Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 9
RITSTJÓRNARGREIN Næringarþörf sjúklinga á sjúkradeildum Kristinn Sigvaldason yfirlæknir gjörgæsludeild Landspítala Fossvogi krisig@landspitali. is í þessu tölublaði Læknablaðsins eru birtar niðurstöður rannsóknar á næringarinntöku sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala þar sem metið var hversu vel næringarmarkmiðum var náð.1 Óhætt er að hrósa rannsóknaraðilum fyrir framkvæmd þessarar rannsóknar þar sem það er um- fangsmikið og erfitt verk að mæla nákvæm- lega alla næringarinntöku 60 sjúklinga á sjúkradeild í 5 daga, yfirheyra þá sem tóku þátt og vigta alla matarafganga frá hverjum og einum. Niðurstöðurnar benda til þess að nokkuð sé í land með að settum nær- ingarmarkmiðum sé náð hjá sjúklingum á skurðlækningadeild og svo virðist sem umtalsverður hluti matar lendi í ruslinu. Rannsóknir á næringarinntöku sjúklinga á sjúkrahúsum eru afar mikilvægar en þessum þætti sjúkrahúsdvalar hefur ekki verið nægur gaumur gefinn til þessa. Að þetta sé skoðað vísindalega og á vandaðan hátt er því mjög jákvætt og ánægjulegt að sjá hvað næringarstofa Landspítala hefur verið öflug á síðustu árum að skoða þessi mál og vinna að stöðlum í mati á næringar- ástandi og skimun fyrir vannæringu. Næringarástand skiptir töluverðu máli í meðferð flestra sjúkdóma og hefur bein áhrif á horfur sjúklinga.2 Nýlegt þyngdar- tap og saga um minnkaða fæðuinntöku síð- ustu vikurnar fyrir innlögn eru sérstaklega mikilvægir þættir. Við innlögn á sjúkrahús er því mjög mikilvægt að sjúkrasaga inni- haldi upplýsingar um næringarástand og að skimað sé fyrir vannæringu en þarna vantar mikið upp á í dag. Vannæring eykur tíðni fylgikvilla eins og sýkinga sem geta verið sjúklingnum hættulegar og jafnframt mjög kostnaðarsamar fyrir þjóðfélagið þar sem sjúkrahúslega verður oftast lengri. Það er því mjög mikilvægt að vitundarvakn- ing verði um þessi mál meðal heilbrigðis- starfsfólks, ekki síst lækna. Með góðri og markvissri næringarmeðferð er hægt að hafa talsverð áhrif á horfur sjúklinga sem þurfa innlögn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda eða slysa. A skurðlækningadeildum er sérstaklega mikilvægt að huga vel að næringarmálum, því meðferðinni fylgja óhjákvæmilega föstutímabil vegna rannsókna og skurðað- gerða og oft eru notuð lyf, svo sem verkja- lyf, sem trufla starfsemi garna. Allt getur þetta truflað starfsemi garna en með því að gefa næringu í görnina eykst blóðflæði í slímhúðinni og starfseminni er betur við- haldið. Mat á næringarástandi við innlögn er því afar mikilvægt og að gerð sé næring- aráætlun í tengslum við sjúkrahúsdvölina og fylgst sé vel með hvernig markmiðum er náð. Mæta þarf orkuþörf einstaklinga, sem er 20-25 kkal/kg/dag samkvæmt klínísk- um leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala. Matið er þó einstaklingsbund- ið, aldraðir og langveikir þurfa minna og þeir sem gengist hafa undir stórar skurðað- gerðir eða lent í slysum þurfa hugsanlega meira. Ef ekki gengur að næra fólk á venju- legan hátt er mælt með sondunæringu um meltingarveg og þannig reynt að ná mark- miðum en ef það gengur ekki er völ á mjög góðum næringarlausnum til að gefa í