Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 20
RANNSÓKN Þrjú börn fengu endurtekna garnasmokkun á rannsóknartíma- bilinu og var endurkomutíðni því 4,5%. Umræða Þessi rannsókn staðfestir það sem hefur komið fram í erlendum rannsóknum að garnasmokkun er algengust í ungum börnum og þar eru drengir í meirihluta.1'5 Fjöldi tilfella var mestur á milli fjögurra og 10 mánaða aldurs og er þetta svipað og sést í Evrópu (3-9 mánuðir) og í heiminum öllum (4-7 mánuðir).3-5 Nýgengi garnasmokkunar er mjög mismunandi eftir löndum. Nýgengi á hver 1000 börn undir eins árs aldri er sambærilegt hér (0,4) og í Evrópu og Bandaríkjunum (0,4-2,2).3'5'9 Einkenni garnasmokkunar á íslandi eru þau sömu og lýst er í erlendum rannsóknum en algengustu einkennin voru uppköst og kviðverkir.5 Tíðni einkenna er hins vegar mjög mismunandi milli erlendra rannsókna og er líklegt að það orsakist af mismunandi skráningu í sjúkraskrá. Hin klassíska þrenning einkenna, kvið- verkir, uppköst og blóð í hægðum, sem talin er hafa hátt forspár- gildi fyrir garnasmokkun, kom einungis fyrir í 18% tilfella og því má ekki treysta á hana eingöngu. Þótt flest barnanna hafi verið greind á innlagnardegi var seinkun á greiningu hjá hluta þeirra. Mjög mikilvægt er að greina garnasmokkun eins fljótt og auðið er svo hægt sé að koma í veg fyrir drep og rof á görn. Erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að seinkuð greining minnki árangur innhellinga og auki líkur á því að sjúklingur fari í skurðaðgerð og gangist undir hlutabrottnám.10 Einkenni geta verið ósértæk og óhefðbundin og verður að hafa þessa mismunagreiningu í huga við kviðverki hjá ungum börnum þar sem garnasmokkun er al- gengasta orsök garnastíflu á aldrinum þriggja mánaða og fram til þriggja ára.1 Algengasta staðsetning garnasmokkunar á mótum smágirnis og ristils er í samræmi við erlendar rannsóknir.1-2 Orsök garnasmokkunar var óþekkt í tveimur þriðju hluta til- fella og er það í samræmi við þær erlendu rannsóknir þar sem stækkaður eitilvefur er talinn með sem orsök, líkt og gert er í þess- ari rannsókn.5 Langalgengasta þekkta orsökin í þessari rannsókn var „leiðandi punktur" vegna stækkaðs eitilvefs sem sást í 16% tilvika en næst algengasti „leiðandi punkturinn" var Meckels- sarpur sem kom fyrir hjá 7% barna og er þetta í samræmi við aðrar rannsóknir.5 I dag mæla margir höfundar með notkun ómunar til grein- ingar í stað skuggaefnisinnhellingar.8'11 Þeir benda á hátt næmi og sértækni rannsóknarinnar, hún feli ekki í sér inngrip og út- setji sjúklinginn ekki fyrir jónandi geislun. Auk þess að greina garnasmokkun getur ómun einnig greint „leiðandi punkt" og annað sjúkdómsástand sem er ótengt garnasmokkun.2-8 í þess- ari rannsókn var skuggaefnisinnhelling langoftast notuð sem greiningaraðferð, eða í 82% tilfella, en ómun var einungis notuð hjá 18% barna. Þetta vekur spurningu um hvort ómun sé vannýtt sem greiningaraðferð hér á landi. Ómun hefur þó þann galla að röntgenlæknir með reynslu af rannsókninni þarf að vera aðgengi- legur allan sólarhringinn, þar sem árangur ómunar er sérstaklega háður þeim sem framkvæmir hana.8 Þessar bjargir hafa ekki verið til staðar á Islandi á rannsóknartímanum og þar sem einungis fá tilfelli garnasmokkunar greinast á ári á íslandi er ekki víst að nægileg reynsla skapist til þess að rannsóknaraðferðin nái fullu