Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 45

Læknablaðið - 15.03.2012, Qupperneq 45
BRÁÐALÆKNINGAR svona aðgerðir á vettvangi við jafnvei aðrar aðstæður en ég er að lýsa hér." Viðar segir að sem betur fer séu tilfelli af þessu tagi það sjaldgæf hér á landi að lítil ástæða sé til að farið verði út í svona aðgerðir úti á götu í Reykjavík, en bætir þó við að aukin harka og vopnaburður hér á landi veki ugg um að fyrr eða seinna geti komi að því að þess reynist þörf. „Það kemur fyrir að gera þurfi slíkar aðgerðir á bráðamóttökunni og nokkur dæmi eru um að sjúklingurinn hafi lifað." Þegar talið berst að þjálfun HEMS- sveitarinnar segist Viðar aldrei hafa kynnst jafn vel skipulagðri og árangurs- ríkri þjálfun og þar. „Hún er einfald- lega sú besta sem ég hef fengið nokkurs staðar. Þar er haldið gríðarlega vel utan um mannskapinn og allir fá sömu þjálfun í upphafi, burtséð frá fyrri reynslu og menntun. Fyrsta mánuðinn vinnur maður undir handleiðslu reynds læknis, sem er annaðhvort sérfræðingur í bráðalækn- ingum utan spítala (prehospital care) eða reyndur utanspítala „registrar" sem er langt kominn með sitt sérnám í svæfing- um eða bráðalækningum. Þarna er unnið eftir skýrum verkferlum sem allir þekkja og kunna skil á en verkferlarnir eru jafn- framt í stöðugri endurskoðun ef mögulega má gera betur. Þetta þýðir í rauninni að flestallt sem gerist á vettvangi verður mun auðveldara í framkvæmd, því allir vita nákvæmiega hvað á að gera. Eftir á er svo farið vandlega yfir öll verkefni og maður er spurður út í minnstu smáatriði. Þetta er þó aldrei gert sem gagnrýni á neikvæðan hátt, heldur til þess að tryggja að maður læri sem mest af reynslunni og að þjón- ustan taki stöðugum framförum." Getum bætt þjálfun og þjónustu Með þessa þjálfun í farteskinu er ekki úr vegi að spyrja Viðar hvort slíka bráða- þjónustu sem hann lýsir þarna sé hægt að veita hér á landi. „Innan Reykjavíkur er flutningstíminn það stuttur að bráðatæknar veita í dag nánast alla þá meðferð á vettvangi sem raunhæft er. Vissulega er æskilegt að koma upp kerfi þar sem hægt er að veita meiri bráðameðferð úti á götu þegar það er nauðsynlegt, og við erum að skoða leiðir til þess. Það að veita meiri meðferð á vettvangi á þó kannski fyrst og fremst við stærri slys og alvarleg veikindi utan höfuðborgarsvæðisins, þegar flutnings- tíminn á sjúkrahús getur orðið nokkuð langur. Þar getum við kallað til læknis- mannaðar þyrlur og sjúkraflugvélar en það má nýta þá kosti betur en gert er í dag, því útkallstíminn er langur og oft hrakar fólki við langan flutningstíma á sjúkrahús. Því er betra að kalla til þessa hjálp fyrr en seinna og við þurfum að skoða betur skilmerki fyrir útköll þyrlu og sjúkraflugs hjá Neyðarlínunni. Þá er einnig hægt að sjá fyrir sér að hægt sé að bæta þjónustuna með því að samræma betur þjálfun og vinnureglur fyrir sjúkrafiug og þyrlur. Sjúkraflutningar á landinu öllu heyra faglega undir mig og stefni ég að því að auka menntun og þjálfun sjúkraflutninga- manna til þess að þeir séu betur í stakk búnir til að takast á við þau fjölbreyttu verkefni sem þeir geta lent í. Þar getum við nýtt okkur á ýmsan hátt þetta frábæra skipulag HEMS-sveitarinnar við að setja okkur skýra verkferla og fara reglulega yfir það sem við gerum til þess að sjá hvort hægt sé að bæta þjónustuna." 1 Davies GE, Lockey DJ. Thirteen survivors of prehospital thoracotomy for penetrating trauma: a prehospital physician-performed resuscitation procedure that can yield good results. J Trauma 2011; 70: E75-E78. LÆKNAblaðíð 2012/98 177

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.