æð. Sennilega er þó betra að reyna með öllum tiltækum ráðum að næra sjúklinga um meltingarveg og bíða með gjöf næringar í æð í 7 daga frá byrjun alvarlegra veikinda eða skurðaðgerðar.3 Þetta var niðurstaða stórrar rannsóknar sem birt var í Neu) Eng- land Journal of Medicine fyrir um ári síðan. Niðurstöður annarrar nýlegrar rannsóknar benda til þess að bæta megi horfur sjúk- linga með aukinni próteingjöf.4 Samkvæmt klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala er mælt að því að gefa 1,2-1,5 g/kg af próteinum á dag. Niður- stöður margra rannsókna benda til þess að þessum markmiðum sé þó sjaldan náð. Þetta er líka niðurstaða þeirrar rannsóknar sem birtist í þessu tölublaði Læknablaðsins og kom einnig fram í niðurstöðum nær- ingarrannsóknar hjá gjörgæslusjúklingum á Landspítala.5 Það virðist því vera erfitt að ná settum markmiðum í inntöku próteina á sjúkrahúsum, hvort sem það er með venju- legri fæðuinntöku eða með gjöf næringar- lausna. Þarna má hugsanlega gera betur ef hægt er að auka próteininntöku sjúklinga með einhverjum leiðum. Ymislegt bendir til þess að hægt sé að bæta horfur sjúklinga ef fyrrgreindum markmiðum í próteininn- töku er náð og að það sé mikilvægara en að ná settum markmiðum í orkugjöf.5 Ef marka má niðurstöður þessara rann- sókna er þörf á próteinríkara fæði á sjúkra- húsum. Forsenda góðrar næringarmeð- ferðar er vandað mat á næringarástandi og það er vel framkvæmanlegt eins og sést á þeirri rannsókn sem hér er til umfjöll- unar. Það ætti að vera hluti af uppvinnslu sjúklinga sem þurfa innlögn á sjúkrahús vegna alvarlegra veikinda eða slysa. Huga þarf vel að mataræði sjúklinganna, hafa matinn lystugan og sníða að þörfum hvers og eins. Næringarmeðferð er stór hluti af heildarmeðferð sjúklinga og rannsóknum á þessu sviði hefur vaxið fiskur um hrygg. Margt er þó ennþá óljóst og þörf er á frekari rannsóknum. Niðurstöður rannsóknarinn- ar ættu því að vera höfundum og öðrum hvatning til frekari dáða á þessu sviði. Heimildír 1. Vilhjálmsdóttir DÖ, Hinriksdóttir HH, Þórðardóttir FR, Þórsdóttir I, Gunnarsdóttir I. Orku- og próteinneysla skurðsjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala. Læknablaðið 2013; 99: 71-6. 2. Hiesmayr M, Schindler K, Pemicka E, Schuh C, Scho- eniger-Hekele A, Bauer P, et al. Decreased food intake is a risk factor for mortality in hospitalised patients: the NutritionDay survey 2006. Clin Nutr 2009; 28:484-91. 3. Casaer MP, Mesotten D, Hermans G, Wouters PJ, Schetz M, Meyfroidt G, et al. Early versus late parenteral nutri- tion in critically ill adults. N Engl J Med 2011; 365: 506-17. 4. Weijs PJ, Stapel SN, de Groot SD, Driessen RH, de Jong E, Girbes AR, et al. Optimal protein and energy nutrition decreases mortality in mechanically ventilated, critically ill patients: a prospective observational cohort study. JPEN J Parenter Enteral Nutr 2012; 36: 60-8. 5. Kristinsson B, Sigvaldason K, Kárason S. Orkunotkun og næring gjörgæslusjúklinga. Læknablaðið 2009; 95:491-7. Nutrition in hospitalized patients Kristinn Sigvaldason M.D. Chief of Intensive Care Unit Landspítali University Hospital Fossvogur LÆKNAblaðið 2013/99 69

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.