Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 50

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 50
Pistlar frá formönnum sérgreinafélaga og undirdeilda Læknafélags íslands og Reykjavíkur „Hver er heimilis- læknirinn þinn?“ Þórarinn Ingólfsson formaður Félags íslenskra heimilislækna Thorarinn.lngolfsson@heilsugaeslan.is Þessa spurningu kannast flestir við sem leitað hafa til heilbrigðisstofnana og ann- arra með sín vandamál. Oft verður hins vegar fátt um svör og heilsugæslustöðin í nágrenni heimilisins eða í sveitarfélaginu nefnd til sögunnar. Þangað eru þá sendar beiðnir um heilsufarsupplýsingar og læknabréf sem oft innihalda mikilvægar upplýsingar um frekari meðferð og eftir- fylgni upp á von og óvon um að einhver taki við málinu. Hættan er augljós að slík skilaboð misfarist þegar ábyrgðin er sett á stofnun en ekki nafngreindan lækni sem þekkir til viðkomandi. Það er skylda allra sem að þessum málum koma að gera allt sem hægt er til að koma í veg fyrir slíkt. Það er á ábyrgð stjórnmálamanna og emb- ættismanna heilbrigðiskerfisins að kerfið virki eins og til er ætlast. Er þá ónefnt hið persónulega samband læknis og sjúklings sem er afar mikilvægt fyrir flesta sem leita til læknis. Sérstaklega á þetta við um eldra fólk, barnafjölskyldur og fólk með lang- vinna sjúkdóma. í orði kveðnu eru flestir sammála um að hugmyndafræði heimilislækninga sé besta fyrirkomulagið fyrir borgarana. Hugmyndafræðin gengur út á að fólk hafi til taks nafngreindan vel mennt- aðan heimilislækni sem það treystir og getur náð í þegar á þarf að halda. Heil- brigðispólítíkusar og embættismenn heil- brigðiskerfisins tala gjarnan fyrir því í ræðum að heilsugæslan skuli vera „fyrsti viðkomustaðurinn". Gefnar hafa verið út ótal skýrslur á vegum ráðuneytis heil- brigðismála og svo virðist sem flestir séu sammála um að slíkt kerfi sé farsælast heilsufarslega og skynsamleg ráðstöfun fjármuna ríkisins. Þrátt fyrir þetta eru tug- þúsundir Islendinga án nafngreinds heim- ilislæknis, þúsundir „skráðir á stöð" og mikill skortur á heimilislæknum á lands- byggðinni. Listunin sem svo hefur verið nefnd þegar fólk á sér nafngreindan lækni, þynnist óðfluga út og þeir sem eru þó svo heppnir að eiga sér heimilislækni komast ekki að vegna þess að hann er að sinna öðrum. Það er ekkert launungarmál að það ríkir almenn óánægja með aðgengi að heimilislæknum. Það heyrir maður víða í samfélaginu. Fagfélag heimilislækna hefur ítrekað óskað eftir því við heilbrigðisyfir- völd að vera haft með í ráðum án þess að hafa erindi sem erfiði. Heilbrigðisyfirvöld líta gjarnan til Skandinavíu þegar rædd eru velferðar- og heilbrigðismál og er það hárrétt hjá þeim. Þetta eru þjóðirnar sem stjórnmálamenn og við Islendingar viljum gjarnan hafa sem fyrirmynd. Núverandi ráðherra heil- brigðismála hefur að auki oft í ræðum nefnt Bretland sem gott fordæmi þar sem það fyrsta sem fólki sem þangað flytur er boðið er að velja sér heimilislækni. Allt er gott um þetta að segja. Hitt gleymist þessum stjórnmálamönnum, en það er að líta nánar á hvað þessar þjóðir hafa gert til að slíkt geti verið mögulegt. Danir og Norðmenn hafa langa hefð fyrir sjálfstæðum rekstri um heimilis- læknamóttökuna. Svíar hafa síðustu ár fylgt í kjölfarið og boðið læknum að reka sínar stöðvar sjálfir með samning við ríkið og gefist vel. Norðmenn innleiddu 2001 svokallað fastlæknakerfi þar sem stjórn- völd í samvinnu við fagfélag lækna heim- ilislæknavæddu alla þjóðina. Frá 2008 hafa verið framkvæmdar mælingar á ánægju notenda með opinbera þjónustu í Noregi og hafa norskir heimilislæknar vermt efsta sætið í 5 ár í röð, nú síðast með 81 stig af 100 mögulegum. Á síðasta aðalfundi Læknafélags ís- lands var einróma samþykkt ályktun sem hljóðar svo: „Aðalfundur LÍ haldinn á Akureyri 18.-19. október 2012 skorar á stjórnvöld að viðurkenna rétt sérfræðinga í heimilis- lækningum til að starfa sjálfstætt og stuðla þannig að fjölbreyttari rekstrarformum innan heilsugæslunnar sem gefið hafa góða raun á hinum Norðurlöndunum." Ályktunin er til marks um samstöðu lækna um það hvernig heilbrigðiskerfið á að líta út í framtíðinni og viðurkenning á að hvorugir geta án hinna verið, sér- greinalæknar og sérfræðingar í heimilis- lækningum. Báðum er fullkomlega ljóst að heilbrigðisþjónustan til framtíðar byggir á góðri og hnökralausri samvinnu fyrsta og annars stigs þjónustunnar. I júní 2008 var undirritaður rammasamningur við heimilislækna um sjálfstæðan rekstur en þrátt fyrir að sýnt hafi verið fram á sparnað af slíku hafa heilbrigðisyfirvöld ekki enn gefið kost á að starfa eftir honum. Þvert á móti hafa tilburðir þriggja síðustu heilbrigðisráðherra verið í átt að meiri miðstýringu eða þess að gera engar breyt- ingar. Afleiðingarnar eru flótti lækna úr heimilislækningum og mikil neikvæðni lækna gagnvart starfsaðstöðunni á íslandi og tregða við að flytjast heim eftir nám eins og síðustu fréttir sýna. Heilbrigðisyfirvöld þurfa nú að gera upp hug sinn varðandi heilbrigðiskerfið til langs tíma og ganga til samvinnu við læknafélögin um útfærsluna. Slíkt væri fyrsta skrefið til gera læknisstarfið aðlað- andi á íslandi og bæta mönnunina. Nú nálgast kosningar og verður fróð- legt að fylgjast með hvort stjórnmálamenn spyrja kjósendur: „Hver er heimilislæknir- inn þinn?" 110 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.