Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 28
UMFJÖLLUN O G GREINAR Rafræn sjúkraskrá á landsvísu Miklar breytingar í farvatninu ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson „Tölvukerfi fyrir sjúkrahús og heilsu- gæslu eiga sér orðið talsvert langa sögu," segir Ingi Steinar Ingason verkefnistjóri rafrænnar sjúkraskrár hjá Embætti land- læknis. Ingi Steinar hefur öðrum fremur yfirsýn yfir þróun tölvukerfa fyrir skráningu gagna og upplýsinga um sjúk- linga innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Hann hefur unnið við þróun og umsjón þessara kerfa síðastliðin 20 ár. „Fyrir 20 árum voru nokkur ólík kerfi í gangi hingað og þangað um landið og innan heilbrigðiskerfisins var byrjað að ræða hvort ekki væri mögulegt að taka í notkun heildstæðara kerfi," segir Ingi Steinar. „Útbreiddast var Egilsstaðakerfið sem var eftiráskráningarkerfi þar sem allt var fyrst skráð á pappír og síðan slegið inn í tölvukerfið. Medicus var einnig nokkuð útbreiddur en önnur kerfi uppsett á færri stöðum. Rekstur flestra þessara kerfa gekk illa og fyrirtækin voru að fara á hausinn og allt varð þetta til þess að fyrirtækið Gagnalind var stofnað í þeim tilgangi að setja upp og þjónusta nýtt kerfi. Strax á þessum tíma var líka rætt um að koma á laggirnar sérstöku heilbrigðisneti." Heilbrigðisráðuneytið gerði síðan samning við Gagnalind um að tölvuvæða alla heilsugæsluna á íslandi. Þetta þótti stór samningur á sínum tíma en strax í upphafi gætti tortryggni í garð verkefnis- ins vegna þess að þarna var einkafyrir- tæki sem hafði gert mjög stóran samning við ríkið. „Mitt mat er að þessi tortryggni hafi haft hamlandi áhrif á þróun kerfisins, sem birtist meðal annars í því hversu litlu fjármagni hefur verið veitt til verkefnisins síðan." Ingi Steinar segir að þetta sé upphaf hins margnefnda Sögukerfis sem enn er við við lýði en hefur gengið í gegnum ótal breytingar og uppfærslur síðan. Starfað við Sögu frá upphafi „Ég kom til starfa hjá Gagnalind vorið 1993 og við hófum strax að þarfagreina verkefnið og vorum eins og gráir kettir inni á heilsugæslustöðvunum næsta árið, tókum meira að segja upp á myndbönd dagleg störf lækna og annars heilbrigðis- starfsfólks til að átta okkur sem best á því hvað þau væru að gera og hverjar þarfirnar væru. Gagnalind sameinaðist síðan öðru fyrirtæki og það svo öðru og alltaf fylgdi Sögukerfið með í kaupunum. I samningunum við ríkið eru klásúlur um að ef fyrirtækið færi á hausinn eignaðist ríkið kerfið en þannig gerast hlutirnir ekki; fyrirtæki sameinast, skipt er um kennitölu eða nýtt fyrirtæki stofnað á rústum hins eldra." Eftir mikla forvinnu með ýmsum hóp- um lækna og heilbrigðisstarfsfólks innan heilsugæslunnar er fyrsta gerð Sögunnar sett upp árið 1997. „Strax í kjölfarið byrja menn að hugsa hvort ekki sé hægt að nota kerfið líka á sjúkrahúsunum og smám saman verða til ýmsar lausnir í kerfinu fyrir sjúkrahús en í rauninni hefur aldrei verið farið í grunn- vinnuna varðandi það hvernig þurfi að bæta Sögukerfið til að það geti nýst sjúkra- húsunum að fullu líka," segir Ingi Steinar. „Staðan hefur í rauninni alltaf verið sú að Sagan hefur verið í notkun inni á sjúkra- húsunum samhliða ýmsum öðrum kerfum sem þar eru rekin en greining og aðlögun fór aldrei fram. Sögukerfið styður ekki nægjanlega vel við starfsemi á sjúkra- húsum að mínu mati. Óánægjan sem var mjög hávær fyrir 4-5 árum stafaði af því að fólkið var þvingað til að nota kerfi sem ekki var lagað að þeim aðstæðum sem það vann við. Svo var reynt að breyta kerfinu til að það hentaði þessum aðstæðum betur og þá kvörtuðu heilsugæslulæknarnir yfir því að það væri að breytast í spítalakerfi." Eitt helsta umkvörtunarefnið er að hin ýmsu kerfi eru ekki samhæfð. Að ekki sé hægt að ná í upplýsingarnar í gegnum einn og sama aðganginn. Til að öðlast fulla yfirsýn verði læknir að fara inn í mörg mismunandi kerfi og ekki er víst að 88 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.