Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 24

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 24
Y F I R L I T Tafla I. Greiningarskilmerki fyrir hárplokkunaráráttu iDSM-IV.’7 A. Endurtekið plokk á eigin hári sem veldur merkjanlegum hármissi. B. Vaxandi spenna rétt áður en hár er dregið út eða þegar reynt er að standast löngun til að plokka hár. C. Ánægja, fróun eða léttir þegar hár er dregið út. D. Vandinn er ekki betur skýrður af annarri geðröskun eða líkamlegu vandamáli (t.d. húðvandamáli). E. Vandinn veldur klinískt merkjanlegri vanlíðan eða truflar viðkomandi í féiagslífi, við störf eða á öðrum mikilvægum sviðum í lífinu. Nefnd á vegum bandarisku geðlæknasamtakanna hefur mælt með því að skilmerkin fyrir hárplokkunaráráttu í DSM-V geri ekki kröfu um merkjanlegan hármissi og að atriði B og C verði tekin út.2 til þessara einkenna.2 Einnig hefur verið mælt með því að skilyrði um sjáanlegan hármissi verði tekið úr greiningarskilmerkjum DSM fyrir hárplokkunaráráttu vegna þess að hármissir margra sjúklinga er ekki þess eðlis að hann sé sjáanlegur.2 Fáein greining- arviðtöl hafa verið hönnuð til að meta greiningarskilmerki fyrir bæði hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu en engar upplýsingar eru til um íslenskar þýðingar á þeimÁ Kynjahlutfall, ferill og aldur við upphaf vandans Konur eru í miklum meirihluta þeirra sem leita sér hjálpar vegna hárplokkunar- eða húðkroppunaráráttu (um 75-93% konur3). Þessi vandamál gera oftast fyrst vart við sig við upphaf unglingsáranna en geta þó komið upp á hvaða aldursskeiði sem er. Því hefur verið haldið fram að hárplokkunarárátta í bernsku sé vægt afbrigði sem geti læknast af sjálfu sér.18 Hjá fullorðnum og unglingum eru þetta hins vegar yfirleitt langvinn vandamál.2 í flestum tilvikum kroppar/plokkar fólk daglega eða næstum daglega og löng ein- kennalaus tímabil eru sjaldgæf. Þó er áráttan venjulega misslæm eftir tímabilum og versnar oft þegar viðkomandi er undir álagi eða finnur fyrir streitu.3 Lýsing rf hegðun og áverkum Flestir plokka/kroppa í einrúmi í nokkurra mínútna lotum nokkrum sinnum yfir daginn eða í lengri lotum. Algengast er að athöfnin fari fram á baðherbergi (oft í tengslum við snyrtivenjur), svefnherbergi (til dæmis fyrir svefninn) eða við ýmiss konar kyrr- setu þar sem hugurinn beinist að öðru en hegðuninni (til dæmis þegar fólk ekur bíl, les bók, talar í síma eða horfir á sjónvarp). Þá er hegðunin oft sjálfvirk og ómeðvituð.19,20 Flestir nota fingurna og draga út eitt hár af öðru eða kroppa sár með nöglunum en sumir nota einnig stundum áhöld, svo sem nál- ar eða flísatangir. Nýleg rannsókn sýndi að algengast var að fólk með hárplokkunaráráttu plokkaði hár af höfði (73%), augabrúnum (56%), augnhár (51%), skapahár (50%) og hár á fótleggjum (21%).16 Fólk með húðkroppunaráráttu kroppar oftast andlitið, upphand- h'ggi, fótleggi, hársvörð og fingur/naglabönd.5 Ýmsar venjur eru algengar bæði fyrir og eftir kroppið/plokkið. Til dæmis vilja sumir strjúka hárinu við varirnar eða velta dauðri húð milli fingranna. Ekki er óalgengt að fólk borði hárið eða húðina jafnóðum.3'5-7 Fólk með hárplokkunaráráttu er oft með skallabletti eða mis- mikinn hárvöxt á svæðum sem plokkuð eru.21 Fólk með húð- kroppunaráráttu hefur jafnan áverka á stærð við bólur sem oft eru misgrónir, ýmist opin sár, hrúður eða blettir sem eru ljósari eða dekkri