Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 3

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 3
Glóðvolgur (slendingur fæddur á Landspítala 23.febrúar 2012, skuldar ekkert ogfær ef til vill fæöirigarstyrk. Breytingar á reglum um fæðingarstyrk Á fundi stjórnar Fjölskyldu- og styrktarsjóðs lækna (FOSL) hinn 1. febrúar síðastliðinn voru samþykktar breytingar á reglum sjóðsins um fæðingarstyrki. Breytingin felst í því að ef báðir foreldrar barns eru læknar fá þeir framvegis báðir fæðingarstyrk, annað foreldrið fær fullan styrk, hitt foreldrið fær hálfan styrk. Áður voru reglur þannig að aðeins var veittur einn styrkur með hverju barni. Fullur fæðingarstyrkur vegna eins barns nemur nú 350.000 krónum, eða 525.000 krónum ef báðir foreldrar eru læknar. Þá er ennfremur gerð sú breyting að sækja þarf um fæðingarstyrk innan árs frá fæðingu barns. Eingöngu læknar sem starfa og þiggja laun á íslandi eiga rétt á að fá greiddan fæðingarstyrk úr sjóðnum. Sjá nánar reglur FOSL á heimasíðu Læknafélags íslands, www.lis.is. Aðrar breytingar voru ekki gerðar á reglunum, en stjórnin vinnur að heildarendurskoðun þeirra. Stjórn FOSL skipa þau Dóra Lúðvíksdóttir, formaður, Hjalti Már Þórisson og Ólafur Þór Gunnarsson. Varamaður er Rannveig Pálsdóttir. ^^^HLISTAMAÐUR MANAÐaRINS Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL w ww. laeknabladid. is Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi 564 4104-564 4106 Útgefandi Læknafélag íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Anna Gunnarsdóttir Gylfi Óskarsson Hannes Hrafnkelsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Þórunn Jónsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaðurog Ijós- myndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Dögg Árnadóttir dogg@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1700 Áskrift 10.900,- m. vsk. Lausasala 1090,- m. vsk. Bára Kristinsdóttir (f. 1960) hefur undanfarin ár unnið fjölbreyttar Ijósmyndaseríur sem margar hafa sést á sýningum. Hún hefur markvisst þróað listræna Ijósmyndun sína frá þvi hún lærði fagið I Svíþjóð á níunda áratugnum og fluttist til (slands að nýju I upphafi þess tíunda. Hún hefur verið virkur félagi í hinu unga Félagi íslenskra samtímaljós- myndara sem var meðal annars sýnilegt á Listahátíð í Reykjavík í fyrra og stóð fyrir Ljósmyndadögum nú í febrúar sem leið. (nýlegum verkum, Stillu, skrásetti Bára nærumhverfi borgarinnar skömmu eftir hrun og náði að myndgera ráðaleys- ið og spennuna sem ríkti I samfélaginu. Nokkru fyrr fangaði hún annars konar andrúmsloft dulúðar og framandleika I seríunni Heitir reitir sem tekin var í göml- um og nýjum gróðurhúsum. Bára safnar nú efni I nýja myndaröð sem byggist á vinnuheitinu „Get ég gert eitthvað fyrirþig?" (2012). Þar leitast hún við að tjá íslandi ást sína og þakklæti fyrir allt það sem landið hefur gefið henni I gegnum árin. Eins og í fyrrnefndum seríum eru myndirnar mannlausar þótt ummerki manna sé víða að sjá. Hún ferðast um á öllum árstíma og fangar umhverfið I sinni hversdagslegu mynd, en ekki þá upphöfnu ægifegurð sem stundum einkennir sýn okkar á landið. Myndirnar eru fremur af því landi sem okkur hættir til að yfirsjást og taka sem sjálfsögðum hlut. Verkin bera ekki með sér bláeyga von um skilyrðislausa umhverfisvernd en efla vitundina um hið sérstaka sambýli manns og náttúru hér á landi. Bára myndar I slyddu og þoku, uppi á heiðum og inni I miðri borg. Hið óárennilega einskis- mannsland sem sjá má á forslðumynd Læknablaðsins þar sem njólar og hríslur vaxa I algerri órækt er ekki eins langt undan og mann gæti grunað. Myndin er tekin nærri Valsvelli hjá Flugvallarvegi í Reykjavík og linsunni beint að Landspítalanum sem sést í skammdegissólinni I fjarska. Eins og svo oft búa látlausar myndir Báru yfir einhverjum spennandi snúningi sem kemur á óvart. Markús Þór Andrésson Prentun, bókband og pökkun Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Höfðabakka 3-7 110 Reykjavík © Læknablaöið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráðar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/Science Edition og Scopus. The scientific contents of the lcelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 LÆKNAblaðið 2012/98 135

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.