greiningargildi sínu. Hægt er að nota nokkrar aðferðir til meðhöndlunar sjúkdóms- ins. Hér á landi er notast við innhellingu með baríumskuggaefni. Leiðrétting með loftþrýstingi hefur ekki verið notuð hér á landi en þessi aðferð hefur ýmsa kosti og er víða notuð. Aðferðin er fljótvirk með stuttum gegnumlýsingartíma og því lægri geislaskammti en innhelling með skuggaefni.8 Notkun ómstýrðrar saltvatnsinnhell- ingar er að aukast í Evrópu. Helsti kostur þessarar aðferðar er að sjúklingur verður ekki fyrir geislun. Því mæla margir með henni því æskilegt er að takmarka geislaskammt hjá börnum.8 En líkt og þegar notast er við ómun til greiningar er árangurinn háður þeim sem framkvæmir rannsóknina.8 Arangur leiðréttingar með baríuminnhellingu er svipaður og sýnt hefur verið fram á með öðrum aðferðum, það er loftinnhell- ingu í gegnumlýsingu eða ómstýrðri saltvatnsinnhellingu.8 Hér á landi eru tilfelli tiltölulega fá og óvíst hvort ástæða er til að taka upp nýjar aðferðir þar sem óvissa um árangur fylgir því að taka upp nýja aðferð í stað gamalreyndrar aðferðar. í þessari rannsókn var skuggaefnisinnhelling fyrsta meðferð hjá stærstum hluta barnanna (82%) og var hún árangursrík í 62% tilvika. Þetta er innan þeirra marka sem sést hafa erlendis þar sem árangurinn er mjög mismunandi (55-90%) og notast er við mismunandi aðferðir við innhellinguna.8 Tíðni skurðaðgerða er sömuleiðis mjög mismunandi erlendis og í nýlegri evrópskri yfir- litsgrein var hún 10-68% en meðalskurðtíðnin var 19%.3 Þrátt fyrir að árangur innhellinga hér á landi sé innan þess sem víða sést, verður 49% skurðtíðni að teljast hátt hlutfall og hlýtur það að vera markmið okkar að ná betri árangri í greiningu og meðferð með fækkun skurðaðgerða. Skurðaðgerðir eru mun meira inngrip og endurspeglast það í lengri legutíma þeirra sem fóru í skurðaðgerð miðað við þá sem fóru eingöngu í innhellingu. Sú þróun sem sést í þessari rannsókn, að innhellingum sé að fækka og skurðaðgerð- um að fjölga, verður því að teljast óæskileg. Skýringin á fjölgun skurðaðgerða á tímabilinu er ekki sú að árangur innhellinga sé að verða lakari, því hann helst nokkuð jafn yfir tímabilið, heldur virðist orsökin vera að fleiri börn fari beint í aðgerð án undanfar- andi innhellingar. Astæður þessa eru ekki ljósar en skýringanna getur verið að leita í nokkrum samverkandi þáttum. Það má velta því fyrir sér hvort þetta stafi af því að áherslur barnaskurðlækna hafi breyst og hvort aukinnar tregðu gæti hjá röntgenlæknum til að framkvæma innhellingu. Hlutfall barna sem þurftu að gangast undir hlutabrottnám á görn var ekki hærra en gerist annars staðar, eða 9%.3A10-12 Fylgikvillar vegna garnasmokkunar voru drep og rof á görn en 9% barna fengu þessa fylgikvilla. Hins vegar fékk ekkert barn rof vegna skuggaefnisinnhellingar, sem styður áframhaldandi notk- un þeirrar meðferðar. Tíðni rofs vegna innhellingar í erlendum rannsóknum er á bilinu 0,4-0,7%.8 I þessari rannsókn dó ekkert barn. Þetta er í samræmi við það sem sést annars staðar, en dánartíðni hefur farið lækkandi í þró- uðum löndum.3 Endurkomutíðni í þessari rannsókn var 4,5% sem er svipað og sést erlendis.2 Kostur þessarar rannsóknar er að á Islandi eru einungis tveir stórir spítalar sem eru búnir tækjum og þekkingu röntgenlækna 80 LÆKNAblaðið 2013 /99

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.