Læknablaðið - 15.03.2012, Blaðsíða 58
Ritstjórn er sífellt á höttunum eftir því að halda Læknablaðinu lifandi og
láta það ekki festast í farinu. Liður í því er að fá fleiri raddir kolleganna
til að hljóma. í þessu skyni hefur blaðið kallað eftir pistlum frá formönn-
um sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur
þar sem þeir reifi það sem efst er á baugi í þeirra félagi.
Hlutverk barnalækna
í heilsugæslu
Björn Hjáimarsson
Formaður Félags íslenskra barnalækna
bjorn.hjalmarsson@heilsugaeslan.is
www.barnalaeknar.is
Barnalæknar starfa í heilsugæslu, á einka-
stofum, á barnadeildum sjúkrahúsa og á
greiningarstofnunum. Þessum hlutverkum
er gjarnan skipt í 1., 2. og 3. stigs þjónustu.
Sú spurning sem hér er velt upp er hvort
barnalæknar eigi erindi í 1. stigs þjón-
ustunni, það er að segja á heilsugæslu-
stöðvum.
Til þess að svara því þarf að velta fyrir
sér hvert viðbótarvægi þeirra eigi að vera
og hvaða viðfangsefni og vandamál tengd
börnum heimilislæknar og hjúkrunar-
fræðingar þurfi aðstoðar með. Fræðilega
mætti spyrja hvaða viðfangsefni og
vandamál barnalæknar væru betur fallnir
til að sinna en heimilislæknar. Einnig þarf
að spyrja hvort skynsemi sé í teymisvinnu
heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og
barnalækna eða hvort verið sé að dreifa
ábyrgð óþarflega. Til þess að svara slíkum
spurningum þarf að gera skipulega könn-
un á því hverjar óskir og þarfir foreldra
eru, barnanna sjálfra, heilbrigðisstarfs-
manna og stjórnvalda. Ég tel að allir þessir
aðilar óski eftir aðkomu barnalækna að
frumheilsugæslu barna. Það er líka stefna
þeirra heilsugæslustöðva sem framsækn-
astar eru að hafa barnalækni.
Færa má félagsleg rök fyrir því að börn
séu sérstakur hópur skjólstæðinga heilsu-
gæslunnar. Þau eru háð innsæi og þekk-
ingu foreldra sinna. Þau geta ekki valið sér
lækni sjálf. Þau mynda ekki þrýstihópa.
Þau geta ekki varið sig ef þjónustan er
ófullnægjandi. Þau eru viðkvæm vegna
þroskastöðu sinnar og skilningsleysi á því
sem fram fer. Þau hafa mikla þörf fyrir
nærgætni, hlýju og skilning.
Fagleg rök fyrir því að barnalæknar
komi að frumheilsugæslu er að sérþekk-
ingar er þörf á helstu heilsuvám barna
eins og einhverfurófsröskunum, astma,
athyglisbresti og ofvirkni, vandamálum
tengdum létt- og fyrirburum, kvíða og
þunglyndi í börnum og unglingum, með-
fæddum hjartagöllum og sjaldgæfum
sjúkdómum sem bundnir eru bernskunni.
Hér skiptir máli að greina frávik á frum-
stigum, bregðast markvisst við þeim eða
vísa í sérhæfðari þjónustu.
Lagaleg rök fyrir aðkomu barnalækna
að frumheilsugæslu má finna í lögum um
réttindi sjúklinga nr. 74 / 1997: „ ... sjúk-
lingur á rétt á fullkomnustu heilbrigðis-
þjónustu sem á hverjum tíma er völ á að
veita." (3. grein). Síðar í lögunum kemur
fram að „Umhverfi og aðbúnaður sjúkra
barna á heilbrigðisstofnunum skal hæfa
aldri þeirra, þroska og ástandi." (27. grein)
I báðum þessum greinum felst sterk krafa
um sérhæfingu starfsfólks sem kemur að
þjónustu við börn á heilbrigðisstofnunum.
Siðferðileg rök fyrir aðkomu barna-
lækna að heilsugæslu barna má finna í
Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem
samþykktur var á allsherjarþingi 1989 og
undirritaður fyrir Islands hönd ári síðar.
Hann öðlaðist gildi á íslandi 1992 og
unnið er að löggildingu hans. Hann felur
í sér réttindi mjög víðtæks eðlis. I Barna-
sáttmálanum er lögð áherslu á að börn
sem hópur þarfnast sérstakrar verndar
umfram hina fullorðnu. í honum felst
viðurkenning á því að börn eru sjálfstæðir
einstaklingar með eigin réttindi (sjálfstæð
réttindi) sem eru óháð réttindum hinna
fullorðnu. Sáttmálinn á að tryggja vel-
ferð barna á sviði heilbrigðis-, mennta- og
félagsmála.
Það er mín skoðun að öll börn hafi
meðfædda tign, það er að segja hæfileika
til að elska. Þau hafa í öðru lagi með-
fædda reisn, það er hæfileika til að sigrast
á daglegum viðfangsefnum án þess að sú
lausn komi niður á öðrum (fremja dáðir)
og finna merkingu. í þriðja lagi hafa þau
meðfædda göfgi eða hæfileika til að fyrir-
gefa og skynja fegurð. Það er hlutverk for-
eldra, kennara, heilbrigðisstarfsmanna og
yfirvalda að skapa börnum það samfélag
sem stendur vörð um þessi þrjú grunn-
gildi mennskunnar. Vanræksla gagnvart
þörfum barna og ofbeldi gegn þeim (and-
legt, líkamlegt og kynferðislegt) skerðir
getu þeirra til að elska, fremja dáðir, finna
merkingu og til að fyrirgefa.
Hlutverk barnalæknis í heilsugæslu er
að sinna markvissu forvarnarstarfi. Huga
þarf að geðvernd foreldra og stuðningi
við þá í krefjandi uppeldishlutverki. Þá
þarf að greina þroskafrávik, veikindi og
áhættuhópa til þess að unnt sé að beita
snemmtækri íhiutun. Góður barnalæknir
setur heimilislæknum og hjúkrunar-
fræðingum gott fordæmi í vinnu með börn
og eflir þá í allri vinnu með þau. Undan-
farin 10 ár hef ég starfað í samvinnu við
heimilislækna, hjúkrunarfræðinga og
sálfræðinga á heilsugæslustöðvum og get
því fullyrt að slík teymisvinna er gagnleg,
gefandi og skemmtileg. Þess vegna er
bagalegt til þess að vita hversu erfiðlega
gengur að manna stöður barnalækna á
heilsugæslustöðvum.
Það var ógæfuspor að leggja niður
Miðstöð heilsuverndar barna. Hún hafði
forystuhlutverk í heilsuvernd barna á
landsvísu. Því er mikilvægt að hún verði
endurreist sem allra fyrst. í öðru lagi þarf
að skipa yfirlækni barnalækninga innan
Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til þess
að sinna innra skipulagi og stuðla að því
að starfsumhverfi, réttindi og launakjör
barnalækna í heilsugæslu verði sambæri-
leg þeim sem heimilislæknar njóta. Efla
þarf faglegt samráð barnalækna í heilsu-
gæslu við heimilislækna, barnalækna á
stofum, greiningarstofnunum og barna-
deildum. Gera þarf samstarfssamninga
við þriðja stigs stofnanir um símenntun
barnalækna í heilsugæslu. Það eru verðug
verkefni á 20. afmælisári Barnasáttmálans
á íslandi.
190 LÆKNAblaðið 2012/98