Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 26

Læknablaðið - 15.03.2012, Síða 26
Y F I R L I T Tafla IV. Niðurstöður samanburðarrannsókna á lyfjameðferð fyrir húðkroppunaráráttu. Rannsóknarsnið Meðferð/þátttakendur Mat Niðurstaða SSRI-lyf Simeon41 Tvíblind samanburðar- rannsókn 17 húðkroppunarsjúklingar fengu annaðhvort 10 vikna flúoxetínmeðferð (dagsskammtur allt að 80 mg) eða 10 vikna lyfleysumeðferð. Spurningalistar Flúoxetinmeðferð gerði meira gagn en lyfleysa samkvaemt einum af þremur spurningalistum. Bloch" Tvíblind samanburðar- rannsókn 8 húðkroppunarsjúklingar sem höfðu svarað flúoxetinmeðferð fengu annaðhvort áframhaldandi 6 vikna flúoxetínmeðferð (dagsskammtur allt að 60 mg) eða 6 vikna lyfleysumeðferð. Spurningalisti og hálfstaðlað viðtal Þeir sem fengu áframhaldandi flúoxetínmeðferð héldu batanum, en ekki þeir sem fengu lyfleysumeðferð. Arbabi42 Tvíblind samanburðar- rannsókn 45 húðkroppunarsjúklingar fengu annaðhvort fjögurra vikna cítalópram-meðferð (dagsskammtur 20 mg) eða fjögurra vikna lyfleysumeðferð. Sjálfsmatskvarði Ekki marktaekur munur á cítalópram- og lyfleysumeðferð. Önnur lyf Grant44 Tvíblind samanburðar- rannsókn 32 húðkroppunarsjúklingar fengu annaðhvort 12 vikna lamótrigínmeðferð (dagsskammtar 12.5 til 300 mg) eða 12 vikna lyfleysumeðferð. Hálfstaðlað viðtal Ekki marktaekur munur á lamótrigín- og lyfleysumeðferð. En þátttendur sem skoruðu lágt á taugasálfraeðiprófi svöruðu lamótrigin-meðferðinni. samanburðarhóps hefur þó verið greint frá ágætum árangri þess- ara lyfja. Hins vegar virðist algengt í þessum tilvikum að lyfin hætti að virka eftir nokkra mánuði þrátt fyrir áframhaldandi lyfja- meðferð.30 Klómipramín Áhrif klómipramíns í meðferð við hárplokkunaráráttu hafa verið könnuð í tveimur samanburðarrannsóknum. í annarri rannsókn- inni sem náði til 13 sjúklinga kom í ljós að 5 vikna klómipramín- meðferð (meðaldagskammtur 180 mg) gerði meira gagn en jafnlöng desipramínmeðferð.31 í hinni reyndist 9 vikna klómipramínmeð- ferð (n=4, meðaldagsskammtur 116 mg) árangursríkari en jafnlöng lyfleysumeðferð.32 í síðarnefndu rannsókninni var munurinn á bata hópanna ekki tölfræðilega marktækur en allsherjargreiningá þessum tveimur rannsóknum benti til þess að lyfið geri marktækt meira gagn en lyfleysa eða desipramín (áhrifastærð = -0,68; 95% öryggisbil frá -1,28 til -0,07).2,f Niðurstöður varðandi langtímaáhrif klómipramíns eru misvísandi og sumar rannsóknir benda til þess að lyfin hætti að virka eftir nokkra mánuði.30 33 Að auki virðist fólk með hárplokkunaráráttu þola klómipramín illa og almennt verr en áráttu- og þráhyggjusjúklingar.32 Venlafaxín Ninan og félagar gáfu 20 hárplokkunarsjúklingum venlafaxín (meðaldagskammtur 322,5 mg) í allt að 12 vikur og eftir meðferð taldist rétt rúmur helmingur (n=ll, 55%) hafa svarað lyfjunum þegar miðað var við 50% minnkun einkenna.34 í kjölfarið gerðu höfundar tvíblinda samanburðarrannsókn þar sem 8 af þeim sem svöruðu meðferð var annaðhvort gefið lyfið áfram eða lyfleysa. Niðurstöður sýndu að öilum sjúklingunum (nema einum sem fékk lyfleysu) hrakaði og fóru í sama farið innan 24 vikna þrátt fyrir áframhaldandi meðferð.35 Önnur lyf við hárplokkunaráráttu Stór tvíblind samanburðarrannsókn (n=50) leiddi í ljós að rétt rúmum helmingi (55%) hárplokkunarsjúklingum sem fengu 12 vikna N-acetylcystínmeðferð (dagsskammtur á bilinu 1200-2400 mg) taldist hafa batnað verulega (mikill eða mjög mikill bati) en aðeins lítill hluti (16%) skjólstæðinga sem fékk jafnlanga lyfleysu- meðferð greindi frá sambærilegum bata.36 Þátttakendur í rann- sókninni þoldu lyfið vel og því lofa þessar niðurstöður góðu. Þó er enn ekki vitað hvort lyfið ber árangur til lengri tíma. van Ameringen og félagar37 könnuðu árangur ólanzapíns í 12 vikna tvíblindri samanburðarrannsókn og komust að því að 11 af 13 (85%) einstaklingum sem gengust undir meðferðina (sveigjan- legir og stigvaxandi dagsskammtar, minnst 2,5 mg og allt að 20 mg í lok rannsóknar) töldust hafa náð markverðum bata. Einungis tveir af 12 (17%) í samanburðarhópnum fengu jafn mikinn bata. Stór hluti þátttakenda sem fékk lyfið greindi frá aukaverkunum en enginn hætti meðferð vegna þeirra. Árangur ólanzapíns hefur einnig komið í ljós í tilfellalýsingum og rannsóknum án saman- burðar38 en lítið er vitað um langtímaáhrif þessara lyfja. Ýmis önnur lyf hafa verið reynd gegn hárplokkunaráráttu, þar á meðal litíum, quetiapín, inosítol og amitriptylín. Auk þess hafa ýmis lyf verið reynd sem viðbótarmeðferð við serótónínlyfjameð- ferð. Má þar nefna ólanzapín, risperídón, halóperídól, naltrexón og pimozide.34 Rannsóknir á þessum lyfjum eða lyfjablöndum hafa enn sem komið er einskorðast við tilfellalýsingar eða fámennar samanburðarlausar rannsóknir og því vandasamt að draga álykt- anir af þeim. Einnig hafa komið fram vísbendingar um að SSRI-lyf og atferlismeðferð saman beri meiri árangur en hvor meðferðin fyrir sig og vert að kanna það betur.28 SSRI-lyfvið húðkroppunaráráttu Þrjár samanburðarrannsóknir hafa verið gerðar á árangri SSRI- lyfja gegn húðkroppunaráráttu (tafla IV). í rannsókn Bloch og félaga40 fengu 8 af 16 sjúklingum (50%) markverðan bata eftir 10 vikna flúoxetínmeðferð (meðaldagsskammtur 41 mg). Þeim var síðan skipt tilviljanakennt í tvo jafnstóra hópa og annaðhvort gefið lyfið áfram eða lyfleysa. Niðurstöður sýndu að allir þátttakendur í lyfleysuhópnum fóru í sama farið á innan við 6 vikum en batinn hélst hjá þeim sem fengu lyfið áfram. Simeon og félagar41 fundu hins vegar aðeins mun á árangri milli lyfleysu- og flúoxetínmeð- ferðar á einni af þremur mælingum og stærsta samanburðarrann- 158 LÆKNAblaðið 2012/98

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.