðardal, Hólmavík og Hvamms-
tanga auk St. Franciskusspítalans í Stykkishólmi
og sjúkra- og hjúkrunardeildanna á Hvammstanga
og Hólmavík.
Sjúkrahúsið á Akranesi tók til starfa árið 1952 og
varð fjórðungssjúkrahús tíu árum síðar. Stofnunin
hefur vaxið og dafnað og er fjölgreinasjúkrahús
sem sinnir bráðaþjónustu allan sólarhringinn.
Þjónustusvæði þess nær frá Hvalfirði norður
til Hvammstanga og Hólmavíkur. Þá er löng
hefð fyrir því að öðrum landsmönnum standi
þjónusta sjúkrahússins til boða. Þannig er fjórði
hver aðgerðarsjúklingur með heimilisfesti á
höfuðborgarsvæðinu. Tæplega fjórði hver nýburi
á einnig lögheimili þar. Á heilsugæslustöðinni,
sem er í sama húsi, eru 15 starfsmenn þar af fimm
læknar. Heildarfjöldi starfsmanna sjúkrahússins
og heilsugæslustöðvarinnar á Akranesi er 210, þar
af eru 17 læknar í 12 stöðugildum. Mjög fjölbreytt
Hávar sérfræðilæknisþjónusta er til staðar. Sjúkrahúsið
Sigurjónsson er deildaskipt með fjórum legudeildum; lyf-
lækningadeild með 18 legurúmum, 10 rúma
kvennadeild með tveimur vel útbúnum fæð-
ingarstofum, 10 rúma handlækningadeild,
22 rúma öldrunar- og endurhæfingardeild,
skurðdeild með tveimur skurðstofum auk
stoðdeilda í geislagreiningu, rannsóknarstofu
og endurhæfingardeild. Á sjúkrahúsinu er
einnig teknir til starfsnáms og þjálfunar lækna-,
hjúkrunar- og sjúkraliðanemar.
Traust bakland
Sjúkrahúsið er stærsti vinnustaðurinn á Akranesi
og segir Þórir að um stofnunina ríki mikil
samstaða í bæjarfélaginu.
„Akumesingar og raunar Vestlendingar allir
hafa staðið þétt við bakið á starfseminni hér.
Stofnunin á sér fjölmennan hóp velunnara;
einstaklinga og félagasamtaka, sem með fjárfram-
lögum og tækjagjöfum hafa stutt dyggilega við
það starf sem urtnið er hér. Gott dæmi um velvilja
íbúanna er að fyrir fáeinum árum var efnt til
söfnunar velunnara fyrir sneiðmyndatæki og á
innan við mánuði var upphæðin komin. Þetta tæki
hefur sparað sjúkrahúsinu háar fjárhæðir þar sem
annars þyrfti að senda alla sjúklinga til Reykjavíkur
í slíkar rannsóknir. Húsnæði sjúkrahússins er
misjafnlega gamalt, elsti hlutinn tekinn í notkun
1952 og nýjasti hlutinn á árinu 2002. Legurými
lyflækninga og handlækningadeildar er orðið
brýnt að endurbæta enda hefur það verið óbreytt
ífjóra áratugi."
Sólarhringsvakt og stuttur viðbragðstími
„Hér á sjúkrasviðinu er alltaf einn deildarlæknir á
vakt, allan sólarhringinn, allt árið um kring. Auk
þess eru fjórir sérfræðingar á bakvakt; lyflæknir,
skurðlæknir, fæðinga- og kvensjúkdómalæknir og
svæfingalæknir. Vakthafandi sérfræðingar dvelja
á vöktunum hér á Akranesi og nokkrir þeirra
eru búsettir hér. Þegar landlæknisembættið lét
gera úttekt á fæðingaþjónustu heilbrigðisstofnana
hér á landi fyrir örfáum árum var meðal
annars sérstaklega skoðað hver viðbragðstími við
keisaraskurði væri. í ljós kom að viðbragðstíminn
hér frá ákvörðun um aðgerð að fæðingu barns
200 LÆKNAblaðið 2010/96