Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 25

Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 25
Y F I R L I T Tafla III. Niðurstöður samanburðarrannsókna á lyfjameðferð fyrir hárplokkunaráráttu. Rannsóknarsnið Meðferð/Þátttakendur Mat Niðurstaða Serótónínlyf Christenson25 Tvíblind samanburðarrannsókn þar sem hvor meðferð var gefin báðum hópum (cross over design). 16 hárplokkunarsjúklingar fengu 6 vikna flúoxetínmeðferð (meðaldagskammtur 77 mg) og 6 vikna lyfleysumeðferð. Fimm vikna biðtími milli meðferða. Sjálfsmat Ekki marktækur munur á flúoxetín- og lyfleysumeðferð. Streichenwein26 Tviblind samanburðarrannsókn þar sem hvor meðferð var gefin báðum hópum (cross over design). 16 hárplokkunarsjúklingar fengu 12 vikna flúoxetínmeðferð (meðaldagsskammtur 78,8 mg) og 12 vikna lyfleysumeðferð. Tólf vikna biðtími milli meðferða. Sjálfsmat Ekki marktækur munur á flúoxetin- og lyfleysumeðferð. van Minnen27 Tvíblind samanburðarrannsókn 40 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 12 vikna flúoxetínmeðferð (meðaldagsskammtur 60 mg), 12 vikna HR-meðferð (6 meðferðartímar aðra hverja viku) eða voru 12 vikur á biðlista. Sjálfsmatskvarði Ekki marktækur munur á flúoxetinmeðferð og biðlista. (HR-meðferð gerði meira gagn en flúoxetín og biðlisti). Dougherty28 Tvíblind samanburðarrannsókn 13 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 12 vikna sertralínmeðferð (dagsskammtar á bilinu 50 til 200 mg) eða 12 vikna lyfleysumeðferð. Sjálfsmatskvarðar og hálfstaðlað viðtal Ekki marktækur munur á sertralín og lyfleysu. Swedo31 Tvíblind samanburðarrannsókn þar sem hvor meðferð var gefin báðum hópum (cross over design). 13 hárplokkunarsjúklingar fengu 10 vikna klómipramín-meðferð (meðaldagskammtur 180,8 mg) og 10 vikna desipramín-meðferð (meðaldagsskammtur 173,1 mg). Enginn biðtími milli meðferða. Hálfstaðlað viðtal Klómipramín-meðferð gerði marktækt meira gagn en desipramín-meðferð. Ninan32 Tvíblind samanburðarrannsókn 16 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 9 vikna klómipramín-meðferð (meðaldagsskammtur 116,7 mg), 9 vikulega HR meðferðartíma eða 9 vikna lyfleysumeðferð. Hálfstaðlað viðtal Ekki marktækur munur á klómipramín og lyfleysu. (HR-meðferð gerði meira gagn en lyfleysa og klómipramín.) Ninan35 Tvíblind samanburðarrannsókn 8 hárplokkunarsjúklingar sem höfðu svarað 12 vikna venlafaxínmeðferð fengu annaðhvort áframhaldandi 12 vikna venlafaxín-meðferð (meðaldagsskammtur 322.5 mg) eða 12 vikna lyfleysumeðferð. Hálfstaðlað viðtal Enginn munur á áframhaldandi venlafaxín- og lyfleysumeðferð. Önnur lyf Grant36 Tvíblind samanburðarrannsókn 50 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 12 vikna N-acetylcystín-meðferð (dagsskammtur á bilinu 1200-2400 mg) eða 12 vikna lyfleysumeðferð. Spurningalisti og hálfstaðlað viðtal 55% af þeim sem fengu N-acetylcystínmeðferð og 16% af þeim sem fengu lyfleysu sýndu mikinn eða mjög mikinn bata. van Ameringen37 Tvíblind samanburðarrannsókn 25 hárplokkunarsjúklingar fengu annaðhvort 12 vikna ólanzapínmeðferð (meðaldagsskammtur í lok meðferðar var 10,8 mg) eða 12 vikna lyfieysumeðferð. Hálfstaðlað viðtal 85% af þeim sem fengu ólanzapin og 17% af þeim sem fengu lyfleysu töldust hafa svarað meðferðinni. Vanlíðan Fagfólk ætti ekki að vanmeta það hversu mjög fólk getur verið þjakað af hárplokkunar- og húðkroppunaráráttu. Margir sjúk- lingar lýsa slæmri vanlíðan vegna þessara vandamála og lítið sjálfsálit, óánægja með útlitið, vonleysi og sjálfsvígshugsanir eru algengir fylgifiskar.24 Einnig er algengt að fólk einangrist félags- lega og flosni upp úr vinnu. Loks fylgja þessu ýmis læknisfræði- leg vandamál, svo sem sýkingar í húð, sinaskeiðabólga og stífla í meltingarvegi hjá þeim sem borða hárin. Stífla í meltingarvegi af völdum hárbolta getur verið lífshættuleg og því er ráð að vera vakandi fyrir þeim vanda, jafnvel þótt hann sé ekki algengur.2 Lyfjameðferð Ýmis lyf hafa verið reynd í meðferð við húðkroppunar- og hár- plokkunaráráttu. Hér verður farið yfir rannsóknir á lyfjameðferð fullorðinna og fjallað nánast eingöngu um lyf sem hafa verið próf- uð í að minnsta kosti einni samanburðarrannsókn (tafla III og IV). Serótónínlyf við hárplokkunaráráttu SSRI-lyf (Serotonin specific reuptake inhibitors) Fjórar fámennar samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á gagnsemi SSRI-lyfja í meðferð við hárplokkunaráráttu (fjöldi í meðferðarhóp á bilinu 9 til 16). í þremur þeirra var þátttakendum gefið flúoxetín (meðaldagskammtur 60-78 mg)25'27 og í einni var sertralín gefið (hámarksdagskammtur 200 mg).28 Niðurstöður í öllum rannsóknunum sýndu að SSRI-lyf gerðu ekki meira gagn en lyfleysa eða vera á biðlista. Allsherjargreining (rncla analysis) á þessum rannsóknum benti einnig til þess að SSRI-lyf beri ekki árangur umfram lyfleysuáhrif (áhrifastærð = -0,02; 95% öryggisbil frá -0,32 til 0,35).29 í fáeinum tilfellalýsingum og rannsóknum án LÆKNAblaðið 2012/98 157

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.