Læknablaðið - 15.02.2013, Blaðsíða 19
RANNSÓKN
1
0.8
0.6
0.4
0.2
0
Tímabil (ár)
Mynd 3. Hlutfall barna sem fór ískuggaefnisinnhellingu vegna garnasmokkunar.
Tímabil íár)
Mynd 4. Hlutfall barna semfór í skurðaðgerð vegna garnasmokkunar.
Skuggaefnisinnhelling var oftast notuð til greiningar, eða hjá
82% barnanna, og ómun var notuð hjá 18% barnanna. Þessar rann-
sóknaraðferðir gátu hvor um sig staðfest greininguna í 75% tilfella
þegar þær voru notaðar (tafla III). í engu tilfelli var loft notað við
innhellingu. Kviðaryfirlit var notað hjá 75% barnanna en í engu
tilviki gat kviðaryfirlit staðfest greiningu garnasmokkunar. Rann-
sóknin var þó gagnleg og á 76% kviðaryfirlita komu fram teikn
sem gætu bent til garnasmokkunar, svo sem merki um garnastíflu.
Aðrar rannsóknir sem notaðar voru hjá börnum voru tölvusneið-
mynd, ristilspeglun og skuggaefnisrannsókn á smágirni (passage).
í 7 tilfellum þar sem grunur var um garnasmokkun hurfu ein-
kenni eftir skuggaefnisinnhellingu án þess að sýnt hafi verið fram
á hana og var það talið staðfesta greininguna ásamt klassískum
einkennum. Greining þeirra barna var því byggð á einkennum en
ekki á myndgreiningarrannsóknum.
Skoða má ferli meðferðar á mynd 2. Alls fóru 55 börn (82%) í
skuggaefnisinnhellingu og þar af var meðferðin árangursrík í 62%
tilfella. Alls gengust 33 börn (49%) undir opna skurðaðgerð. Ann-
ars vegar brátt (n=12) og hins vegar í kjölfar skuggaefnisinnhell-
ingar þar sem ekki tókst að leiðrétta garnasmokkunina (n=21). Hjá
6 börnum (9%) þurfti að framkvæma hlutabrottnám á görn. Hjá
flestum barnanna var ástæða hlutabrottnáms fylgikvilli garna-
smokkunar, svo sem drep og rof á görn en 5 börn fengu drep í
görn og af þeim fékk eitt rof á görn. Hjá einu barni var framkvæmt
hlutabrottnám á görn vegna fyrirferðar.
Ekkert barn fékk rof á görn í kjölfar skuggaefnisinnhellingar.
Ekkert barn lést vegna garnasmokkunar á rannsóknartímabilinu.
Hlutfall barna sem fór í innhellingu lækkaði jafnt og þétt yfir
tímabilið úr 100% fyrstu 5 árin í 63% síðustu 5 árin. Nam lækk-
unin því 1,9% á ári (p=0,0003; 95% öryggisbil: -0,015 - -0,02) (mynd
Tafla II. Orsakir garnasmokkunar.
Fjöldi (%)
Óþekkt orsök 47 (70)
Stækkaður eitilvefur 11 (16)
Innverptur botnlangi 1 (1)
Meckelssarpur 5(7)
Blaðra í garnavegg 1(1)
Briskirtilsvefur í görn 1 (1)
Ofnæmispurpuri (Henoch Schöniein purpura) 1 (D
Tafla III. Greiningaraðferðir.
Greiningartækni sem var notuð Fjöldi (%)* Næmi %
Kviðaryfirlit 50 (75) 0
Ristilinnhelling 55 (82) 75
Ómun 12(18) 75
Annað** 9(13) 56
*Hlutfall af heildarfjölda sjúklinga (67).
**Annað: Tölvusneiðmynd, skuggaefnisrannsókn á smágirni (passage) og ristilspeglun.
3). Hlutfall barna sem fór í skurðaðgerð vegna garnasmokkunar
á rannsóknartímabilinu jókst hins vegar úr 17% fyrstu 5 árin í
62% síðustu 5 árin, og nam aukningin því 2% á ári (p=0,027; 95%
öryggisbil: 0,004 - 0,037) (mynd 4). Ekki varð marktæk breyting á
árangri innhellinga yfir tímabilið (p=0,2; 95% öryggisbil: -0,03 -
-0,009) (mynd 5).
Börn greindust með garnasmokkun allt frá fyrsta til 20. dags
innlagnar. Langflest börn, eða 79%, greindust á innlagnardegi.
Greining var seinkuð hjá 11 börnum (16%), eða gerð á öðrum til
7. degi innlagnar. Þrjú börn (4%) sem greindust á 8. til 20. degi
innlagnar lágu inni vegna annars sjúkdómsástands en garna-
smokkun þróaðist á meðan á innlögn stóð. Ekki reyndist munur á
því hvaða meðferð börnin fengu, það er skurðaðgerð eða skugga-
efnisinnhellingu eingöngu, eftir því hvenær börnin greindust en í
báðum hópum var miðgildi greiningardags einn dagur.
Lengd sjúkrahúslegu var allt frá einum degi upp í 39 daga. Flest
börn lágu inni í tvo daga en miðgildi sjúkrahúslegu voru fjórir
dagar. Börn sem fóru í skurðaðgerð lágu lengur inni miðað við þau
sem eingöngu fóru íinnhellingu, miðgildi 7 og þrír dagar.
Timabil (ár)
Mynd 5. Hlutfal! innhellingáþar sem tókst að leiðrétta garnasmokkunina.
LÆKNAblaðið 2013/99 79