Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 44
U M R Æ Ð A
L Æ K N I R
O G F R É T T I
Á H A I T I
R
Þrífst vel undir álagi
- segir Hlynur Þorsteinsson þyrlu- og rústabjörgunarsveitarlæknir
Ein segir að sér líki best að vera í ati og hraða í vinnunni og því
ini hann vel við sig á slysa- og bráðadeildinni þar sem hann
iir starfað frá árinu 1998. Þetta er læknirinn og tónlistarmaðurinn
nur Þorsteinsson sem um árabil hefur verið fastur maður í
lusveit Landhelgisgæslunnar og einnig í rústabjörgunarsveit
dsbjargar, sveitarinnar fræknu sem fór til Port au Prince á Haiti
Slfar jarðskjálftans í byrjun janúar.
„Þetta var erfið ferð," segir Hlynur sem vill þó
ekki gera meira úr sínum hlut en efni standa til.
„Mitt hlutverk innan sveitarinnar er fyrst og
fremst að fylgjast með ástandi manna og sjá til
þess að allir haldi heilsu í gegnum þau erfiðu
verkefni sem sveitin þarf að vinna við svona
aðstæður."
Hlynur hlaut sérfræðiréttindi í heimilislækn-
ingum 1992 og starfaði sem heilsugæslulæknir á
heilsugæslustöðvum í Reykjavík og nágrenni þar
til hann réðst á Bráðamóttökuna. „Ég hafði áður
verið súper-kandídat bæði á slysó eins og hún
var áður og einnig á bráðamótttöku lyfjadeildar
Landspítalans svo þetta er orðinn talsverður tími
þegar allt er lagt saman. Nú er þetta að breytast
aftur ef bráðamóttakan á Hringbraut færist til
okkar í Fossvoginum að nokkru eða jafnvel öllu
leyti."
Á undanförnum árum hafa bráðalækningar
rutt sér nokkuð til rúms sem sjálfstæð sérgrein
og Hlynur segir vissulega nokkurn mun á þeim
og heimilislækningum. „Bráðalækningar eru eins
og nafnið bendir til með talsvert þrengra svið
og vettvangur þeirra er bráðadeildirnar en
heimilislæknar þurfa að kunna skil á fleiri greinum
því þeir geta lent í alls kyns aðstæðum í starfi sínu,
sem héraðslæknar og heilsugæslulæknar. Ég kunni
reyndar mjög vel við mig sem heilsugæslulæknir
en hluti af mér þrífst vel á hraðanum og álaginu
sem fylgir bráðamótttökunni."
Aksjónmaður með afbrigðum
Hávar Hann segist vera svo heppinn að hafa alltaf
Sigurjónsson haft eitthvað annað meðfram fastri vinnu
sem læknir og nefnir að á árum áður hafi
hann verið heimilislæknir nunnanna í
Karmelítaklaustrinu í Hafnarfirði og einnig hafi
hann sinnt læknisþjónustu um sjö ára skeið fyrir
Krísuvíkursamtökin sem reka meðferðar- og
dvalarheimilið í Krísuvík. „Svo skoppaði ég
með Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur í ein
ellefu sumur og var opinber læknir rallíkeppna
á þeirra vegum. Rallíakstur hefur reyndar aldrei
verið neitt sérstakt áhugamál en ég hef gaman af
fjölbreyttum verkefnum og dróst einhvern vegirtn
inn í þetta."
Hann segist hafa byrjað með þyrlusveit
Landhelgisgæslunnar árið 2000 og svo hafi
rústabjörgunarsveitin bæst við tveimur árum
síðar.
Hverjir veljast til starfa úr liópi lækna í
þyrlusveitina er engin tilviljun. „Menn eru nánast
handvaldir því þetta á alls ekki við alla. Menn
þurfa að ráða vel við mjög fjölbreytt verkefni og
hafa mikla reynslu af læknisstörfum. Við erum sex
læknar sem skiptum þessu með okkur og alltaf er
reynt að hafa einn unglækni í hópnum sem þó er
kominn með góða reynslu. Unglæknirinn er valinn
eftir að við höfum fengið augastað á honum fyrir
dugnað og sjálfstæði í starfi. Þyrluþjálfunin sjálf
felst í að læra að síga úr vélinni, læra umgengni
við búnaðinn, þyrluna og áhöfnina. Reglulega eru
haldnar æfingar í að síga, bæði á sjó og landi; svo
eru þrjú námskeið á ári í öryggismálum en annað
hvert ár er haldið námskeið í því hvernig maður
á að bjarga sér út úr þyrlunni ef hún lendir í vatni
eða sjó. Þau námskeið eru haldin í Aberdeen í
þyrlulíkani í sérstökum tanki þar sem hægt er að
líkja eftir raunverulegum aðstæðum. Fullþjálfaður
þyrlulæknir er því búinn að ganga í gegnum
talsverða þjálfun og menn verða ekki beinlínis
gripnir upp af götunni í þetta."
Það er varla hægt annað en spyrja Hlyn um
minnistæðar björgunaraðgerðir með þyrlunni og
hann segir þær margar sitja í minninu. Hann rifjar
upp mikla og erfiða aðgerð við að sækja slasaða
björgunarsveitarkonu sem hafði orðið fyrir því að
slasast mjög illa á fæti innst í gilinu í Botnsdal í
Hvalfirði, alveg inn við fossinn Glym.
192 LÆKNAblaðið 2010/96