en húðin í kring. Margir sem kroppa húðina í andlitinu líta Tafla II. Uppástunga nefndar á vegum bandarisku geðlæknasamtakanna um greiningarskilmerki fyrir húðkroppunaráráttu ÍDSM-V.2 A. Endurtekið kropp á húðinni sem veldur vefskemmdum. B. Vandinn veldur klínískt merkjanlegri vanlíðan eða truflar viðkomandi í félagslífi, við störf eða á öðrum á mikilvægum sviðum i lífinu. C. Kroppið á húðinni er ekki bein afleiðing lyfjaáhrifa (t.d. amfetamínvímu) eða líkamlegs sjúkdóms (t.d. húðvandamáls). D. Kropp á húðinni einskorðast ekki við einkenni annarra geðraskana, t.d. húðkropp vegna ranghugmynda um skordýr undir húðinni í hugvilluröskun (delusional disorder) eða vegna áhyggna af útliti húðarinnar í líkamsskynjunaröskun (body dysmorphic disordef). við fyrstu sýn út fyrir að glíma við bóluvandamál.22 Húðkroppun- ar- og hárplokkunarsjúklingar leggja venjulega mikið á sig til að leyna vandanum og fela ti! dæmis skallabletti með hárgreiðslum eða klútum eða hylja sár með farða eða klæðnaði. Tilfinningar í tengslum við hegðunina Eins og fram hefur komið er algengt að einstaklingar með hár- plokkunar- eða húðkroppunaráráttu finni fyrir spennu eða löng- un rétt áður en þeir plokka/kroppa og ánægju eða spennulosun á meðan. En það er einnig vert að hafa í huga að ýmsar aðrar tilfinn- ingar tengjast plokki/kroppi. Til dæmis er algengt að fólk kroppi/ plokki þegar það er kvíðið eða þegar því leiðist. Rannsóknir sýna að bæði hárplokk23 og húðkropp6 dregur úr ýmsum óþægilegum tilfinningum, til dæmis kvíða eða leiða, sem bendir til þess að vandamálin viðhaldist með neikvæðri styrkingu. Sumir fræðimenn hafa gert greinarmun á tvenns konar hár- plokkunar- og húðkroppunaráráttu.19 20 Annars vegar afbrigði þar sem viðkomandi kroppar/plokkar sjálfvirkt og ómeðvitað (autom- atic pulling/picking) og hins vegar þar sem viðkomandi kroppar/ plokkar þegar hann finnur fyrir löngun, spennu eða slæmum til- finningum og er með hugann við verkið á meðan (focused pull- ing/picking). Flestir sjúklingar kannast við hvort tveggja, þó í mis- miklum mæli. Því hefur verið haldið fram að ólík meðferð kunni að henta þessum tveimur afbrigðum en rannsóknir eiga enn eftir að skera úr um það.19,20 Tengsl við aðrar geðraskanir Stór hluti þeirra sem leitar sér hjálpar vegna húðkroppunar- eða hárplokkunaráráttu glímir við aðrar geðraskanir. Rannsóknir sýna að um tveir þriðju hlutar hafa greinst með einhverja kvíðaröskun og rúmlega helmingur hefur greinst með þunglyndi.3 Líkams- skynjunarröskun (body dysmorphic disorder) er einnig algeng meðal húðkroppunarsjúklinga (um 5-30% lífstíðaralgengi),3'5 og það getur verið gagnlegt að kanna hvort áhyggjur af útliti húðarinnar liggi að baki hegðuninni. Að auki er algengt, eins og fram hefur komið, að hárplokkunarárátta og húðkroppunarárátta fari saman.3 Báðar þessar raskanir tengjast auk þess töluvert við ýmiss konar ávanahegðun, svo sem að naga neglur óhóflega eða naga innan úr vörum.5 Því getur verið gagnlegt að spyrja um alla slíka hegðun ef einhver líkamsmiðuð árátta er til staðar. Persónuleikaraskanir eru nokkuð algengar hjá þeim sem sækja meðferð en það er mikilvægt að gera greinarmun á hárplokki og húðkroppi og sjálfskaðandi hegðun (til dæmis að skera eða brenna húðina) sem oft eru dæmi um hjá fólki með persónuleikaraskanir.24 156 LÆKNAblaðiö 2012/98

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.