Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 14
RANNSÓKN Ein af skýringum þess að eftirlit með næringu sjúklinga hefur til þessa verið ábótavant er skortur hefur verið á einföldum gildis- metnum leiðum til að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga. Unnið hefur verið að því undanfarin misseri að þróa og gildis- meta einfalt skráningarblað til áætlunar á orku- og próteinneyslu sjúklinga. Af praktískum ástæðum og vegna mikils kostnaðar er ekki unnt að vigta allan mat sem sjúklingar neyta og því þarf að vera til einfaldari og ódýrari leið. Gildismat eyðublaðsins leiddi í ljós að það er talið fullnægjandi til að áætla neyslu sjúklinga, sér- staklega þeirra sem borða lítið.32-34 Eyðublaðið má einnig nýta við gæðastjórnun, til dæmis við að meta orku- og próteinneyslu sjúk- linga á ákveðnum deildum og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf. Eins er hægt að nýta eyðublaðið til áætlunar á hlutfalli matar sem fer í ruslið og til að aðlaga skammtastærðir samkvæmt því svo að draga megi úr sóun. Nauðsynlegt er að nefna að þeir mælikvarðar sem notaðir voru í þessari rannsókn hafa sínar takmarkanir. Við áætlun á orkuþörf var stuðst við mjög einfaldan mælikvarða samkvæmt klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga.” Hann þykir henta mjög vel í klínísku starfi, þar sem tiltölulega auðvelt er að áætla orkuþörf sjúklinga. Flóknari jöfnur eru til3536 sem bæði taka tillit til hæðar og kyns, auk líkamsþyngdar. Notkun annarra jafna við áætlun á orkuþörf þátttakenda í þessari rannsókn breytti ekki meginniður- stöðu hennar um að orkuneysla væri vel innan við áætlaða orku- þörf. Af öðrum annmörkum má nefna að ákveðin ónákvæmni felst í því að einungis matar- og drykkjarafgangar voru vigtaðir en ekki sá skammtur sem borin var á borð fyrir sjúklinginn. Hins vegar er ólíklegt að sú skekkja sé það stór að hún hafi áhrif á þær ályktanir sem dregnar eru af niðurstöðum þessarar rannsóknar.34 I ljósi alvarlegra afleiðinga vannæringar sjúklinga og kostnaðar sem af henni getur hlotist fyrir heilbrigðiskerfið, er nauðsynlegt að heilbrigðisstarfsmenn sameinist um að finna leiðir til að vinna bug á vandamálinu. Skimun fyrir vannæringu mun ein og sér þó ekki leysa þetta vandamál heldur er teymisvinna næringarfræðinga eða næringarráðgjafa, hjúkrunarfræðinga, lækna, lyfjafræðinga og annarra er koma að umönnun sjúklinga gríðarlega mikilvæg. Þar er samvinna, eftirlit og markviss eftirfylgni lykillinn að góðum árangri. Frekari rannsóknir á næringarástandi ýmissa sjúklinga- hópa eru einnig mjög aðkallandi. Þakkir Höfundar þakka Rannveigu Björnsdóttur, Ernu Sif Óskarsdóttur og Dagnýju Rut Pétursdóttur fyrir aðstoð við gagnasöfnun og úr- vinnslu. Lilju Asgeirsdóttur, Kolbrúnu Gísladóttur og öðru starfs- fólki á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala fyrir velvilja og aðstoð við rannsóknina. Verkefnið var kostað af styrkjum til Ingi- bjargar Gunnarsdóttur frá Vísindasjóði Landspítala. ENGLISH SUMMARY Energy and protein intake of patients at the Department of Cardiothoracic surgery, Landspítali - The National University Hospital of lceland Vilhjalmsdottir DO1, Hinriksdottir HH', Thordardottir FR2, Thorsdottir l', Gunnarsdottir l,J Objective: The aim was to estimate energy and protein intake of patients at the Department of Cardiothoracic surgery, Landspitali the National University Hospital of lceland. Another aim was also to assess their nutritional status. Methods: The energy and protein content of meals served by the hospi- tal's kitchen is known. Starting at least 48 hours after surgery, all leftover food and drinks were weighed and recorded for three consecutive days. Energy and protein requirements were estimated according to clinical guidelines for hospital nutrition at Landspítali (25-30 kcal/kg/day and 1.2-1.5 g/kg/day, respectively). Nutritional status was estimated using a validated seven question screening sheet. Results: Results are presented for 61 patients. The average energy intake was 19±5.8 kcal/kg/day. Protein intake was on average 0.9±0.3 g/kg/day. Most patients (>80%) had an energy and protein intake below the lower limit of estimated energy and protein needs, even on the fifth day after sugery. According to the nutritional assessment 14 patients (23%) were defined as either malnourished or at risk for malnutrition. This group was closer than the well-nourished group to meeting their estimated energy- and protein needs. The use of nutrition drinks was more common among malnourished patients and those at risk of malnu- trition than the well-nourished patients. Conclusion: The results suggest that the energy and protein intake of patients is below estimated requirements, even on the fifth day after surgery. Attention must be paid to malnutrition and nutrition in general in the hospital wards. Key words: paí/'enís, hospital food service, energy intake, protein intake, malnutrition. Correspondence: ingibjörg Gunnarsdóttir, ingigun@iandspitaii.is 'Unit for Nutrition Research at the University of lceland and Landspitali the National University Hospital, Reykjavik, lceland !Hospital Food and Nutrition Services, Landspitali the National University Hospital, Reykjavik, lceland 3Faculty of Food Science and Nutrition, School of Health Sciences, University of lceland, Reykjavík, lceland. 74 LÆKNAblaðið 2013/99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.