Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 18
RANNSÓKN Tafla I. Skipting og timalengd sárasogsmeðferða eftir sérgreinum. Sérgrein n Fjöldi Heildar- Meðallengd með- fjöldi daga í meðferðar, ferða meðferð dagar Æðaskurölækningar 18 23 447 19 Brjóstholsskurðlækningar 17 17 233 14 Lýtalækningar 12 13 408 31 Bæklunarlækningar 4 5 153 31 Endurhæfingalækningar 1 1 17 17 Almennar skurðlækningar 4 4 98 25 Smitsjúkdómalækningar 1 2 237 119 Samtals 57* 65 1593 25 ’Einn sjúklingur er tvítalinn þar sem hann var meðhöndlaður á tveimur sérgreinadeildum vegna óskyldra vandamála. frá þeirri skrá var hægt að finna sjúkraskrár þeirra. Einnig var haft samband við umboðsaðila sárasogstækja á íslandi og fengnar upp- lýsingar um sjúklinga sem höfðu verið meðhöndlaðir utan spítala. Fmmkvæmd sámsogsmeöferöar Sárasogsmeðferð fer þannig fram að áður en umbúðir eru lagðar eru sárin hreinsuð og dauður vefur fjarlægður. Ef notast er við svampumbúðir er svampurinn sniðinn ofan í sárið og plastfilma límd yfir. Filman er látin ná út á húðbarmana þannig að ekki leki loft meðfram henni og þannig myndað lofttæmi. Síðan er gert lítið gat á filmuna og slanga úr sárasugunni tengd við svampinn. Þegar notast er við grisjur er sogslöngu úr sogtækinu komið fyrir á milli grisjulaga og filma límd yfir grisjurnar. Sáravökvi er sogaður úr sárinu í sérstakt safnhólf á sogtækinu sem hægt er að skipta um án þess að skipta um umbúðir á sárinu sjálfu. Oftast er skipt um umbúðir annan til þriðja hvern dag en fyrir ákveðnar tegundir sára eru umbúðir þó hafðar á í allt að 5 daga, til dæmis við mið- mætissýkingar eftir opnar hjartaskurðaðgerðir.12 Skráðar breytur Tafla II. Tegundir sára hjá sjúklingum sem fengu sárasogsmeðferð á isiandi árið 2008, fjöldi (%). Tegund Langvinn fótasár 13 (20) Sýkt skurðsár (önnur en bringubeinsskurðir) 9 (14) Bringubeinsskurður, sýktur 9 (14) Þrýstingssár 9 (14) Tábeður sem greri ekki eftir aflimun 8 (12) Bringubeinsskurður, ósýktur 6 (9) Opinn holskurður, vegna blæðingar í kviðarholi 3 (5) Felliskurður á útlim vegna hólfaheilkennis (compartment syndrome) 2 (3) Fistill 2 (3) Brunasár 1 (2) Til stuðnings húðágræðslu 1 (2) Stúfur sem ekki greri eftir aflimun 1 (2) Kviðarhols-hólfaheilkenni (abdominal compartment syndrome) 1 (2) Samtals 65 (100) Tafla III. Ábendingar fyrir sárasogsmeðferð á Islandi árið 2008 og hlutfall sjúk- linga þar sem sár greru að fullu, fjöldi (%). Ábending fyrir meðferð Fullur gróandi Ófullnægjandi gróandi Sýkt sár (n=26) 18 (69) 8 (31) Örva gróanda (n=27) 16 (59 11 (41) Halda holrúmum opnum (n=6) 6 (100) 0 (0) Samtals 40 19 Úr sjúkraskrám voru skráðar eftirfarandi breytur: kyn, aldur, hæð, þyngd, reykingasaga, tegund og staðsetning sára og undir- liggjandi orsakir, tímalengd meðferðar, árangur og fylgikvillar. Einnig voru skráðir undirliggjandi sjúkdómar sem geta haft áhrif á gróanda sárs. Öllum sjúklingum var fylgt eftir miðað við lifun í þjóðskrá. Þannig fengust upplýsingar um hvort sjúklingar voru látnir eða á lífi þann 1. nóvember 2009. Meðaleftirfylgd var 13,6 ± 6,6 mánuðir (bil 0-22). Mat á árangri og undirliggjandi sjúkdómum Við mat á árangri sárasogsmeðferðar var kannað hvernig sárið greri með upplýsingum úr sjúkraskrám, alveg fram að útskrift eða þar til meðferð á göngudeild lauk. Það var skilgreint sem fullur gróandi ef hægt var að loka sári í skurðaðgerð, gera húðágræðslu eða gróandi var það mikill að ekki var lengur þörf á sárasogsmeð- ferð. Skráðir voru fylgikvillar meðferðar úr sjúkraskrám og var aðal- lega stuðst við hjúkrunarskýrslur og dagála lækna. Tölfræði Við tölfræðilega úrvinnslu gagna var notast við forritið SPSS® (útgáfa 17.0). Notuð var lýsandi tölfræði fyrir tíðni, hlutföll, mið- gildi, meðaltöl og staðalfrávik. Kí-kvaðrat, Fischer s Exact eða t- próf voru notuð við samanburð hópa. Heildarlifun var metin með aðferð Kaplan-Meier. Marktæknimörk miðuðust við p-gildi <0,05. Leyfi Áður en rannsóknin hófst voru fengin leyfi hjá Vísindasiðanefnd, Persónuvernd og lækningaforstjórum Landspítala og Sjúkrahúss- ins á Akureyri. Ekki þurfti upplýst samþykki sjúklinga um aðgang að sjúkraskrá þeirra þar sem sjúklingarnir höfðu allir lokið með- ferð og upplýsingar sem safnað var voru ekki persónugreinan- legar. Niðurstöður Árið 2008 voru veittar 65 sárasogsmeðferðir á íslandi hjá 56 sjúk- lingum, 35 (63%) körlum og 21 (38%) konu. Meðalaldur sjúkling- anna var 62 ár (bil 8-93). Alls fengu 8 sjúklingar (14%) sárasogs- meðferð oftar en einu sinni á rannsóknartímabilinu og var oftast um endurtekna meðferð að ræða á sama sári. Einn sjúklingur fékk meðferð þrisvar sinnum og annar á tveimur sérgreinadeildum með nokkurra mánaða millibili vegna óskyldra vandamála. Sárasogsmeðferð var í flestum tilvikum veitt á sjúkrahúsi, eða í 55 (85%) tilvikum, 48 á Landspítala og 7 á Sjúkrahúsinu á Akur- eyri. I 5 tilvikum fór meðferð fram bæði heima og á sjúkrahúsi (8%). 150 LÆKNAblaðið 2012/98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.