Læknablaðið - 15.03.2010, Blaðsíða 7
Kristján
Erlendsson
krerlend@landspitali. is
Höfundur er framkvæmdastjóri
Vísinda-, mennta- og gæðasviðs
Landspítala, og varadeildarforseti
læknadeildar HÍ.
Clinical Research Center
at Landspitali -University
Hospital
Kristján Erlendsson MD,
Excecutive Director of
Research, Education and
Quality,
Landspitali - University
Hospital
and
Associate Professor,
Associate Dean of Students,
Vice Dean of Medical
Faculty,
University of lceland.
RITSTJÓRNARGREINAR
Klínískt rannsóknasetur
Landspítala og Háskóla íslands
Ein af aðalröksemdunum fyrir því að sameina
Ríkisspítalana og Sjúkrahús Reykjavíkur voru að
þannig gæfist tækifæri til þess að draga saman á
eina stofnun þá háskólastarfsemi sem fram hafði
farið á sjúkrahúsunum báðum, en verið dreifð
og lítt skipulögð fram að þeim tíma. Hún hafði
þó vissulega verið til staðar en samanburður
og samkeppni við erlenda háskólaspítala
hvatti í auknum mæli til þess að vísinda- og
kennslustarfsemi yrði efld og viðurkennd sem
eðlilegur þáttur með þjónustu við sjúklinga og
samofin henni í daglegu starfi háskólaspítalans.
Ýmis skref hafa síðan verið tekin á þessari
leið, með formlegri stofnun skrifstofu kennslu,
vísinda og þróunar en ekki síst með formlegum
samstarfssamningi spítalans og Háskóla íslands
sem fyrst var gerður 2001 og síðast endurskoðaður
árið 2006. Við opnun Klínísks rannsóknaseturs
Landspítala og Háskóla íslands 15. janúar var
stigið enn eitt skrefið í þá átt að viðurkenna og
styrkja háskólastarfsemi á spítalanum. Þannig er
jafnframt unnið að því að uppfylla lagafyrirmæli
nýrra heilbrigðislaga þar sem er kveðið á um
að spítalinn skuli stunda vísindarannsóknir og
veita vísindamönnum á sviði heilbrigðisvísinda
aðstöðu til þess að stunda rannsóknir sínar.
Klínískar rannsóknamiðstöðvar hafa lengi
verið til á erlendum háskólasjúkrahúsum og
hafa á síðustu árum víða þróast yfir í einingar
þar sem skipulögð hefur verið sameiginleg
þjónusta við rannsóknir og vísindamenn. Þær hafa
létt vísindamönnum ýmiss konar umsjónarstarf,
stuðlað að samnýtingu tækja og húsnæðis og
greitt fyrir samstarfi og samskiptum skyldra
rannsóknarhópa. Með uppbyggingu öflugra
innviða hafa vísindamennimir getað einbeitt sér
að sínum sérsviðum og skapast hefur hvetjandi
umhverfi, og meiri sókn í alþjóðlega styrki og
meiri eftirtekju á því sviði. Þannig er hægt að styðja
við eða ýta úr vör starfsemi sem kann í upphafi að
þurfa sérstakan stuðning, en er háskólaspítala
nauðsynleg til að þar megi stunda klínískar
rannsóknir sem geta vegið þungt á alþjóðlegum
vettvangi. Þá hafa þróast innan þessara miðstöðva
umsjón gagnabanka, lífsýnabanka og þar orðið
aðsetur ýmiss konar þróunar, vinnu að málefnum
persónuvemdar og læknisfræðilegrar siðfræði.
Ekki er óalgengt að þessar stofnanir séu
sameign spítala og háskóla til að nýta megi
þekkingu og möguleika stofnananna beggja.
Hið nýja íslenska klíníska rannsóknasetur hefur
leitað fyrirmynda og ráða hjá erlendum stofn-
unum, í Bergen, Stokkhólmi og Minneapolis.
Lögð hefur verið áhersla á að tvöfalda ekki
þjónustu og unnið að skipulagningu samstarfs
við Rannsóknarþjónustu HÍ, til dæmis er varðar
styrkjaöflxm, umsjón hugverkaréttar og einkaleyfa.
Þá verður áfram byggt á reynslu sem fengist hefur
á Landspítala í samningagerð við íslenskar og
erlendar rannsóknastofnanir og lyfjafyrirtæki.
Það sama á við um þjónustu við þá sem hlotið
hafa rannsóknastyrki. Árið 2008 hafði Vísinda-,
mennta- og gæðasvið til dæmis umsjón með um
280 mkr. styrkjafé vísindamanna Landspítala og
HÍ. Þá er upplýsingasöfnun um vísindastarf á
spítalanum komið í fast form.
Þær nýju áherslur sem nú koma til auk
bættra innviða verður aukin aðstoð við gerð
styrkumsókna til Evrópusambandsins og NIH
og menn hvattir til að nýta þá möguleika sem í
boði eru. Lögð verður áhersla á að skipuleggja og
efla klínískar lyfjarannsóknir og skapa vettvang
til að mæta breyttum kröfum lyfjafyrirtækja
um nútímalega aðstöðu og taka þátt í að skapa
tækifæri til framþróunar.
Þá verður unnið að því að efla og hvetja til
nýsköpunar en víðast er á háskólaspítölum
kallað eftir æ meiri og skipulagðari hagnýtingu
rannsóknaniðurstaðna og einkaleyfisumsókna.
Nýta þarf alla möguleika til að auka fjárstreymi til
vísindarannsókna; nýjar styrkumsóknir, sérstakar
tekjuaflanir og nýir samningar um lyfjarannsóknir
og hagnýtingu rannnsóknaniðurstaðna.
Setrið verður rekið sem hluti vísinda-
mennta- og gæðasviðs og ráðinn hefur verið
verkefnastjóri. Setrið verður undirstaða starfsemi
sérstakra rannsóknastofa í hjartasjúkdómum,
nýrnasjúkdómum, lífverkfræði, bæklunarsjúk-
dómum, krabbameinum, öldrunarsjúkdómum
og hjúkrun svo nokkuð sé nefnt. Grunnurinn
verður sem fyrr náin samvinna Landspítala og
heilbrigðisvísindasviðs HÍ.
LÆKNAblaðið 2010/96 155