Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 11
RANNSÓKN Orku- og próteinneysla sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala Dagný Ösp Vilhjálmsdóttir1, MS-nemi í næringarfræði, Harpa Hrund Hinriksdóttir1, MS-nemi í næringarfræði, Fríða Rún Þórðardóttir2, næringar- fræðingur, Inga Þórsdóttir1, næringarfræðingur, Ingibjörg Gunnarsdóttir1, næringarfræðingur ÁGRIP Tilgangur: Að meta orku- og próteinneyslu sjúklinga á hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf. Markmiðið var einnig að meta næringarástand sama sjúklingahóps. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru sjúklingar sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild. Orku- og próteininnihald 5 aðalmáltíða sem framreiddar eru frá eldhúsi Landspítala er þekkt. Þegar liðnar voru að minnsta kosti 48 klukkustundir frá aðgerð voru allir matarafgangar, ásamt millibitum, vigtaðir og skráðir í þrjá daga samfellt. Orku- og próteinþörf var áætluð út frá neðri mörkum gilda í klínískum leiðbeiningum um nær- ingu sjúklinga (25-30 hitaeiningar/kg líkamsþyngdar/sólarhring og 1,2-1,5 grömm/kg líkamsþyngdar/sólarhring, miðað við kjörþyngd). Næringar- ástand (likur á vannæringu) var metið með gildismetnu 7 spurninga skim- unareyðublaði þar sem 0-2 stig gefa til kynna litlar líkur á vannæringu, 3-4 stig ákveðnar líkur á vannæringu og a5 stig miklar líkur á vannæringu. Niðurstöður: Niðurstöður eru birtar fyrir 61 sjúkling. Orkuneysla var að jafnaði 19±5,8 hitaeiningar/kg líkamsþyngdar/sólarhring. Meðalprótein- neysla reyndist vera 0,9±0,3 grömm/kg líkamsþyngdar/sólarhring. Þorri þátttakenda (>80%) náði ekki lágmarksviðmiðum fyrir orkuneyslu annars vegar og próteinneyslu hins vegar og átti það við um alla skráningar- dagana þrjá. Við mat á næringarástandi reyndust 14 sjúklingar (23%) annaðhvort vera vannærðir (a5 stig) eða í hættu á vannæringu (3-4 stig). Orku- og próteinneysla þeirra var að jafnaði nær áætlaðri orku- og pró- teinþörf en neysla þeirra sjúklinga sem voru vel nærðir (0-2 stig), sem að hluta til mátti rekja til almennari notkunar næringardrykkja. Ályktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að áætlaðri orku- og próteinþörf sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild sé ekki fullnægt, jafnvel ekki á 5. degi eftir aðgerð, ef fylgja á klínískum leiðbeiningum um næringu sjúklinga á Landspítala. Huga þarf betur að næringu inniliggjandi sjúklinga, allt frá vönduðu mati á næringarástandi til viðeigandi næringar- meðferðar. 'Rannsóknastofu í næringarfræði við Háskóla íslands og Landspítala, 2eldhúsi og matsal Land- spítala. Fyrirspurnir: Ingibjörg Gunnarsdóttir ingigun@landspitali. is Greinin barst 29. október 2012, samþykkt til birtingar 19. janúar 2013. Engin hagsmunatengsl gefin upp. Inngangur Niðurstöður íslenskra rannsókna benda til þess að tíðni vannæringar sé 20-60% á Landspítala, mismunandi eftir sjúklingahópum.1'5 Vannæring meðal sjúklinga er talin tengjast aukinni tíðni fylgikvilla,6'12 auk þess sem legutími sjúklinga sem eru vannærðir við innlögn er lengri en þeirra sem betur eru nærðir.9-10-13M Fylgikvill- um og lengri legutíma fylgir mikill kostnaður.15 í klínískum leiðbeiningum The European Society for Clinical Nutrition and Metabolism (ESPEN) og American Society for Parenteral and Enteral Nutrition (ASPEN) er mælt með skipulagðri skimun fyrir van- næringu.15'17 í mars árið 2011 voru gefnar út klínískar leiðbeiningar um næringu sjúklinga á Landspítala þar sem mælt er með að skimað sé fyrir vannæringu við innlögn allra sjúklinga.19 Ein og sér hefur skimun fyrir vannæringu takmark- að gildi og mælt er með því að fylgst sé með því að orku- og próteinþörf inniliggjandi sjúklinga sé mætt.18'20 Það er mikilvægt til að unnt sé að grípa til viðeigandi ráð- stafana og koma í veg fyrir að næringarástand versni í sjúkrahúsvistinni. Fáar rannsóknir hafa verið gerðar á orku- og próteinneyslu sjúklinga á Islandi og aldrei sér- staklega meðal inniliggjandi sjúklinga á skurðdeildum. Fyrri rannsóknir benda þó til þess að næringarmeðferð sé oft á tíðum ekki nægilega markviss. Til að mynda var orku- og próteinneysla lungnasjúklinga á Landspítala ekki fullnægjandi til þess að leiðrétta slæmt næringar- ástand2 og rannsókn sem gerð var á gjörgæsludeild Landspítala benti til þess að sjúklingar fengju aðeins 67% af áætlaðri orkuþörf sinni.21 Próteingjöf var einnig minni en æskilegt getur talist samkvæmt klínískum leiðbeiningum um næringu gjörgæslusjúklinga.21-22 Æskilegt er að skurðsjúklingar séu byrjaðir að borða almennt fæði einum til þremur dögum eftir aðgerð og stefna ætti að orku- og próteinjafnvægi á þriðja til 5. degi eftir aðgerð!9-20 Markmið rannsóknarinnar var að meta orku- og próteinneyslu inniliggjandi sjúklinga á hjarta- og lungnaskurðdeild á Landspítala og bera saman við áætlaða orku- og próteinþörf. Markmiðið var einnig að meta næringarástand sama sjúklingahóps. Efniviður og aðferðir Þátttakendur Þátttakendur voru allir sjúklingar sem lögðust inn á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala á tímabilinu júní-desember 2011. Þar sem markmið rannsóknarinnar var að meta orku- og próteinneyslu þátttakenda á þriðja til 5. degi eftir skurðaðgerð var skilyrði að áætluð inn- lögn væri að minnsta kosti 5 dagar. Eins var skilyrði að áætlað væri að sjúklingar gætu nærst að minnsta kosti að hluta til um munn meðan á innlögn stæði. Deildar- stjórar á hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala að- stoðuðu rannsakendur við val á þátttakendum. Leitað var eftir upplýstu samþykki sjúklinga fyrir þátttöku í rannsókninni. Alls hóf 81 sjúklingur þátttöku í rann- sókninni, 54 hjartaskurðsjúklingar, 15 lungnaskurð- sjúklingar, auk 12 sjúklinga sem lögðust inn á deildina LÆKNAblaðið 2013/99 71

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.