Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 3
Samningur um samskipti og siðareglur
Þann 23. janúar undirrituðu Læknafélag íslands, Frumtök, Félag atvinnurekenda og Samtök verslunar
og þjónustu fyrir hönd félagsmanna sinna og aðildarfyrirtækja samning um samskipti milli lækna,
lyfjafyrirtækja og fyrirtækja sem flytja inn lyf.
Samningurinn var undirritaður á Læknadögum í Hörpu. Samningurinn formfestir samskipti lækna
og lyfjafyrirtækja með það fyrir augum að aðilar njóti faglegs sjálfstæðis, svo hægt verði að bæta með-
ferð við sjúkdómum. Sjá nánar um samninginn á heimasíðu Læknafélags Islands, www.lis.is
Á myndinni eru frá vinstri: Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu,
Jakob Falur Garðarsson framkvæmdastjóri Frumtaka, Þorbjörn Jónsson formaður Læknafélags Islands
og Almar Guðmundsson framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
H^Hlistamaður mánaðarins
Grjótið sem sjá má á myndinni á forsíðu Læknablaðsins
er hluti af safni Ijósmynda eftir myndlistarmanninn Bjarka
Bragason (f. 1983). Hann hafði upp á því á sérstökum
stað þegar hann gróf i húsarústum í skóglendi í Dessau í
Þýskalandi. Saga staðarins er áhuga-
verð en þar reisti hinn kunni Bauhaus-
arkitekt, Walter Gropius, heimili sitt á
þriðja áratugnum. Hið framúrstefnu-
lega hús hans var eyðilagt i seinna
stríði og þegar áhugi vaknaði á
að endurbyggja það í tíð Þýska
alþýðulýðveldisins fékkst ekki leyfi til
þess frá yfirvöldum. Þess í stað reis
dæmigert hús sem líktist hverju öðru
húsi í þýskum bæ fyrr og síðar. Það
hús heyrir nú einnig sögunni til eftir
að það var jafnað við jörðu. Bjarki var á þessum slóðum
í fyrrasumar og svipaðist um eftir grjóti í rústum húsanna
tveggja. Eins og gefur að skilja er nánast ómögulegt að
greina hvað kann að hafa tilheyrt hvoru og liggur afrakstur
þessarar óhátíðlegu fornleifarannsóknar listamannsins
ekki Ijós fyrir. Heiti verksins endurspeglar óvissuna, Eig-
inlega eins og þeir eru, næstum þvi þar sem þeir voru
(2013). Það samanstenduraf uppstækkuðum myndum
af grjóti og steinlímsbrotum sem raðað er af mikilli natni
á sérstakar grindur. Þótt uppistaða verksins byggist á
getgátum einum endurspeglar það vangaveltur um fram-
vindu sögunnar og skilning okkar á henni. Nærtækt væri
að skoða uppbyggingu gamla
miðbæjar Reykjavíkur í þessu
Ijósi þar sem hús eru reist í
gömlum stíl, gömul eða horfin
hús endurreist í upprunalegum
stíl og enn önnur í svokölluðum
tilgátustíl. Verk Bjarka hefur þó
stærri skirskotun. Það er upp-
lýsandi um breytilegt viðhorf til
liðinna atburða frá einum tíma
til annars og að söguna má að
miklu leyti skrá og endurskrifa
allt eftir þvi frá hvaða sjónarhóli hún er skoðuð. (verkum
sínum veltir Bjarki fyrir sér þessum sjónarhóli, bæði i
tíma og rúmi, sem og með hliðsjón af pólitisku og sam-
félagslegu samhengi. Hann sýnir fram á að einu virðist
gilda hvort viðfangsefni er fyrir framan nefið á okkur eða
sveipað hulu óminnis - leiðir okkar til túlkunar eru alltaf
afstæðar.
Markús Þór Andrésson
Læknablaðið
THE ICELANDIC MEDICAL IOURNAL
ww w. laeknabladid. is
Hlíðasmára 8,
201 Kópavogi
564 4104-564 4106
Útgefandi
Læknafélag íslands
Læknafélag Reykjavíkur
Ritstjórn
Engilbert Sigurðsson,
ritstjóri og ábyrgðarmaður
Anna Gunnarsdóttir
Gylfi Óskarsson
Hannes Hrafnkelsson
Sigurbergur Kárason
Tómas Guðbjartsson
Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir
Þórunn Jónsdóttir
Tölfræðilegur ráðgjafi
Thor Aspelund
Ritstjórnarfulltrúi
Védís Skarphéðinsdóttir
vedis@lis.is
Blaðamaður og
Ijósmyndari
Hávar Sigurjónsson
havar@lis.is
Auglýsingastjóri og ritari
Dögg Árnadóttir
dogg@lis.is
Umbrot
Sævar Guðbjörnsson
saevar@lis.is
Upplag
1700
Áskrift
12.400,- m. vsk.
Lausasala
1240,- m. vsk.
Prentun, bókband
og pökkun
Oddi,
umhverfisvottuð
prentsmiðja
Höfðabakka 3-7
110 Reykjavík
© Læknablaðið
Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta
og geyma efni blaðsins á rafrænu
formi, svo sem á netinu.
Blað þetta má eigi afrita með neinum
hætti, hvorki að hluta né í heild, án
leyfis.
Fræðigreinar Læknablaðsins eru
skráðar (höfundar, greinarheiti og
útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna:
Medline (National Library of Medicine),
Science Citation Index (SciSearch),
Journal Citation Reports/Science
Edition og Scopus.
The scientific contents of the lcelandic
Medical Journal are indexed and abst-
racted in Medline (National Library
of Medicine), Science Citation Index
(SciSearch), Journal Citation Reports/
Science Edition and Scopus.
ISSN: 0023-7213
LÆKNAblaðið 2013/99 63